Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2002, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.12.2002, Blaðsíða 21
Jósef Jakobsson trésmiður, átti heima í borginni Nazaret í Galí- leu, nálægt því miðja vegu milli hins nafnkunna Galíleuvatns og hins bláa Miðjarðarhafs. Fjallið Tabor var þar nálægt. Hann gat ómöguleg gleymt stúlkunni fallegu með dökka síða hár- ið og svörtu augun. Hvemig sem hann reyndi, gat hann það ekki. Mynd hennar og ásýnd, þrengdi sér inn í vit- und hans, hún var þar á daga og næt- ur. Trésmiðurinn ungi gat engan veg- inn fest blund á brá þessa nótt, hvem- ig sem hann reyndi. Ein andvökunótt- in enn bættist við í hóp allra hinna. Nei, það þýddi víst ekki að sofna í nótt fremur en fýrri nætur. Jósef reis upp af fleti sínu og gekk út í kyrra nóttina. Hátt uppi á dimmri hvelfingu himindjúpsins tindruðu og blikuðu óteljandi silfurlitaðar og bláar stjömur eins og skart á dökkri slæðu, þaðan sem stafaði örlitlum geislum, stjörnuskini. Bleikur máni hellti geisl- um yfir dimma jörð. Litlu, fátæklegu húsin í Nazaret böðuðust í silfúrlitu tunglsljósinu og vörpuðu skugga yfir mjó húsasund og þröngar götur. Trésmiðurinn ungi horfði út í tungl- skinsbjarta nóttina. Hann var hugsi og hjarta hans fýlltist þrá eftir því, sem þessa stundina virtis ómögulegt. Hún hét María, dóttir Jóakims og Önnu, létt eins og fjallahind með svart hárið, er bylgjaðist létt í blæn- um. Frænka hennar hét Elísabet og var gift Zakaría presti. Hún sat í dyngju sinni. Hún hafði veitt smiðn- um unga athygli. Ekki svo að skilja að hún hafi haft einhver samskipti við hann, nei og nei. Þau höfðu svona rétt aðeins talast við, en það vom ekki nema orð og orð. Samt, já, samt, var Jólasaga líkt og einhveijir straumar lægju á milli þeirra. Hún fann það glögglega ef hún sat andspænis honum. Hún varð að viðurkenna að henni líkaði vel við hann. Dagar liðu, þau vom farin að talast við æ oftar. Hún saknaði hans þegar hún hitti hann ekki. Hvað var þetta? Var hún e.t.v. orðin ástfangin? Nótt eina hittust þau. Uti var glaða tunglsljós og þau drógu sig inn í for- sælu tijánna, þar sem tunglsljósið var ekki alveg eins glatt. Hann dró hana að sér, játaði henni ást sína, á eftir fylgdi fyrsti kossinn. Þau vom heitbundin, giftingardag- urinn var ákveðinn og ekki var langt fram að þeim degi. Þá kom það, alveg eins og regn úr heiðskíru lofti, eins og reiðarþruma. María var þunguð. En þau feikn og skelfing. Þetta var næst- um eins og dauðadómur. Ógift stúlka með bami, sat í festum og sem enn verra var, festarmaður hennar átti ekki þungann. Hreinn hórdómur og rabbí- amir settu upp vandlætingarsvip, kon- urnar hvísluðust á og sveiuðu og gjó- uðu hornauga. Hefúr þú heyrt frétt- ina? Hún segist vera þunguð af völd- um heilags anda, það hefði verið eng- ill og hann hefði sagt við hana að heilagur andi myndi yfirskygja hana. Og nú var aðeins farið að sjá á henni. Jósef hafði frétt þetta og séð. Hvemig gat hún gjört honum þetta? Hann, sem hafði lagt trúnað á það sem hún sagði. Hann, sem hélt að allt væri í stakasta lagi. Elskaði hún hann ef til vill ekki lengur, reyndust fallegu brosin hennar bara tál? Jósef var grandvar maður, en þetta kom yfir hann eins og reiðarslag. Hann gekk um gólf fram og aftur, en gat ekki fest hugann við neitt, særður djúpu hjartasári. Jósef lagði hefilinn ffá sér og kastaði söginni út í hom. Það var ekki til neins að ætla sér að vinna eitthvað, slíkt var vita vonlaust undir þessum kringumstæðum. Hvers vegna? Já, hvers vegna? Honum fannst undarleg þessi skýring hennar á þunguninni. Nei, það þýddi ekki að segja honum Jósef slíkt, hann trúði ekki þessari sögu. Hún var undarleg kvensálin og torráðin, að halda að hann tryði þess- ari skýringu, sem bæði var makalaus og marklaus. Hann, sem hafði trúað að María væri blátt áfram, falslaus, flekklaus og hreinskilin. Hann elskaði og hataði um leið, elskaði hana en hataði þetta fals. Tekið var að húma. Jósef gekk út í húmið, bráðum var myrkrið komið og það myndi umlykja hann, hvolfast yfir hann. Myrkur var í sál hans og sinni. Draumamir fögru fölnaðir, brostnir, allt var á enda, búið. Hann ætlaði að skilja við hana í kyrrþey til þess að gjöra henni ekki hneisu, því það vildi hann eigi gjöra. Hann varp öndinni þunglega um leið og hann hvíslaði út í myrkrið ofúrlágt: „María, María.“ Jósef hafði lagt sig, hann var þreytt- ur eftir amstur og þunga daganna. Skyldi hann geta sofnað núna eða bættist enn ein andvökunóttin við? Nú vom áhyggjur hans annarrar ættar en fyrst. Áður var það þráin eftir henni og óþreyjan, eftirvæntingin sem hélt vöku fyrir honum. Nú var það sorgin. Jósef sofnaði og nú dreymdi hann draum, undarlegan draum. Honum fannst sem til sín kæmi ungur maður í hvítum klæðum, engill. Engillinn ávarpaði Jósef og sagði: Heimaerbezt 533

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.