Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 13

Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 13
Rit Mógilsár 13 Umræður Jákvæð fylgni er fyrir alla eiginleika í einkunnum kvæma milli tilraunastaða og oftar en ekki marktæk. Það bendir til þess að eiginleikarnir stýrist af erfðum fremur en umhverfi. Mjög góð fylgni er milli sunn- lensku tilraunastaðanna í lifun þar sem kvæmið Steina - dalur er afgerandi best og kvæmin frá Suðaustur- og Suðvesturlandi raðast nánast öll fyrir ofan kvæmin frá Norðaustur- og Norðvesturlandi. Á Hjaltastað var lifunin góð hjá flestum kvæmum og ekki að sjá neinn afgerandi mun eftir uppruna kvæma í mismunandi landshlutum. Þar var staðarkvæmið úr Fellsskógi best og úr Steinadal næstbest. Á Læk virðast kvæmin frá Suðvesturlandi vera með almenna yfirburði og af kvæmum af Norðvesturlandi er það einungis Kollafjörður sem stendur sig vel. Þessar niðurstöður styðja við þá almennu reynslu að sunnlensk kvæmi lifi almennt vel um land allt en norð lensk henti síður til notkunar utan síns heima- svæðis og samræmist það niður stöðum sem komu fram þegar til raunin var gerð upp við tíu ára aldur (Aðal steinn Sigurgeirsson og Sabrina Fischer, 2009). Þetta er ekki ósvipuð niðurstaða og fékkst við saman burð kvæma hengibirkis (Betula pendula) í Nor egi þar sem kvæmi ættuð frá megin landinu, og úr talsverðri hæð yfir sjó, þrifust síður við flutning suður á bóginn og til strand svæða, en sunnlensku kvæmin þoldu vel flutning norður um allt að 4-6 breiddar gráður (Skrøppa & Kohmann, 2018). Við DNA-raðgreiningu á íslenska birkinu hefur verið staðfest að skyldleiki milli kvæma er meiri eftir því sem styttra er á milli þeirra (Pálsson o.fl., 2022). Þessi munur er gleggri eftir því sem kvæmin eru landfræðilega einangraðri frá öðru birki. Sam kvæmt þessu má draga þá ályktun að líkindi í eiginleikum kvæma innan landshluta, sem kemur fram í niður- stöðunum, skýrist af skyldleika samhliða náttúru- legri aðlögun. Þótt lifun sé mikilvægur eiginleiki, þá eru fleiri atriði sem skipta máli í ræktun skóga eins og t.d. vöxtur. Ör vöxtur er um leið grundvöllurinn að góðum af- köst um í kolefnisbindingu. Yrkið Embla er byggt á úrvali móðurtrjáa á höfuðborgarsvæðinu sem mest- megnis er talið vera Bæjarstaðabirki. Valið var fyrir góðum vexti og hvítum, beinum stofni (Þorsteinn Tómasson, 1995). Svo virðist sem kynbæturnar hafi borið árangur því yrkið Embla sýnir mestan lífmassa af öllum kvæmum og er jafnframt meðal þeirra kvæma sem hafa fæsta aukastofna. Bæjarstaðabirki og nálæg kvæmi ásamt Þórsmörk og Þingvöllum sýna almennt góðan vöxt. Kvæmið Steinadalur, sem annars kemur vel út fyrir flesta þætti, virðist vaxa ívið minna en bestu kvæmin. Erfðablöndun milli fjalldrapa og ilmbjarkar hefur átt sér stað á Íslandi í árþúsundir og mismikil innblöndun gena frá fjalld rapa er talin hafa haft mikil áhrif á breytileika birkisins í útliti og eiginleikum (Lilja Karlsdóttir o.fl., 2016). Bæjarstaðabirki og skyldir stofnar hafa lengi þótt bera af íslensku birki í beinleika og vaxtarþrótti eins og staðfestist að hluta í þessari tilraun. Rann- sóknir hafa sýnt að erfðamengi þess er talsvert ólíkt öðru birki þar sem innblöndun fjalldrapa virðist lítil og einnig fundust vísbendingar um skyldleika við skandinavíska stofna (Kesara Anamthawat-Jónsson & Ægir Þ. Þórsson, 2012). Fræmyndun er eiginleiki sem endurspeglar getu birkisins til að fjölga sér og dreifast, bæði frá náttúru- legum birkiskóga leifum en einnig frá gróður settu birki. Heklu skógar eru stærsta ein staka skógræktar- verkefni landsins. Þar er að hluta unnið eftir þeirri hugmynd að gróðursetja birki í gróðureyjar sem muni í framtíðinni dreifa sér áfram í ógróðursett svæði með sjálf sáningu (Hreinn Óskarsson, 2022). Hér er því um mikil vægan hag nýtan eigin leika að ræða. Það er sláandi hversu af gerandi miklu duglegri sunn- lensku stofn arnir eru að mynda fræ saman borið við stofna frá Norðvestur- og Norðaustur landi en fylgnin milli tilrauna staða var bæði há og marktæk. Sam- kvæmt þessu skiptir miklu máli að velja rétta stofna til gróður setningar þar sem ætlunin er að nýta sjálf- sáningu sem skógræktaraðferð. Marktækur munur var á ryðþoli kvæma. Þessar niður- stöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt að það er fjölbreytileiki innan ilmbirkis (Helander o.fl., 1998) og hengibirkis (Skrøppa og Solvin, 2019) hvað varðar næmni fyrir birkiryði. Landshlutamunur kvæma á ryðþoli var afgerandi eins og fyrir aðra mælda eigin leika. Kvæmi af Suðaustur landi hafa mesta ryð þolið en þau frá Norðaustur landi hafa af- gerandi minnst ryðþol. Rann sóknir á hengibirki í Noregi hafa sýnt jákvætt samband á milli vaxtartíma og ryð þols (Skrøppa og Solvin, 2019). Vera má að sunn lensku kvæmin, með sinn langa vaxtartíma og reglu bundna úrkomu, hafi með náttúru úrvali þróað með sér eiginleika til mikillar fræmyndunar og þols gagnvart ryðsjúkdómum umfram aðra stofna sem síður hafi átt möguleika á að þroska fræ reglulega og loftslag ekki verið hagfellt ryðsjúkdómum. Þetta eru þó einungis getgátur. Niðurstöður staðfesta að Bæjarstaðabirkið og skyldir stofnar hafa víðtækt notagildi þar sem rækta skal há- vaxna birkiskóga með mikinn vaxtarþrótt. Steinadals- birkið (úr Suðursveit) virðist þrífast vel víða um land og hentar vel þar sem áhersla er á góða lifun og mikla fræ myndun. Kvæmin Þing vellir og Þórs mörk virðast lífseig og þróttmikil og henta e.t.v. betur en annað birki inn til landsins á Norðaustur landi og Vest fjörðum en ekki eru mörg dæmi um að það hafi verið reynt. Norðlenskt birki ætti fyrst og fremst að nota á Norðurlandi en ekki í öðrum landshlutum.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.