Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2002, Page 40

Heima er bezt - 01.12.2002, Page 40
- Sonur minn. - Já, svarar Bóas Jensen með hægð og snýr sér frá glugganum. Sárar endurminningar frá uppvaxtarárunum líða í leiftursýn fyrir hugarsjónir hans. Honum fannst það skrýtið að hann skyldi ekki eiga mömmu og pabba eins og öll önnur börn, sem hann umgekkst, en nú loks hefur hann fengið að heyra fullnaðarsvarið við forsendum þess. Hann mætir augum föður síns, hlýjum og drengilegum, föðurs, sem hafði enga hugmynd um tilveru sonar síns fyrr en á þessari stundu og þeir fallast í faðma. Tímaskeið óvæntrar hamingju er runnið upp í lífi þeirra beggja. En Jensen skipstjóri þarf að fá að vita forsöguna alla, frá því að sonur hans leit fyrst dagsins ljós og þar til hann varð sjálfbjarga maður. Var Gurrý einstæð móðir í upp- eldishlutverki sínu eða skópu fleiri örlög sonar hans á þroskaárunum og hveijum skuldar hann þá hlut sinn í framfærslu drengsins. Þetta verður hann að fá á hreint, því sú skuld verður greidd upp á eyri. Jensen skipstjóri tekur sér að nýju sæti við rekkju Guð- ríðar og ber prúðmannlega fram ígrundaðar spurningar sínar um fortíð sonar þeirra. Guðríður er tilbúin að skýra honum frá því litla sem hún veit um uppeldi drengsins og einnig eigin örlögum, því viðkomandi. En Bóas Jensen langar ekki til þess að hlýða á þá sögu í endursögn móður sinnar og hann segir rólega: - Ég læt ykkur foreldra mína eina um stund. Þið hafið eflaust margt að ræða og viljið næði til þess. Hann brosir til þeirra og hverfur fram úr sjúkrastof- unni. Guðríður er orðin þreytt af að sitja upp í rekkjunni, hallar höfðinu á koddann og hagræðir sér í hvílunni. Jen- sen skipstjóri tekur hönd hennar í sínar og þrýstir hana hlýtt og traustvekjandi. Og Guðríður hefur frásögn sína. Hún skýrir honum í stórum dráttum frá algjöru munaðar- leysi sínu undir þessum kringumstæðum og hvað hún hefði álitið að væri barninu fyrir bestu á meðan hún færi og leitaði að föður þess og hún talið jafnframt alveg ör- uggt að strax og hún hefði fundið hann mundu þau bæði koma og sækja drenginn. Hún kveðst hafa borið það óbilandi traust til húsbænda sinna að þau létu barnið ekki frá sér fara þegar hún væri horfin á braut, en biðu þess að hún kæmi að sækja það. Næst lýsir hún íjáröflun sinni fyrir Noregsförinni og hvernig henni vegnaði þar í landi fýrstu árin, á meðan leit hennar að barnsföðurnum stóð yfir og hann hefði hún ætlað að finna þótt hún þyrfti að ganga Noreg endilang- an, frá syðsta tanga að nyrsta útskeri. Guðríður andvarpar og tekur sér málhvíld. Jensen skipstjóri bíður rólegur eftir framhaldi þessarar raunalegu frásagnar, sem snertir hann bæði sárt og djúpt. En Guðríður tekur brátt þráðinn upp að nýju og segir döprum rómi: - Svo rann sá dagur upp, sem batt skjótan endi á leit mína og skipti sköpum í lífi mínu. Ég var komin norður til Bjarnaríjarðar og hafði starfað þar um skeið. Eímrædd- an dag var ég í helgarleyfi og hugðist nýta það vel í leit minni. Ég var á gangi norðarlega í þorpinu er ómur af há- tiðlegri tónlist barst skyndilega að eyrum mér, organleik- ur, brúðarmars, flug mér í hug. Ég nam staðar og litaðist um. Jú, ég var stödd spölkorn frá þorpskirkjunni og það- an bárust þessir ljúfu tónar. í næstu andrá var kirkjudyr- unum lokið upp og skartklædd brúðhjón komu í augsýn. Nokkrar bifreiðar stóðu spölkorn fyrir ofan götuna þar sem ég var stödd og brúðhjónin leiddust að einni þeirra, glæsivagni, en brúðguminn kom mér strax eitthvað kunn- uglega fyrir sjónir. Hann hjálpaði brúði sinni að stíga upp í glæsivagninn en leit svo eldsnöggt í áttina þangað sem ég stóð, og eitt andartak sá ég greinilega andlit hans og ljósa, hrokkna hárið. Ég þurfti ekki að velkjast í neinum vafa. Þetta var hann, sem ég leitaði að, Jensen, faðir drengsins míns. Brúðguminn lyfti sér léttilega upp í sætið við hlið brúð- arinnar og glæsivagninn ók á brott. A þeirri stundu hrundi líf mitt líkt og spilaborg og ég stóð eftir á nöktum grunni. Framhald í næsta blaði 552 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.