Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 38

Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 38
Bóas Jensen og Bjarki nema líka staðar og festa augu á einkennisklæddum vegfaranda, sem gengur rösklega í átt- ina til þeirra. - Jú, svarar Bóas Jensen, - best að ljúka því af áður en lengra er haldið. Og þeir hinkra við. Jensen skipstjóri horfir yfir þorpið. Þar er engan sveíhbæ að sjá lengur, heldur iðandi mann- líf, einkum þó niður við höfnina. Fiskibátarnir eru senni- lega allir komnir að landi og þar með faðir tvíburabræðr- anna Birkis og Bjarka, hugsar Jensen skipstjóri, en þann mann langar hann að líta augum áður en hann siglir end- anlega héðan á brott. Athygli hans beinist nú að þremur mönnum sem standa utan vegar, á tali, spölkorn frá honum, og við nánari íhugun þekkir hann þar tvíburabræðurna, viðmælendur sína frá beitningarskúrnum. En maðurinn sem stendur hjá þeim, hver er hann? Skyldi sá vera faðir þeirra? Jensen skipstjóri greikkar sporið og brátt stendur hann augliti til auglitis við þá þremenningana. Djúp þögn ríkir örfá and- artök. Bóas Jensen mælir komumann með augunum. Þetta er glæsilegur, eldri maður, hugsar hann og eftir út- liti að dæma, á þeim aldri að hann gæti verið ... Aður óþekkt tilfinning fer um brjóst Bóasar Jensen. En Bjarki rýfur nú þögnina: - Pabbi, þetta er Jensen nafni þinn frá Noregi, sem við Birkir vorum búnir að segja þér frá, upplýsir hann hróð- ugur. Ferðamaðurinn réttir Bóasi Jensen höndina. - Sonur þinn er búinn að kynna okkur, segir hann virðulegur og háttvís í fasi. - Komdu sæll. Bóas Jensen tekur þétt í framrétta hönd ferðamannsins. - Sæll vertu, svarar hann festulega. Jensen skipstjóri brosir til tvíburanna. - Ég var heppinn að hitta þessa skýru og þjóðlegu ungu menn, við komuna hingað. Ég er fróðari eftir, segir hann þýðum rómi. - Já, svarar Bóas Jensen, - þar bar vel í veiði og mér hefur heyrst að þeim hafi engu síður þótt fengur í því að kynnast norskum ferðamanni. Slíkir eru ekki tíðir gestir á seinni árum, hér í Súlnavogi, en að sögn bræðranna hefur þú komið hingað áður. - Já, endur fýrir löngu, tvö sumur í röð, þá ungur mat- sveinn á norsku síldveiðiskipi, svarar Jensen skipstjóri með tregahreim í rómi. - Áttu þá ekki einhveija gamla kunningja hér í Súlna- vogi, sem þú hefðir gaman af að hitta, spyr Bóas Jensen glaðlega. Ferðamaðurinn hristir höfuðið. - Nei, enga. Ég kynntist ungri stúlku fýrra sumarið og henni einni. Sumarið eftir var hún farin, svarar hann af hreinskilni og augu hans verða fjarræn og döpur. Bóas Jensen efast nú ekki um það lengur hver maður- inn er og þar sem hann er lítið fyrir orðalengingar og sýndarmennsku, spyr hann hreint út: - Hvað hét þessi stúlka, með leyfi? - Hún hét Guðríður, en ég kallaði hana alltaf Gurrý, svarar Jensen skipstjóri háttvíslega. Honum er þetta ekk- ert leyndarmál hér á þessum stað. - Guðríður, eins og amma okkar, grípur Bjarki fram í samræðuna. - Hún Guðríður amma átti lengi heima út í Norge, eins og hún segir, áður en hún kom til okkar og þess vegna kann hún að tala norsku og hefur kennt okkur Birki hvað orðin þýða á íslensku. Jensen skipstjóri lítur á Bóas Jensen og spyr með eilít- illi undrun í rómi: - Bjó móðir þín í mörg ár á norskri grund? - Ja, bjó, ég veit ekki hvort það er rétta orðið, en hún dvaldi þar í landi öll mín uppvaxtarár, svarar Bóas Jensen hispurslaust. - Ert þú þá alinn upp í Noregi, spyr Jensen skipstjóri og hann furðar sig á því ef svo hefur verið, hvað viðmæl- andi hans talar hreina íslensku. - Nei, þangað hef ég aldrei komið, svarar Bóas Jensen festulega. - En við skulum ekki standa hér lengur á ber- angri. Má ég ekki bjóða langferðamanninum að koma heim með okkur feðgunum og þiggja hressingu? Hver veit nema málin kunni að skýrast þar enn betur. - Þakka þér fyrir, svarar Jensen skipstjóri hæverskur í bragði. - Ef þú heldur að óvænt gestakoma eins og mín, valdi ekki óþægindum á heimili þínu, þá þigg ég boð þitt. - Óþægindum! Nei, langt í frá. Góðir gestir eru alltaf gleðigjafar, svarar Bóas Jensen hressum, sannfærandi rómi. - Móðir mín er því miður orðin rúmfost en þótt lík- amskraftar séu á þrotum, þá er minni hennar í góðu lagi og ekki síst hvað fortíðinni við kemur og hún hefur áreið- anlega ánægju af því að heyra mælt á norska tungu. Jensen skipstjóri brosir þakklátur til þessa gestrisna ís- lendings en svarar ekki á annan hátt síðustu orðum hans. Fjórmenningarnir halda þegar af stað og fara greitt. Og brátt eru þeir komnir á leiðarenda. * * * Hlýir geislar hnígandi sólar falla inn um opinn glugga á vistlegri sjúkrastofti Guðríðar Ólafsdóttur. Gamla konan hvílir á mjúkum beði, björt yfirlitum og horfir brosmild- um augum á geislana, sem leika um drifhvítt rekkjulínið. Margþættar hugrenningar vakna hjá henni í síðdegis- kyrrðinni, sem umlykur hana. Þrátt fyrir þymum stráða ævigöngu er þakklæti til Guðs og góðra manna ríkasti þátturinn í huga hennar, nú í seinni tíð. Hún hefur lifað góð ár á heimili sonar síns og tengdadóttur og börnin þeirra hafa veitt henni ómælda ánægju. Bergrós hjúkxun- arkona, sonardóttir hennar, er nýkomin í sumarleyfi og ætlar að eyða því hér heima og hjúkra gamalli ömmu sinni. En þótt hún hafi hlotið öruggt skjól og hvíld efitir stormasama ævi, ber hún þunga sök í hjarta, sem hún fær aldrei bætt fyrir. Jensen, eini elskhugi lífs hennar, fær aldrei að vita um tilveru sonar síns á Islandi og Bóas aldrei að kynnast föður sínum og hún á alla sök á þessu. Sólargeislarnir ná ekki lengur að skína inn um glugg- ann til Guðríðar, depurð færist yfir svip hennar. Hún er 550 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.