Heima er bezt - 01.12.2002, Page 34
sem einkennast af öryggi og sterku
viljaþreki þeirra sem hér bjuggu áður
en bílvegurinn var lagður hingað upp
í Qabið um 1980, vegna virkjunar-
framkvæmda og einhvers staðar í iðr-
um jarðar var sjálft orkuverið, sem
framleiðir 1120 mw, sprengt inn í
sjálft fjallið og uppistöðulónið er upp
í fjalllendinu að baki, en ekkert af
þessu sést héðan Ifá Kjeásen-býlinu.
Nú mun þessi staður friðlýstur.
Ég sat um stund á verönd hússins,
hlustaði á raddir samferðafólksins á
tali við konu, sem þarna býr ennþá.
Til hliðar við hamrariðið, stutt ffá
gangnaopinu, mótar fyrir kröppu ein-
stigi ofan brattann, þar sem sums
staðar varð að nota stiga. A öðrum
stað hafði legið vírstrengur niður í
dalinn fyrir dráttarkláf vegna flutn-
ings að og frá býlinu.
Það var magnað að sitja þama á
þessari dalbrún í kyrrð og einveru og
rýna í sögu einhverrar hrikalegustu
byggðar vestanljalls í Noregi.
Eftir nokkra stund var haldið til
baka affur niður í EiðsQörð og inn í
botn hans þar sem bílvegurinn liggur
upp Mábodalinn og ekki linnt för fyrr
en upp á brúninni við Voringsfossinn.
Vegurinn upp dalinn liggur í mörg-
um kröppum beygjum og einnig víða
í jarógöngum, sem hafa bætt hann til
muna og sést það best á gamla vegin-
um þar sem víða mótar fyrir honum
til hliðar við þann nýja, enda var hann
talinn einn hrikalegasti vegur Noregs
þegar hann var lagður á sínum tíma
(1887-1914). Ekið var sem leið Iiggur
austur norðanverða Harðangursheiði,
eitt mesta ósnortna víðemi sem ennþá
finnst á meginlandi Evrópu, um 7500
ferkílómetar og nú hefúr stór hluti
þess verið friðaður. Hins vegar mun-
um við íslendingar eiga enn um sinn
það stærsta, norðan Vatnajökuls.
Þama var fremur svalt í veðri en
Harangursjökullinn (1861 m) ekki
langt undan.
Eftir því sem austar kom á þessu
fremur kuldalega hálendi, sem ekið
var um fyrrihluta dagsins, breytti
smátt og smátt um svip. Þarna var
mikið dýralíf og fóru feróamenn að
leggja leið sína um þessar slóðir á of-
anverðri 19. öld og árið 1875 reisti
Bjartmar bílstjóri, Baldur og Guð-
mundur við söluturn í Tjörnuvík á
Austurey.
Den norske turistforening þarna
ferðamannaskála.
Næst stönsuðum við í Geilo, þekkt-
um vetrardvalarstað, sunnanvert við
Hallingskarvet, mikla ljallabreiðu
sem ber blátt og hvítt við tæran ljarsk-
ann. Nokkru austar var áð í Gol áður
en haldið var niður Hallingdal til Hö-
nefoss og síðan Oslóar.
Margir kannast við „Hallinginn“,
einn elsta og sérkennilegasta norræna
þjóðdansinn, en hér munu vera heim-
kynni hans.
A leið nióur Hallingdalinn liggur
vegurinn víða um skóglendi, gegnum
snotrar byggðir meðfram niðandi ám
og blátærum stöðuvötnum. í Osló
beið okkar gott hótel, „First Hotels
Millennium“, og var staðsett í mið-
borginni.
Eftir kvöldverð fóru nokkur okkar í
gönguferð um nágrennið. Einhver
hefúr sagt að Islendingurinn sé hvergi
útlendari en í Noregi, þegar hann
rennur inn í mannhaf borgarinnar við
víkina, sérstaklega á Karl Johan, þar
Gömlu verslunarhúsin við Austurvog í Þórshöfn í dag (2002) og sömu hús og
umhverfi þeirra fyrir einni öld.
546 Heima er bezt