Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 24
Kristján í mismunandi hlutverkum í óperunum Otello, Tosca og Manon Lescaut.
nærri sér að komast ekki að útför hans, líðan konunnar
var einmitt þá á því stigi að ekki var möguleiki fyrir þau
að hugsa til Islandsferðar.
Söngvarinn er vinsæll maður og hann er það líka í sinni
heimbyggð á Ítalíu. Hann hefur unnið hjörtu prestanna á
staðnum og á útfarardegi bróður hans hafði einn af prest-
unum litla athöfn í kapellu rétt fyrir utan bæinn, fyrir þau
Sigurjónu.
„Mér líður alltaf vel í kirkjum.“
Að athöfninni lokinni röbbuðu þau þrjú góða stund um
lífið, tilveruna og trúna. Því næst fylgdi presturinn þeim
til dyra er þau héldu brott og kvaddi.
Þegar hann var að baki, féllust þau í faðma, þeim leið
miklu betur.
Viðmælandi minn segir að hann sé orðinn blandaður af
kaþólskri trú og mótmælenda. Hann segist eiga marga
vini í fyrrnefnda hópnum, jafnvel málkunnugur sjálfum
páfanum, en Krisján syngur gjarnan í sjónvarpsmessum
Vatikansins, t.d. jólamessunni á aðfangadag á síðasa ári.
Þegar sýnt er að batahorfur Sigurjónu voru staðreynd,
bað hún mann sinn að syngja á næstu jólum fyrir sig í
kirkjunni þeirra.
Þá tóku sig saman þrír kirkjukórar og „við héldum veg-
lega tónleika. Auðvitað tók ég enga greiðslu fyrir, ég
gerði þetta fyrir hana Jónu mína. Bati hennar varð til þess
að ég endurheimti það sem ég er þekktur fyrir, að vera
fullur af lífi, tilfinningu og ást á tilverunni.“
Það var verið að ganga frá nýjum tveggja eða þriggja ára
samningi fyrir Krisján um þetta leyti, við Vínaróperuna,
því það er einhuga áhugi beggja aðila á þessu samstarfi.
Kristján segir að jafnvel fleiri sýningar verði í nýja
samningnum, sem honum þykir ánægjulegt því hann
kann afar vel við sig í Vín.
„Hér er mikið af ítölsku starfsfólki við óperuna, bæði
söngvurum og leikstjórum. Starfsfólkið talar gjarnan
ítölsku sín á milli og margt í rekstrinum er samkvæmt
ítalskri fyrirmynd. Þetta hús er stórt og eitt af fjórum
glæsilegustu óperuhúsum heims“.
Kristján segir að sér sé oft tekið sem ítölskum söngvara
og geðjast honum vel að því.
„Ef þú ert ítali eða latínumaður, þá hefur þú forskot í
óperuheiminum. Þetta á við um allar raddir en þó ekki
síst tenóra".
I framhaldi af þessu segir tenórinn það nauðsyn að geta
sungið betur en latínufólkið og Gyðingamir til að komast
áfram á söngbrautinni, en í þessu leynast því miður „ras-
istískir“ fordómar. En í dag er það ekki sjálfgefið að stór-
listamanni sé hleypt fyrirhafnarlaust til metorða, það er
áður vandlega yfirvegað af ráðamönnum hvaðan þú kem-
ur og hvers konar persónuleiki þú sért“.
Kristján efar að við söngnám á íslandi sé lögð næg
áhersla á
tungumálaframburð, nema þá kannski þýsku, því hann
segir nokkra rækt lagða við að kenna söng á þýskum
ljóðum eftir Mozart, Wagner og Strauss.
„Gott og vel en þá verður þýskukunnáttan að vera í
lagi, en sama gildir að sjálfsögðu einnig um frönsku og
ítölsku“.
„Landlægur vandi íslenskra söngvara er,“ segir hann,
„að þeir geta ekki sungið Wagner, Verdi eða Puccini að
hluta, þessu veldur auðvitað að kennsla er ekki næg varð-
andi um hvernig þú átt að syngja hin ýmsu hlutverk og í
framhaldi af þessu er auðvitað sýnt að ekki er hægt að
setja upp söngverk Verdis eða dramatískan Puccini o.fl.,
með íslenskum söngvurum eingöngu.
Þessum tungumálaerfiðleikum hef ég ekki aðeins
536 Heima er bezt