Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Page 32

Heima er bezt - 01.06.2007, Page 32
haustið og tveimur árum síðar byggði hann hlöðuna. Nýtt land var brotið til ræktunar framan við Bæjargilið og einnig lengra út og niður með ánni. Þar sem aðaltúnið hafði verið utan við bæinn var skriðan svo þykk að ekki var lagt í að hreinsa hana þar í burtu. Nú er þetta löngu uppgróið land aftur. Skriðuföll á Ytri-Kotum Bærinn Ytri-Kot em næsti bær utan við Fremri-Kot. Þar kvað einnig vemlega að skriðuföllunum þótt í minna mæli væri. Bærinn var þá kominn í eyði en mikil skriða kom niður á túnið utan við bæinn, rann kringum fjárhúsin án þess að raska þeim og heim undir bæ. Nokkru neðar grófst gilskomingur alveg niður að Norðurá og vatnsflaumur reif sundur veginn við Kotá. Úr Skriðugili á merkjum Kotabæjanna, einnig kallað Merkjagil, mddist mikil grjóturð sem fyllti algerlega farveginn og kaffærði litla steinbrú sem var á læknum. Utan við gilið lenti lítil fólksbifreið, M- 52, í skriðunni. Flún kom utan fyrir að Skriðulæknum sem þá var kominn úr farvegi sínum. Bílstjórinn ætlaði þá að snúa við en í sama vetfangi dundi skriðan á bílnum. Fengu þeir tveir sem í bílnum vom, með naumindum bjargað sér út en bíllinn fór á kaf upp á glugga. Önnur bifreið staðnæmdist litlu utar og sneri þar við en þá var fallin skriða fyrir utan og lokaði leiðinni. Braust fólkið úr þessum tveimur bifreiðum við illan leik yfir skriðurnar og komst hrakið niður að Silfrastöðum. A.m.k. ijórðungur af túni Ytri-Kota varð fyrir skemmdum. Lítið var hreinsað af því utan hvað Gunnar Valdimarsson og synir hans á Fremri-Kotum gerðu þar eitthvað með dráttarvél en ræktuðu þess í stað nýtt tún á öðrum stað. Helstu heimildir: Skriðuföll og snjóflóð I, bls. 564-571; Þjóðskjalasafn: Landnám ríkisins 1990/134. Skýrsla um skriðuföllin á Kotum; upplýsingar Valdimars Gunnarssonar og Kára Gunnarssonar frá Fremri-Kotum og Egils Bjarnasonar ráðunauts á Sauðárkróki. Eftir skriðiýöllin fór fram mikil hreinsun á veginum og allt sumarið voru jarðýtur og skurðgröfur við hreinsun á iúninu. Hér eru ýtur á veginum úti á Merkjaskriðu. Ingvi Júlíusson er á þeirri stærri en Gunnar Egilsson á minni vélinni. sett um hið ræktanlega land í stað þess sem skriðan hefur tekið. 3. Að lagað verði með jarðýtum nánasta umhverfi íbúðarhússins og vegur lagður af þjóðvegi að bænum. 4. Að vatnsbólið sé grafið upp og vatnsleiðsla hreinsuð. Ella verður að leggja nýja leiðslu í íbúðarhús. 5. Að komið verði upp ijárhúsum með hlöðu fyrir 100-120 fjár. 6. Að útvegað verði hey til viðbótar því sem ábúandi getur heyjað á jörðinni, svo hann geti haldið bústofni sínum næsta vor. Landnám ríkisins, Ræktunarsamband Skagaljarðar og fleiri aðilar komu að uppbyggingu á Fremri-Kotum. Lengi sumars vom skurðgrafa og tvær jarðýtur við hreinsun á túnum. Sú aðferð var notuð að ýtumar grófu dældir þvert á landið og hvolfdu þar ofan í grjótinu. Gerðu síðan nýja skurði við hliðina og með þeim hætti tókst að grafa skriðumar. Einnig var ræst fram nýtt land til ræktunar. Brúarvinnuflokkur Þorvaldar Guðjónssonar, sem var að byggja nýja brú á Valagilsána og endurnýja ræsi, hjálpaði Gunnari að reisa ný ijárhús Um Svona var umhorfs við eitt vegræsið eftir ósköpin. 320 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.