Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 30
Um gengið skáld, Svein Hannesson frá Elivogum, orti
Rósberg:
Yjir hrjóstur oft þig bar;
ýmsa slóstu brýnu.
Stífur gjósur stökunnar
stóð frá brjósti þínu.
Kvöld
Vanga strýkur blíður blœr,
burtu víkur tregi,
friður ríkir fjær og nœr,
fögrum lýkur degi.
Ur vísnabréfi til gamallar konu:
Oft af grönnum efnum veitt,
en þó sönnust varstu,
er í könnu kaffi heitt,
komumönnum barstu.
Heiðrekur á sínum SAAB,
suður um bæinn œddi;
suma meiddi, suma drap,
suma bara hræddi.
Að lokum er eftirfarandi vísa, sem ég tel vera listaverk
í ljóði:
Geta hverja gróðurnál
glatt með von og trausti,
þeir sem eiga í sinni sál
sumarmál á hausti.
Vonandi hafið þið ánægju af að fara í gegnum þennan
vísnaþátt. Hittumst heil með nýjan hagyrðing eftir ára-
mót.
Dægurljóð
Senn er komið að jólum og öllu því, sem þeim fylgir.
Flest erum við heima á þessari mestu hátíð kristinna
manna. Jú, nema þau, sem fara til Kanaríeyja eða annarra
suðlægra staða. Um
leið losna þau hin sömu við allt jólatilhald og fyrirhöfn,
sem því fylgir hér heima, en verða þá um leið af ýmsu
því, sem feðragrundin getur veitt. Sjálfur hef ég verið
nokkur jól erlendis, og það var mikil upplifun, sem ég
geymi í huganum til endadægurs.
Áður en ég sný mér í alvöru að efni þáttarins, koma til-
kynningar. Guðrún Pétursdóttir í Árhvammi í Laxárdal,
S-Þing., biður um ljóð, sem þannig hefst:
Aleinn reika eg um dimman stig,
enginn veit minn harm né skilur mig.
Byggðir falla bjóða mér nú heim;
bið ég rætist óskin mín hjá þeim.
Kona ein hringdi vegna ljóðs, sem þannig hefst:
Heima vil ég vera,
því heima uni ég best.
Heima er best að vera,
því heima á ég flest.
Þar heima á ég mömmu,
og mörg ég systkin á,
og afa líka og ömmu,
sem allt mér vitja Ijá.
í ljóðinu „Sýn“, eftir Guðrúnu Hansdóttur, sem birtist í
októberheftinu, er villa í einu erindinu. Rétt er erindið
þannig eftir haft:
I sál minni ólga brimsins boðar
og brjóta um eyðisker.
Nú finn ég loks hvernig fegurð roðar
þaufiöll, sem migyfir ber.
Þá er komið að ljóðinu, sem ég birti brot úr í septem-
berheftinu. Bréf barst mér frá Sigrúnu Gunnlaugsdóttur á
Akranesi, og sendir hún mér ljóðið, sem þannig hljóðar:
Það var eitt kvöld um klukkan níu,
ra- ri- la la la la.
að ég fór út að finna píu,
ra-ri- la la la la.
Hún var ung og orkan fögur,
ekki feit og ekki mögur;
í framan dáldill fœgilögur,
ra- ri- la la la la.
Uppi á kvisti á hún heima,
ra- ri-----
afloka hún á að gleyma,
ra- ri-----
Hún er eini svanninn, sem ég
rölti til, þá aumur er ég,
ef að þá í fötin fer ég,
ra - ri ---
Stigann upp svo létt ég læddist,
ra- ri-----,
Hkt og þjófur, sem að hræddist,
ra- ri-----
Von í huga óðar datt mér;
inn um dyrnar hratt ég vatt mér,
en til baka einhver hratt mér,
ra- ri-----
542 Heima er bezt