Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Side 25

Heima er bezt - 01.06.2007, Side 25
Örn H. Bjarnason: Um gamlar götur Úr Kvosinni í Hvalfjarðarbotn Sumt fólk í dag virðist halda að fyrstu landnámsmennirnir hafi verið þeir sem innleiddu íslenska sjónvarpið. Svo er þó ekki. Aður en sjónvarpið kom til sögunnar hafði þjóðin lifað í þessu landi í 1100 ár og fréttaflutningur einna helst með förufólki, en ferðamátinn lengst af tveir jafnfljótir eða þarfasti þjónninn. Hvaða leiðir menn fóru getur verið forvitnilegt að skoða. r þessari grein hyggst ég lýsa stuttlega gömlum götum úr Kvosinni í Reykja- vík um Mosfellssveit, yfir Svína- skarð sem er milli Móskarðshnjúka og Skálafells. Þaðan svo um Reynivalla- háls og inn Brynjudal um Hrísháls yfir í Botnsdal. Ef við hefjum förina við Lækjarósinn, þá lágu götur um Arnarhólstraðir, skáhallt yfir núverandi Arnarhólstún og áfram svo þar sem nú er Prentarafélagshúsið við Hverfisgötu. Upp úr 1830 voru Arnarhólstraðir jafnaðar við jörðu, en alfaravegurinn færðist yfir í Banka- stræti. Ur því að við erum stödd á þessum slóðum, má geta þess að í þjóðsögum segir frá því, að nykur hafi verið eitt áriö í Reykjavíkurtjörn en það næsta í Hafravatni. Töldu menn vera samgang þarna á milli. Þegar nykurinn var í tjörn- inni sprengdi hann ísinn og fylgdi því miklir skruðningar, en þegar hann var í Hafravatni var allt með kyrrum kjörum í tjörninni. Hér læt ég líka fljóta með lausavísu eftir Vilhjálm frá Skáholti úr þeim huldu- heimi „undir blikkinu“ á Amarhóli, sem hann slysaðist inn í á stundum. Hún er einhvern veginn svona: Mœttur var á Arnarhól Asmundur sonur Klemens. Var þar enn er haninn gól með delerium tremens. Frá Prentarafélagshúsinu lá leiðin svo upp á Skólavörðuholt. Þar vom lengi beitarhús frá Arnarhóli en undir aldamótin 1800 notuðu skólasveinar úr Hólavallaskóla efnið úr þeiin til að reisa Skólavörðuna við hinar gömlu götur. Frá Skólavörðuholtinu lágu göturnar milli Norðurmýrar og Vatnsmýrar að vörðunni Háaleiti. Þessi varða var í skarði milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar. Þaðan svo austur Bústaðaholt nánast eins og Bústaðavegurinn liggur í dag að vöðum á Elliðaánum. Þess má geta að um aldamótin 1900 var svo af þjóðinni dregið, að hún fór að trúa því að í Vatnsmýrinni fyndist gull. I dag heitir það mannauður, sem við vonandi berum gæfu til að nýta. Mýrar voru alla tíð mikill farartálmi og þess vegna voru holtin þrædd. A vetuma fóru margir þó vetrarveg svonefndan yfir freðin fen og foröð og þá nokkuð beint af augum. John Coles getur þess í bók sinni íslandsferð, að hann hafi árið 1881 farið þama um. Hann segir veginn inn að Elliðaám ágætan. En um tuttugu árum áður hafði C.W Shephard farið innan að Elliðaám til Reykjavíkur í hríðarveðri. Shephard er háttvís í lýsingu sinni á götunum, segir að hann og félagar hans hafi átt steinum í vegkantinum því að þakka að þeir rötuðu heim aftur. „A Islandi,“ segir hann svo, „gera menn vegi með þeim hætti að ryðja steinum úr götunni, en ekki með því að steinleggja brautina.“ Loksins eftir þriggja stunda barning sáu þeir móta fyrir húsi, hálffenntu í kaf, með strompi, glugga og hurð. Það var mikill léttir. Inn undir Elliðaám sunnan megin við veginn stóð bærinn Bústaðir. Þar fæddist m.a. Núpur Jónsson en hann er þekktur úr sögunni fyrir að hafa ásamt öðrum staðið að drápi Diðriks frá Minden eftir rán Viðeyjarklausturs árið 1539. Sagnir herma að á 18. öld hafi Þorgarður nokkur verið vinnumaður á Bústöðum. Hann hafði verið dæmdur til dauða en var boðið að kaupa sér líf. A Seli bjó vel efnaður bóndi og leitaði Þorgarður til hans um aðstoð. Bóndinn tók vel í málaleitan hans en kerlingin þvertók fyrir allt slíkt. Við það sat og Heima er bezt 313

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.