Heima er bezt - 01.12.2002, Side 37
Framhaldssaga, 13. hluti
- Við beitningarskúrinn, svara bræðurnir samtímis. -
Veðrið var svo gott að okkur þótti betra að stokka upp
línuna fyrir utan skúrinn en inni í honum, útskýrir Bjarki.
- Og hvaða tungumál talaði þessi náungi, spyr Bóas
Jensen að bragði.
- Hann talaði aðallega norsku en sum orðin á íslensku
og við skildum allt sem hann sagði. Guðríður amma hef-
ur oft talað við okkur norsku og kennt okkur hvað orðin
þýddu á íslensku. Hún segist vilja halda við norskunni,
svarar Bjarki og bróðir hans kinkar kolli til samþykkis.
- O, jæja, ætli hún geri það nú mikið lengur, blessunin,
segir Bóas Jensen og svipur hans daprast. - En látið mig
heyra, drengir mínir, hvað sá norski hafði að segja við
ykkur á þessum tveimur tungumálum.
- Já, pabbi, svarar Birkir. - Hann spurði hvað við hét-
um. Bjarki sgði honum það. Honum fannst nöfnin okkar
falleg. Hann kvaðst heita Jensen. Bjarki sagði að pabbi
okkar héti líka Jensen. Norðmanninum þótti gaman að
heyra það, að hann ætti nafna á íslandi og þá vildi hann
næst fá að vita hvað afar okkar og ömmur hétu. Bjarki
sagði honum að við ættum ekki nema einn afa, Véstein
afa í sveitinn, en tvær ömmur, Hallfríði ömmu í sveitinn
og Guðríði ömmu, sem væri heima hjá okkur, en hann
svaraði því að þeir sem ættu tvær ömmur hlytu líka að
hafa eignast tvo afa.
- Já, mikið rétt ályktað hjá honum, segir Bóas Jensen,
eilítið sposkur á svip. - En voruð þið þar með búnir að
metta þennan fróðleiksþyrsta ferðamann af innlendum
fréttum?
- Ég veit það ekki, pabbi, svarar Bjarki, - en hann
langaði til þess að hitta þig, nafna sinn á íslandi.
Ingibjörg
Siguröardóttir
- Ja, þú segir nokkuð, drengur minn. Og hvert fór hann
svo, manntetrið, spyr Bóas Jensen og rödd hans leynir
ekki vaxandi áhuga hans fyrir ferðamanninum.
- Hann sagðist ætla í skoðunarferð um þorpið og næsta
nágrenni þess, svarar Bjarki. - Ég hélt að maðurinn væri
ókunnugur hérna í Súlnavogi og bauð honum fylgd og
leiðsögn um staðinn en hann afþakkaði það og sagðist
hafa komið hér áður, en við skyldum hittast á eftir þegar
þú værir kominn af sjónum, pabbi.
- Jæja, sá norski hefur þá komið hér áður, segir Bóas
Jensen eins og við sjálfan sig. Myndarlegar, íjarstæðu-
kenndar draumsýnir læðast fram í vitund hans. Þetta
skyldi þó ekki vera ... Nei, nei, það getur ekki verið, því-
líkir hugarórar í honum, fullorðnum manni. En hann vill
gjarnan líta þennan nossara augum, fyrst áhugi þeirra fyr-
ir því að hittast, er gagnkvæmur.
Þeir feðgarnir þrír eru komnir miðja vegu heim á leið
og ganga rólega, allir þungt hugsi. En skyndilega nemur
Birkir staðar.
- Þarna kemur ferðamaðurinn, hann er á leið hingað
niður eftir, segir hann með ákafa í röddinni. - Eigum við
ekki að hitta hann núna, pabbi?
Heima er bezt 549