Heima er bezt - 01.12.2002, Side 33
Stalheimshótelsins og horfði niður
yfir hrikaleg Stalheimsklifin í hinum
þrönga Næröyfirði?
Auðvitað var það allt þetta og margt
fleira sem nær ógerningur er að lýsa,
heldur verður fólk að sjá það með eig-
in augum, lifa það, finna nálægð þess,
hins salta sjávarlofts Færeyja eða
njóta lognkyrrðar norsku fjarðanna.
Ferðalagið til Skúfeyjar hófst fostu-
dagsmorguninn 14. júní með strand-
ferðaskipinu Teistunni frá Gömlurétt
til Flests og Skopunar á Sandey. Með-
an beðið var eftir áætlunarbátnum
Sildberanum, er annast ferðir milli
Sands og Skúfeyjar, var litast um á
Sandey og ekið til Flúsavíkur og
Skálavíkur. Það var á heimili Dals-
gaard hjónanna hér í Skálavík sem
Björn Jónsson ritstjóri skrifaði Fær-
eyjapistla sina fyrir nær heilli öld,
meðan hann beið ferðar heim til ís-
lands eftir að hafa orðið skipreika við
Sandey. Líklega eru pistlar Björns
þeir fyrstu um Færeyjar sem birst
hafa í íslensku blaði.
Á bryggjunni í Skúfey biðu gest-
gjafar okkar, hjónin Tummas (Tómas)
og Ingibjörg með Elísabetu dóttur
sinni og leiddu okkur upp bratta götu
til heimilis þeirra, þar sem beið okkar
hlaðið veisluborð með færeyskum
heimilismat. Á eftir gekk fjölskyldan
með okkur um byggðina þar sem búa
milli 50 og 60 manns. Litið var inn í
kirkjuna og rölt um götur og þrönga
stíga milli sérkennilegra og fallegra
húsa, sem svo mjög einkenna fær-
eyskar byggðir. Þarna nutum við fær-
eyskrar gestrisni og góðviðris milli
áætlunarferða Sildberans aftur yfir
Skúfeyjarfjörð til Sandeyjar. Annars
skulum við fletta minnisblöðum:
Þriðjudaginn 18. júní ókum við á
Vestfjarðarleiðarrútunni síðdegis frá
borði Norrænu í Bergen, inn til Harð-
angursfjarðar og var ferðinni heitið til
Eids-hótels við samnefndan fjörð.
Harðangursfjörður er einn af stór-
fjörðum Noregs. Hann er í raun heilt
fjarðakerfi er skerst til norðausturs
langt inn í landið og greinist síðan í
fjölda smærri Qarða þegar innar dreg-
ur. Inn í einn þeirra, Eiðsjforð, er ferð
okkar heitið að þessu sinni, en þar
eigum við vísa gistingu á fyrmefndu
Skúfeyjarbyggð, 14. júní 2002.
Götumynd frá Skúfey, með austur-
enda Sandeyjar í baksýn.
hóteli. Á leiðinni þangað fáum við
milt júníveður með skýjaböndum í
fjallahlíðum. Þrátt fyrir það leynir sér
ekki að Harðangursfjörðurinn er bæði
mikill og fagur. Ýmislegt veldur því.
Fjalllendið er tilkomumikið, skógar
ekki það rniklir að byrgi útsýn að ráði,
snotrar og gróðursælar byggðir á
ströndinni, sem njóta sín vel í björtu
og góðu veðri.
Þarna var ekið um staði eins og
Nordheimsund, Öystese, Steinstö, Al-
vik, Kvanndal, Folkedal, Granvin, Ul-
vik og Eide, þaðan um jarðgöng til
Gestgjafar okkar í Skúfey, hjónin
Tummas, Ingibjörg og Elísabet, dóttir
þeirra.
Eiðsfjarðar og síðan siglt með ferju
stutta leið yfir fjörðinn frá Brúnavík
til Brimness og komið um kvöldmat-
arleytið á hótelið okkar.
Víða á leiðinni eru ferðamannahótel
því margir sumarleyfisgestir leita
hingað í veðursældina, enda hefur
umhverfið upp á ýmislegt að bjóða.
Mörg þeirra eru með gönguferðir,
siglingar, flugferðir o.fl. í boði.
Vegurinn inn með firðinum er sums
staðar næstum fyllt utan í hamravegg-
ina en á öðrum stöðum hafa verið
grafin göng í gegnum bergið, en
Norðmenn hafa verið ötulir við jarð-
gangnagerð hin síðari ár og hafa þau
leyst margan glæfraveginn af hólmi.
Til gamans má geta þess að alls
ókum við í gegnum 110 göng í þess-
ari Noregsferð okkar og þau lengstu
voru 24,5 kílómetrar á lengd milli
Lærdal og Aurland, innarlega í Sogn-
firði.
Miðvikudagsmorguninn 19. júní
fórum við í skemmtilegan 12 kíló-
metra útúrkrók þegar við ókum inn í
hliðardal, norðan hótelsins, Simadal
að nafni, upp brattan vegaslóða með
ótal beygjum og loks um 2,2 kíló-
metra löng jarðgöng síðasta spölinn
að býlinu Kjeásen, er stendur þarna
eitt sér í litlu rjóðri í 600 metra hæð á
snarbröttu kjarrivöxnu hengiflugi.
Sannarlega mikill undrastaður og um-
hverfið allt stórbrotinn fjallaheimur.
Það er eins og andrúmsloftið sé
þrungið leyndardómum á slíkum
stöðum, sterkum, heitum og duldum,
Heima er bezt 545