Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2002, Síða 39

Heima er bezt - 01.12.2002, Síða 39
senn dæmd úr leik jarðneskrar tilveru og þessi himin- hrópandi misgjörð hennar við fornan elskhuga sinn og einkason, fer óbætt með henni í gröfina. Guð hjálpi mér, stynur hún sárlega, og augu hennar döggvast tárum. * * * Jensen skipstjóri hefur notið rausnarlegra veitinga hjá Sölvínu húsfreyju, ásamt manni hennar og sonum og ekki fundið að óvænt koma hans hafi valdið neinum óþægind- um á heimilinu. Bóas Jensen rís fyrstur frá borðum. - Er Bergrós inni hjá mömmu, Sölvína, spyr hann og lítur á konu sína. - Nei, svarar Sölvína. - Mamma þín bað hana að fara fyrir sig fram að Ármótum með skilaboð til séra Grím- kels og hún var nýfarin þegar þið komuð hingað heim. - Jæja, gamla konan er þá ein, segir Bóas Jensen. - Ég ætla að líta inn til hennar og segja henni frá gesti okkar úr ijarlægu landi, ef vera kynni að hún kannaðist við mann- inn, og sjá og heyra viðbrögðin. Hann lítur brosmildum augum til gestsins og gengur á brott. Bóas Jensen drepur að dyrum á sjúkrastofu móður sinnar og opnar þær með hægð. Guðríður strýkur í flýti hönd yfir augu og rennir þeim til dyranna. Bóas minn, þetta ert þú, segir hún með feginshreim í röddu. - Velkominn heinr af sjónum. - Þakka þér fyrir, mamma, svarar hann glaður í bragði. - En hvernig hefur þér liðið á þessum degi, móðir góð, spyr hann hlýjum rómi og tekur holdgranna hönd hennar, sem hvílir ofan á sænginni, í sterklegar hendur sínar og þrýstir hana nrjúklega. - Mér, góði minn? Það er ekki hægt að veita betri um- önnun en ég fæ, segir hún en svarar ekki spurningu hans beint. - Ég þarf að ná tali af séra Grímkeli og Bergrós mín blessunin fór með þau skilaboð heim til hans. Ég sagði henni að vera ekkert að flýta sér, hún hefði gaman af því að staldra við stundarkorn hjá þessu vinafólki sínu á prestsetrinu. - Já, hún hefur það vafalaust, og séra Grímkell sinnir orðsendingu þinni mjög bráðlega, þekki ég hann rétt, svarar Bóas Jensen sannfærandi. - En hér á bæ er staddur gestur, langt að kominn, og hann langar til að hitta þig, mamma, ef þú treystir þér til þess að taka á móti honum. - Gestur, langt að kominn, sem vill hitta mig! Ja, hver getur það verið? Gamla konan horfir í undrun og spurn á son sinn. - Maður þessi kveðst heita Jensen og vera af norsku þjóðerni, svarar Bóas Jensen með hægð. - Kannast þú nokkuð við það? - Jensen! Jensen, faðir þinn!? Nei, slíkt er óhugsandi, segir Guðríður dapurlega. - Hvað er óhugsandi, mamma? Skip mannsins liggur við festar hérna úti á voginum, en líklega er hann ekki lengur matsveinn um borð, heldur skipstjóri, upplýsir Bóas Jensen móður sína með öruggri vissu. - Jensen kominn, nei, það getur varla verið, segir gamla konan, eins og hún þori ekki að trúa eigin eyrum. - Jú, mamma, hann er staddur hér, fullyrðir Bóas Jen- sen og rís á fætur. - Jæja, bjóddu þá föður þínum að koma hingað inn til mín, segir Guðriður og eftirvænting leynir sér ekki í rödd hennar. Hún sest snarlega upp í rekkjunni og hagræðir sér í sæti, en slíkt hefur hún ekki gert að undanförnu. Bóas Jensen hverfur fram úr sjúkrastofunni og flytur gestinum boð móður sinnar. Jensen skipstjóri gengur þegar í fylgd Bóasar Jensen inn að rekkju Guðríðar og nemur þar staðar. Nokkur andartök horfa fornir elskendur í djúpri þögn hvort á annað og mega ekki mæla. Þetta er stór stund í lífi beggja. Sá fyrsti og eini ástareldur, sem endur fyrir löngu kviknaði í ungum hjörtum þeirra og logaði glatt á stopulum samfundum í Edenslundi ís- lenskrar foldar, hefur aldrei kulnað út í margslungnu and- streymi og holskeflum liðinnar ævi, glæðurnar eru enn á sínum stað. Jensen skipstjóri verður fýrri til að rjúfa þögnina: - Komdu sæl, Gurrý, segir hann þýtt og rólega og réttir henni höndina. - Sæll, Jensen, svarar Guðríður hljóðlátri röddu og tek- ur í framrétta hönd hans en jafnframt verður hún þess vísari að hann ber ekki hring á hægri hönd. Hún bendir honum á auðan stól við rekkjustokkinn og hann tekur sér sæti. Bóas Jensen dregur sig nú í hlé en ætlar þó að fylgj- ast með framvindu mála á þessum vettvangi. Hann tekur sér stöðu við stofugluggann og beinir sjónum sínum út í sumarkvöldið, sem óðum færist yfir láð og lög. Jensen skipstjóri horfir hlýjum augum á fornástvinu sína og segir hæversklega: - Ekki átti ég þá von í brjósti, þegar ég steig hér á land á þessum degi, að ég fengi að sjá þig, Gurrý. En tvíbura- bræðurnir, sem ég hitti fyrst eftir landtökuna og síðar fað- ir þeirra, sonur þinn, tóku mér einstaklega vel og buðu mér svo hingað heim. - Sonur okkar, Jensen, upplýsir Guðríður hann og legg- ur þunga áherslu á orð sín. - Sonur okkar, tekur Jensen skipstjóri upp eftir henni. - Af hverju sagðirðu mér ekki frá því áður en leiðir okkar skildu, að þú bærir barn mitt undir brjóstum? Skýrðu þetta nánar fyrir mér, Gurrý. - Já, Jensen, það er ofur einfalt. Ég hafði ekki sjálf hugmynd um þetta fyrr en nokkru eftir að þú varst farinn heim af Islandsmiðum. Húsmóður mína grunaði þetta fyrst af öllum, en sökum fáfræði minnar í þessum efnum, rak hún mig til læknis og hann staðfesti grun hennar, svarar Guðríður döprum rómi. - Ég á þá son, segir Jensen skipstjóri og rödd hans lýsir í senn undrun og gleði. - Já, þú mátt trúa því að Bóas er sonur þinn, Jensen, svarar Guðríður festulega. - Mér kemur ekki til hugar að draga orð þín í efa, Gurrý, segir Jensen skipstjóri og rís úr sæti. Hann gengur að glugganum til Bóasar Jensen, og ávarpar hann þýðum rómi: Heima er bezt 551

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.