Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 8

Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 8
8 Rit Mógilsár um að vera normaldreifð. Óparametrískar aðferðir við greiningu gagna gáfu mjög svipaðar niðurstöður um marktækan mun milli kvæma svo ákveðið var að nota hefðbundna fervikagreiningu við úrvinnslu gagna þrátt fyrir að skilyrði um normaldreifingu væri ekki uppfyllt. Ef fervikagreining leiddi í ljós samspilsáhrif milli tilraunastaðar og kvæma var skoðuð fylgni kvæma milli staða fyrir viðkomandi eiginleika. Tekið var mið af marktækri fylgni við frekari greiningu gagnanna. Reiknuð voru meðaltöl kvæma ásamt staðalskekkju sameiginlega fyrir staði með marktæka fylgni en sér fyrir staði sem sýndu umtalsverð frávik frá öðrum tilraunastöðum. Við samanburð kvæma þar sem meðaltöl eru byggð á fleiri en einum tilraunastað, var einungis reiknað fyrir sameiginleg kvæmi. Þegar reiknað var fyrir einstaka staði var byggt á öllum kvæmum sem voru prófuð á viðkomandi tilraunastað. Niðurstöður Heildarlifun í tilraununum var nokkuð breytileg eða 25% á Fagurhólsmýri, 55% á Læk, 74% í Varmadal og á Hjaltastað en einungis 11% á Haukadalsheiði. Reiknuð var fylgni í einkunnum kvæma milli staða til að meta hvort kvæmin röðuðust ólíkt eftir því hvar þau væru gróðursett (tafla 3). Tafla 3. Fylgni (R2) milli staða fyrir einkunnir kvæma fyrir mismunandi eiginleika. Rautt skáletur táknar að fylgni sé marktæk (p<0,05). Lifun Fagurhólsmýri Hjaltastaður Lækur Varmadalur Hjaltastaður 0,323 Lækur 0,354 0,553 Varmidalur 0,708 0,450 0,515 Haukadalsheiði 0,732 0,377 0,397 0,749 Fræ Fagurhólsmýri Hjaltastaður Lækur Hjaltastaður 0,725 Lækur 0,426 0,722 Varmidalur 0,757 0,896 0,737 Rúmmál Fagurhólsmýri Hjaltastaður Lækur Hjaltastaður 0,249 Lækur 0,203 0,641 Varmidalur 0,662 0,576 0,422 Fjöldi stofna Fagurhólsmýri Hjaltastaður Lækur Hjaltastaður 0,148 Lækur 0,216 0,384 Varmidalur 0,350 0,567 0,545 Ryð Fagurhólsmýri Varmidalur 0,297 Fylgni milli staða er ávallt jákvæð og oftast mark- tæk; t.d. er marktæk fylgni milli allra staða fyrir fræ- myndun. Fyrir aðra eiginleika er helst skortur á fylgni milli Fagurhólsmýrar annars vegar og Hjalta staðar og Lækjar hins vegar. Fagurhólsmýri, Haukadalsheiði og Varmadal var sleg ið saman í greiningu fyrir lifun (3. mynd) en Hjalta staður og Lækur greindir sérstaklega (4. og 5. mynd).

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.