Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 14

Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 14
14 Rit Mógilsár Þó svo að mestur hluti birkiskóganna á Íslandi hafi eyðst frá landnámi má finna birkiskógaleifar á stangli í öllum landshlutum. Því má álykta að erfðabreyti leiki hafi viðhaldist betur en samdrátturinn í útbreiðslu birkis frá landnámi gefur til kynna. Áhrif loftslagsbreytinga á birkið í nánustu framtíð er erfitt að sjá fyrir en líklegt er að þessar breytingar muni frekar henta stofn um sem eru aðlagaðir mild- um vetrum og úr komu en hálendis stofnar inn til landsins muni síður halda velli. Einnig þarf að huga að mótvægis aðgerðum gagnvart nýjum meindýrum á borð við birki kembu (Eriocrania unimaculella) og birki þélu (Scolioneura betuleti) og samspili þeirra við loftslags breytingar (Hrafnkelsdóttir & Halldórsson, 2020). Vísbend ingar eru um að t.d. birkikemba leggist mis þungt á einstök kvæmi (Brynja Hrafnkelsdóttir o.fl., 2017). Góð leið til að halda í erfðabreytileikann, og efla með því mögu leika birkisins til aðlögunar, er að tryggja að birki um land allt fái tækifæri til að vaxa í friði og við hag felldar aðstæður til að sá sér út með fræi. Þannig verða til nýjar arfgerðir og einhverjar þeirra munu e.t.v. skara fram úr. Einangraðir stofnar með litla erfðafjölbreytni gætu átt undir högg að sækja í breyttu loftslagi og mögu- lega er markviss erfðablöndun með stofnum sem hafa meiri erfðabreytileika (assisted migration), leið til að varðveita gen slíkra stofna í skógi fram tíðar- innar (Ste-Marie o.fl., 2011). Sem dæmi má nefna stórt rannsóknaverkefni í Kanada sem miðar að réttu vali erfðaefnis ýmissa trjátegunda til gróður setningar fyrir framtíðarloftslag hvers svæðis eftir 60-80 ár (Assisted Migration Adaptation Trial). Finnar, Svíar og Norð menn hafa sameiginlega þróað leið beiningar um flutning kvæma rauðgrenis til norðurs til að mæta loftslagsbreytingum með betur aðlöguðum efni við (Liziniewicz o.fl., 2023). Við notkun birkis til skógræktar þarf í senn að nota efnivið sem hæfir markmiðum ræktunarinnar og hefur umtals verðan erfðabreytileika til að takast á við ófyrir séðar loftslagsbreytingar. Embla virðist vera að skila kynbóta ávinningi og við frekari kyn bætur ætti tvímæla laust að byggja áfram á þeim ávinningi og bæta inn erfðaefni frá öflugum stofn um eins og Steinadal, Þingvöllum og Þórsmörk til að þróa birki sem hentar almennt á láglendi Íslands. Slík inn blöndun myndi auka erfðabreytileika í gróður- settu birki og auka líkur á aðlögun tegundar innar gagnvart breytilegu umhverfi, t.d. vegna loftslags- breytinga. Innblöndun erfðaefnis frá suð lægari lönd- um gæti líka verið valkostur til að auka lífslíkur birkis- ins ef loftslagsbreytingar verða verulegar. Ljóst er að mikill breytileiki er á íslensku birki innan kvæma, milli kvæma og milli landshluta. Því ætti að vera auðvelt að kynbæta það fyrir eiginleikum sem sóst er eftir án þess að fórna erfðabreytileika. Ekki er víst að sami efniviður henti fyrir hálendis- brúnina þar sem vaxtartíminn er styttri samanborið við láglendi. Æskilegt er að fram fari kvæmatilraunir með birki í meiri hæð yfir sjó til að meta hvaða efniviður hentar best við slíkar aðstæður. Þakkir Í tilefni af fimmtíu ára afmæli sínu veitti Rarik styrk til rannsóknarverkefnisins árið 1998 þegar gróðursett voru fimmtíu birkikvæmi í því sem síðan hefur geng ið undir heitinu Rarik-tilraunin. Fyrirtækinu eru færðar sérstakar þakkir fyrir stuðn inginn. Sömu leiðis er vert að þakka Karli S. Gunnars syni og Þórði Þórðar- syni fyrir vandaða vinnu við að setja út til raun irnar á sínum tíma ásamt Hrefnu Jóhannesdóttur, þáver- andi skógfræði nema, og sumar starfsfólki. Sig valdi Ásgeirs son og Snorri Baldursson, sem nú eru báðir látnir, sáu um fræsöfnun ásamt Aðal steini Sigur geirs- syni. Þuríður Yngva dóttir og Þórarinn Benedikz sáu svo um að skrásetja og spírunar prófa öll fræsýnin. Það var ærið verkefni, því á hverjum söfnunar stað var safnað af tíu fræ mæðrum og gæta þurfti þess að hafa hlut föllin jöfn í hverju kvæmi, þótt spírunar- prósentan væri æði misjöfn — jafnvel innan kvæma. Þeim ber að þakka en ekki síður þeim sem tóku þátt í mæl ingum tilraunanna með höfundum þessarar greinar, sérstaklega þeim Rakel J. Jónsdóttur og Jó- hönnu Berg rúnar Ólafs dóttur. Síðast en ekki síst er Sæ mundi Þorvalds syni og Kristjáni Jóns syni þakkað fyrir mæl ingar á tilrauninni á Læk, sem þeir sáu einir um.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.