Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 5

Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 5
Rit Mógilsár 5 áhrif á erfða blöndun með skyldu efni (fjall drapi, inn lendir birki skógar, birki skógar Evrópu)? Var það önnur erfða samsetning birkis sem náði fót festu við land nám birkis í Bæjar stað en annars staðar á Íslandi? Þessara spurninga o.fl. mætti spyrja fyrir hvern afmarkaðan birkiskóg á Íslandi og velta fyrir sér hvort fyrst og fremst staðbundnar aðstæður ráði getu skóganna til vaxtar og þar með kolefnisbindingar eða hvort arfbundnir eiginleikar skipti mestu máli. Síðan má ætla, að hlýnun loftslags af mannavöldum geti haft áhrif á getu einstakra erfðahópa birkis til þess að vaxa og dafna á landinu. Markmið tilraunarinnar Meginmarkmið tilraunarinnar var að finna út hvaða íslensku kvæmi væru hæfust til að lifa og dafna við hin fjölbreyttustu skilyrði með því að mæla rífl ega 20 ára gamla kvæmatilraun. Sundurliðuð mark mið voru að finna hvort munur væri á kvæmum, tilrauna- stöðum og samspili milli kvæma og tilraunastaða m.t.t. a) lifunar, b) lífmassa, c) þoli gagnvart birkiryði (Melampsoridium betulinum) og d) fræmyndunar. vorið 1998 (2. mynd; tafla 1). Tilraunirnar voru settar upp í 5 blokkir með 15 plöntum af hverju kvæmi í endurtekningu innan hverrar blokkar nema á Læk þar sem endurtekningin var 20 plöntur. Efni og aðferðir Kvæmi, tilraunastaðir og tilraunaskipulag Til að greina í sundur áhrif umhverfis og erfða á mælan lega eiginleika mismunandi kvæma birkis var sett á fót umfangsmikil kvæmatilraun þar sem prófuð voru 50 íslensk kvæmi á 9 stöðum á landinu 2. mynd. Rauðir punktar eru tilraunastaðirnir og þeir sem eru með hring voru mældir 2020/2021. Grænu punktarnir sýna kvæmin sem voru prófuð. Rammarnir afmarka landið í fjóra landshluta; NV (rauður), NA (blár), SA (grænn) og SV (gulur).

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.