Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 3

Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 3
Rit Mógilsár 3 Ræktunaröryggi, vöxtur, fræmyndun og heilbrigði kvæma íslensks birkis Brynjar Skúlason1*, Brynja Hrafnkelsdóttir1 og Aðalsteinn Sigurgeirsson2 1 Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar 2 Skógræktin * Skógræktin, Gömlu-Gróðrarstöðinni, is-600 Akureyri, brynjar.skulason@skogur.is Samantekt Íslensku birkiskógarnir eru breytilegir að hæð og gerð. Erfitt getur reynst að greina hvað þar ræður mestu, arfbundnir eiginleikar eða staðbundnar umhverfis aðstæður. Vorið 1998 var sett út kvæma- tilraun með 50 kvæmum, gróðursett á níu mismun- andi tilraunastaði og voru fimm þeirra mældir árin 2020 og 2021. Hæð og þvermál plantnanna var mælt auk þess að lifun, ryðmyndun og fræmagn var metið. Jákvæð fylgni var fyrir alla eiginleika í einkunnum kvæma milli tilraunastaða og oftar en ekki marktæk sem bendir til að eiginleikarnir stýrist af arfgerð fremur en umhverfi. Mjög góð fylgni fannst á milli sunn lensku tilraunastaðanna í lifun, þar sem kvæmið Steina dalur er afgerandi best og kvæmin frá Suðaustur- og Suðvesturlandi raðast nánast öll fyrir ofan kvæmin frá Norðaustur- og Norðvestur landi. Röðun kvæma í lifun er breytilegri á tilraunastöðum á Norður landi og á Vest fjörðum. Bæjarstaða birki og skyldir stofnar hafa al mennt mestan lífmassa og kvæmin frá Suðaustur- og Norðausturlandi hafa fæsta auka stofna. Skýrustu niður stöðurnar eru fyrir fræ myndun og ryð þol þar sem birkið frá Suðaustur- landi hefur yfirburði í ríkulegri fræmyndun og besta þolið gagn vart birkiryði. Við notkun birkis fyrir lág- lendi Íslands má nýta þann kynbóta ávinning sem yrkið Embla sýnir og auka erfða breytileikann með því að bæta klónum inn í þýðið frá kvæmum sem koma vel út í til rauninni s.s. Steina dal, Þing völlum, Þórs mörk og Bæjarstað. Abstract Title: Cultivation dependability, growth, seed forma- tion and health of Icelandic birch provenances The Icelandic downy birch woodlands show sub- stantial variation in both height and growth habit (straightness, shrubbiness) at maturity. However, it can be difficult to distinguish which is more domi- nant, hereditary characteristics or local environmen- tal conditions on the particular site. In the spring of 1998, a seed experiment was set up with 50 prove- nances of Icelandic downy birch (Betula pubescens), planted on 9 different test locations. Measurements were made in five of those locations in 2020 and 2021. The height and diameter of the plants were measured, as well as survival, rust formation and seed quantity. There was a positive correlation for all traits in the scores between experimental sites and differences were significant in the majority of cases, which indicates that the traits are determined by genotype rather than environment. A very good correlation was found between the southern test lo- cations in terms of survival, where the Steinadalur provenance is decisively the best and the prove- nances from the Southeastern and Southwestern parts of the country are almost all ranked above those from the Northeast and Northwest. The rank- ing of provenances in terms of survival is more vari- able at experimental sites in North Iceland and in the Westfjords. The birch from Bæjarstaður Forest in Southeast Iceland and nearby populations generally show the highest biomass figures, and the birches from the Southeast and Northeast are least likely to develop multiple stems. The clearest results are for seed yield and rust resistance, where the birch from the Southeast has an advantage in abundant seed production and the highest resistance to birch rust. When using birch for woodland creation in the low- lands of Iceland, it seems viable to take advantage of the breeding benefits shown by the cultivar 'Embla', as well as promoting increased genetic variation by adding clones to the population from provenances that have shown positive results in the experiment such as birch from Steinadalur, Þingvellir, Þórsmörk and Bæjarstaður.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.