Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Page 19

Heima er bezt - 01.06.2007, Page 19
Mjóeyri. Dökki höfðinn er Hólmadrangur. góður söngvari og gull að manni. Hann mat hæfileika mína og uppörvaði mig í starfi. Magnús Gíslason sýslumaður fékk árið 1939 starf skrifstofustjóra í Stjómarráðinu. Hann leitaði fljótlega eftir starfskrafti við stjórnarráðið, þekkti kosti Emils og bauð honum starfið. Emil flutti þá frá Eskifirði og suður. Lúðvík Ingvarsson lögfræðingur tók við sýslumannsembættinu af Magnúsi og var ég hjá honum í tvö og hálft ár. Hann reyndist mér sérstaklega vel. Það vora margir dugnaðarmenn og sjósóknarar á Eskifírði. Hver útgerð hafði aðstöðu með bryggju og jafnvel sjóhús enda var það uppistaða útgerðar í plássinu. Ut á Hlíðarenda var Karl Jónasson, með m.b. Víking, mikill hirðumaður og farsæll, skipstjóri. Þar vestar kom svo Þorgeir Clausen, með bátinn Fix. Hann stundaði mikið botnnet og lagði net fyrir síld. Þorgeir var hugsandi og góður drengur. Friðrik bróðir hans starfaði með honum. Þorgeir rak líka lifrarbræðslu. Þangað komum við strákarnir iðulega og fengum lýsis- “snafs“ hjá honum og sparaði hann ekki sopann við okkur. Tel ég að bæði ég og aðrir hafí fengið krafta í köggla hjá honum. Vestur af aðstöðu Þorgeirs var Vilhelm Jensen. Hann gerði út einn af stærri bátunum. Figved Andreas átti bátinn Máv og hafði jafnan góðan skipstjóra. Kristján Jónsson útgerðarmaður og skipstjóri gerði út bátinn Friðþjóf og Tómas Magnússon bátinn Heim. Friðrik Steinsson átti línuveiðara sem hét Sæfari og hafði aðstöðu í miðjum bænum. Finnbogi Magnússon gerði út Svöluna og varð Þórlindur Magnússon bróðir Sigurðar á Víði, skipstjóri hjá honum. Bræðurnir í Baldurshaga, Eiríkur, Gunnar og Magnús, voru með bátinn Drangey og afí minn, Arni Halldórsson, gerði út Austra og á tímabili einnig Trausta. Þetta dugnaðarfólk hjálpaðist að ef erfiðlega gekk í útgerðinni. Um og eftir 1930 byrjaði kreppan og þá dró verulega úr útveginum. Margir Eskifírðingar áttu kindur og kýr til að bæta sér í búi. Afí og frændi minn áttu alltaf kýr í íjósi og stundum nokkrar kindur. Þeir heyjuðu þegar ég man fyrst eftir, í hólmum hjá séra Stefáni og að launum fluttu þeir hey fyrir prestinn úr hólmunum. Eg fékk stundum að vera með í þeim flutningum sem krakki, og fannst það stórkostlegt. Séra Stefán Björnsson bjó stóru búi á prestsetrinu Hólmum og hafði til afnota fimm hólma skammt frá landinu. Eg man eftir heiti þeirra. Stórhólmi var stærstur, Langhólmi, Hraukhólmi, Ystihólmi og Litli Hólmi. Það var kafgras í þeim og talsvert æðarvarp. Varpið var vel hirt á meðan séra Stefán bjó á Hólmum, enda var hann mikill hirðumaður um alla hluti og samviskusamur embættismaður. Það voru nokkrir lagtækir iðnaðarmenn á Eskifírði í mínu ungdæmi. Friðbjörn Hólm, ættaður að norðan, stofnaði vélsmíðaverkstæði heima og rak það lengi. Hann þótti verklaginn og setti niður vélar í bátana og gerði við . Synir hans lærðu hjá honum og þegar Friðbjöm hætti störfum keypti Símon Jónasson útgerðanuaður vélsmiðjuna og rak hana ásamt Einari Hólm tengdasyni sínum, í nokkur ár. Hallgrímur Jónsson átti líka litla vélsmiðju og gerði við ýmsa hluti. Kristján Jónsson útgerðarmaður og skipstjóri á Hlíðarenda áttu smiðju og var sjálfum sér nógur. Eg man sérstaklega eftir því hvað hann lánaði oft nágrönnum sínum smiðjuna til að svíða hausa og lappir af sláturfé. Smiðjan var handsnúin og fékk ég stundum að snúa sveifmni og þótti gaman að. Guðni Jónsson rak lengi trésmiðju á Eskifírði. Hann var góður smiður og hafði nóg að gera. Hann smíðaði bæði ferðakistur, koffort og ýmsa innanstokksmuni. Hjalti sonur hans og tónlistarmaður, vann ljá honum, mjög laginn. Kona Guðna var Guðný Pétursdóttir pósts, en Pétur var ömmubróðir minn. Sonur hans Arni, var ljómandi smiður, sjómaður og skipstjóri. Eg man eftir vertíð í Seley og sérstaklega róðrarbátunum sem þar gerðu út. Seley er í mynni Reyðarijarðar og því stutt á miðin. Eg man að pabbi reri þar og með honum Jón Valdimarsson kennari okkar, eina eða tvær vorvertíóir. Verbúðir voru þar, þar af ein nokkuð stór úr steini og timbri. Afíinn var saltaður og settur í stæði. Bátar frá Eskifírði sóttu síðan aflann sem oftast var seldur kaupmönnum sem komu honum í verð. Það var merkilegt hversu margar verslanir þrifust á Eskifirði, því auk stærri verslana voru nokkrar smáverslanir og bókaverslanir sem bæði Jón Brynjólfsson og Stefán Stefánsson ráku. Stefán var lengi póstmeistari og ljómandi maður. Hann var duglegur á haustin að útvega skólanum kennslubækur, blek og penna, skólaspjöld sem þá voru í tísku og griffla, sem skrifað var með og hægt að nota við að þurrka út af töflunni, þegar kennarinn hafði lokið við að Heima er bezt 307

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.