Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 7

Rit Mógilsár - 2023, Blaðsíða 7
Rit Mógilsár 7 Mældir tilraunastaðir hafa sæmilega landfræðilega dreifingu og endurspegla þannig nokkuð vel breyti- leika sem finna má í hitafari og úrkomu á Íslandi (tafla 2). Tilraunastaður H.y.s. í m Árs- úrkoma mm Árs- meðal- hiti °C Tetra- term Hita- munur júlí-feb. Gróðurfar Haukadalsheiði (Hjarðarland og Gullfoss) 260 1,329 3,7 9,8 13,1 Rýrt mólendi Varmidalur (Hella og Sámsstaðir) 32 1.107 4,7 10,3 12,1 Meðalfrjótt mólendi Fagurhólsmýri (Fagurhólsmýri) 43 1.819 5,5 10,0 9,5 Rýrt mólendi Lækur (Hólar í Dýrafirði) 38 1.249 4,2 9,5 11,5 Meðalfrjótt mólendi Hjaltastaður (Staðarhóll og Kaldakinn) 115 634 2,7 8,9 12,7 Meðalfrjótt mólendi Gögnin fyrir Gullfoss, Hellu og Köldukinn voru notuð óbreytt fyrir tilraunastaðina en þar sem eyður voru í gagna safninu voru notuð leiðrétt gögn frá eldri veður- stöðvum sem spanna lengra tímabil s.s. Hjarðar landi, Sáms stöðum og Staðarhóli. Líklegt er að hita far á Haukadals heiði liggi nokkru lægra en við Gull foss enda um 60 m hæðarmunur á stöðunum. Mælingar Haukadalsheiði, Fagurhólsmýri, Varmidalur, Hjalta- staður og Lækur að hluta (blokk 1, 2 og 3) voru mældir sumarið 2020. Lokið var við að mæla á Læk (blokk 4 og 5) haustið 2021. Lifun var metin í öllum tilraununum fimm. Lífmassi og fjöldi stofna var mældur og fræmyndun metin í fjórum tilraunum þar sem Haukadalsheiði var undanskilin. Þá var ryð einungis metið í Varmadal og á Fagurhólsmýri. Lífmassi var reiknaður með sömu aðferð og notuð er í Landskógarúttekt á Íslandi, þar sem þvermál aðal- stofns og síðan þvermál meðal aukastofns eru mæld. Þvermálið var ýmist tekið í hnéhæð eða við rótarháls fyrir tré hærri en 1 m en alltaf við rótarháls fyrir tré lægri en 1 m. Til að umreikna þvermál yfir í kílógrömm (kg) þurrefnis voru notaðar lífmassaformúlur fyrir íslenskt birki (Jónsson og Snorrason, 2018; Snorrason & Einarsson, 2006). Lífmassi hvers trés samanstendur af summu allra stofna þess þar sem fjöldi stofna miðast við greiningu neðan við 50 cm hæð. Við mat á fræmyndun var fjöldi frærekla á hverju tré metinn í sex veldisvaxandi flokka: 0 = 0 reklar á tré 1 = 1-5 reklar á tré 2 = 6-20 reklar á tré 3 = 21-50 reklar á tré 4 = 51-200 reklar á tré 5 = fleiri en 200 reklar á tré Ryðskemmdir voru metnar sjónrænt í sex flokka út frá umfangi laufskemmda: 0 = engar skemmdir 1 = mjög litlar skemmdir (1%-10%) 2 = litlar skemmdir (10%-25%) 3 = töluverðar skemmdir (25%-50%) 4 = mjög miklar skemmdir (50%-75%) 5 = nánast öll blöð skemmd (75%-100%) Úrvinnsla gagna Við úrvinnslu gagnanna var leitast við að greina hvort marktækur munur væri á tilraunastöðum, kvæmum, kvæmahópum innan landshluta og röðun kvæma eða kvæma hópa eftir tilraunastöðum (samspil) með tilliti til mældra eiginleika. Við greininguna var notast við tölfræðiforritið R 4.1.2 (R Core Team, 2020) og RStudio (Rstudio Team, 2022). Fyrir eiginleikana hlutfall lifandi plantna og margstofna, sem er einföld flokkabreyta, 0 eða 1, var notað módelið Logit (P) = Tilraunastaður + Blokk (Tilraunastaður) + Kvæmi + Tilraunastaður*Kvæmi þar sem P stendur fyrir hlutfall lifandi plantna eða hlutfall margstofna trjáa. Fyrir lífmassa, fræmyndun og ryð var gengið út frá módelinu Y = Tilraunastaður + Blokk (Tilraunastaður) + Kvæmi + Tilraunastaður*Kvæmi + skekkja þar sem Y stendur fyrir áðurnefnda mælda eiginleika. Tilraunastaður féll að sjálfsögðu út úr báðum módel unum þegar um var að ræða greiningu á hverjum stað fyrir sig. Gerð var fervikagreining á báð um módel unum með skipuninni Anova frá car- pakkanum (Fox & Weisberg, 2011). Marktækur munur (p<0,05) á milli einstakra kvæma var skoðaður með hjálp skipananna emmeans frá emmeans-pakkanum (Lenth, 2022) og cld frá multcomp-pakkanum (Hothorn o.fl., 2008). Gögnin fyrir lífmassa (skew 2,6, kurtosis 10,85), fræmyndun (skew 0,06, kurtosis -1,56) og ryð (skew 5,48, kurtosis 132,04) stóðust ekki próf Tafla 2. Úrkoma og hitafar tilraunastaðanna samkvæmt nærliggjandi veðurstöð (innan sviga) ásamt upplýsingum um gróðurfar og hæð yfir sjó (h.y.s.). Veðurgögn eru fengin frá Veðurstofu Íslands (2022) fyrir tímabilið 1998-2020.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.