Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Side 33

Heima er bezt - 01.12.2006, Side 33
ist upphaflega í Útvarpstiðindum. Það var mikið sungið á fimmta áratug síðustu aldar. Fer það hér á eftir. Næturljóð O, nótt, þinn vœngur nálgast tnig, hann nálgast mig hljótt, og nótt, ó, kysstu barnið þitt og svæfðu það rótt. Nú finn ég, hvernig Ijóðið líður frá þér, það Ijós, sem á að vaka hjá mér sem móðuraugu mild og skœr. Ó, dimmbláa nótt! Hversu dulurþinn faðmur og vær, þegar deginum lýkur og vanga minn strýkur þinn elskandi blær. Hve allt er þá hljótt og hve angurblítt hjarta rnitt slœr, og hve auga mitt kvikar er stjarnan þín blikar ogfœrist mér nær. Ó, nótt, nú bærast varir þínar viðkvæmt og hljótt, - þú vaggar mér í draumi, blessaða nótt, og sorgir mínar líða, líða og líða Jjær. Ó, dimmbláa nótt! Hversu dulur þinn faðmur og vær, þegar deginum lýkur og vanga manns strýkur þinn elskandi blær. Syngið nú þetta ljóð í skammdeginu, þið sem munið lag- boðann, ljóð og lag falla þarna einkar vel saman. Ég mun hafa verið 17 ára þegar ljóðið birtist á prenti í Útvarpstíð- indunum. Þar birtust margir vinsælir textar við dægurlög. Og af heimaslóðum. Ég er Húnvetningur, eins og þið vitið, mörg ykkar, sem lesið Heima er bezt. Hér eru tvö erindi eftir Tómas Ragnar Jónsson, sem langi starfaði hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi. Til fróðleiks skal þess getið að hann var móðurfaðir Tómasar Ragnars Einarssonar, tónskálds og hljóffæraleikara. En erindin voru ort í nafni umgs manns, sem stóð í ástarsambandi við stúlku, er nam við Kvennaaskólann á Blönduósi. Hann vildu líta vel út, eins og eðlilegt var, og naut þeirrar þjónustu, er til þurfti, á heimaslóðum. Ráðsmaður skólans hét Kristófer, Sæmundur var klæðskerinn, Ari hárskerinn og Einar kaupmaðurinn. Lagboði: Eg kem tilykkar, vinir. Sparibúinn skunda ég út á skólann eitthvert kvöld, og skrúðann hér frá Sœmundi' eigi spara. Með nýjan hatt frá Einari, sem hæfir vorri öld, og hárið klippt og lagað eftir Ara. Éggeri mér til erindis að hitta Kristófer, og horfi svona í laumi á meyjarvanga. Svo kemur hitt með tímanum, já, bara' af sjálfu sér, og svona mun það oft á tíðum ganga. Atthagaljóðið er dálítið sérstakt að þessu sinni. Það fjallar um íjölbýlishús í Reykjavík, er nefnist í daglegu tali Kenn- arablokkin, enda byggt af kennurum, og er staðsett að Hjarð- arhaga 24-32. 1 tilefni þess að liðin voru 50 ár frá því að lokið var byggingu þessa húss, var efnt til hátíðar í stóru tjaldi á lóð þess, laugardaginn 28. október s. 1. Flutti þá sá, sem þetta ritar, afmælisljóð, sem hann hafði verið beðinn að setja saman. Fer það hér á eftir. Ljóðið var einnig sungið af viðstöddum, við undirleik Reynis Jónassonar, harmoniku- leikara. I þessu fyrrgreinda húsi eru átthagar margra, sem alist hafa þar upp á liðinni hálfri öld. Blokkin við Hjarðarhaga Menn byggðu stóra blokk við Hjarðarhaga; og bærilega gekk allt saman það, og það er bara víst og segin saga, að samtök manna komu þessu af stað. Og kennarar þar stóðu vel að verki, að vísu skuldum hlaðnir fyrst í stað. Þeir unnu saman, eins hinn veiki og sterki, uns eignarhúsið reis hérfullkomnað. Og endurbœtur ýmsar voru gerðar á okkar húsi nú I seinni tíð, og vissulega margar mikilsverðar; þær munu líka duga ár og síð. Við viljum skila vel til okkar niðja því verki, sem var lokið fimm og sex. Við þurfum engar afsökunar biðja, því eignin mjög að fjárhagsgildi vex. Og kennaranna blokk við viljum byggja; nú bætast margar aðrar stéttir við. Og framtíðin mun fyllilega tiyggja, að fólkið kunni að meta húsnœðið. Nú óskum við þess öll á Hjarðarhaga, sem okkur höfum valið bústað hér, að megum una Ijúfa lífsins daga um langa framtíð - bæði mey og ver. A þetta átthagaljóð erindi til ykkar, kæru lesendur? Jú, alveg eins og önnur af slíkum toga. Lagboðinn er: Hvað er svo glatt, gamla lagið, sem sungið var upphaflega í Kaup- mannahöfn. Nú kveð ég að sinni, og þakka samskiptin á liðnu ári. Hittumst vonandi á næsta ári. Lifið heil. Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Heimaerbezt 601

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.