Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 39
Efað égfyndi einn jjórlaufa smára, er færir mér hamingju þá, sem allir í heiminum eru aó leita, en örfáum hlotnast að ná. Þá skyldi ég gefa þér gersemar dýrar og gleðja þig sérhverja stund. Aðeins ef fýndi einn fjórlaufa smára, hið fegursta blómið á grund. Hvemig væri að birta hér enskan og íslenskan texta í framhaldi hvom af öðrum? Þetta ætla ég að reyna hér á eftir. Fyrst er enski textinn: „It's been a long, long time“. Just kiss me once, then kiss me twice, Then kiss me once again, It 's been a long, long time. Haven ’tyou felt like this, my dear, Since can 't remenber when. It 's been a long, long time. You '11 never know how many dreams I dreamed aboutyou, Andjust how empty they all seemed without you. So kiss me once, then kiss me twice. Then kiss me once again. It 's been a long, long time. „Eg kvaddiþig, ég kysstiþig“. Eg k\>addi þig, ég kyssti þig um kyrra vetrarnótt, mitt kœra œskujljóð. I sálum okkar beggja var þá birta, vor og Ijóð og ungt og eldheitt blóð. Ég bíð þín síðan, syng þér öll mín kvœði, en síðan aldrei flnn ég kyrrð og nœði. fyrr en ég sé þig aftur, þegar vetur heilsar hljótt, ó, heiða, kyrra nótt! Hinn fyrsta dag júnímánaðar verða allar reykingar bannaðar á veitingastöðum hérlendis. Finnst mér fara vel á að birta hér á eftir ljóð, sem ég hefi sett saman og nefnist: „Þú skalt forðast reykinn ramma.“ Efþú metur lífþitt mikils, skaltu' ei menga lungu þín. Þú skalt hœtta þeirri heimsku, fyrr en heilsan alveg dvín. Efþú svælir sígarettur - það er svei mér ekkert grín - verður húðin hrukkótt snemma og þér hósti veldur pín. Þú, sem ungur telst að árum, viltu aðeins hlýða' á mig. Þú skalt forðast reykinn ramma, svo þú ratir ævistig. Efþú sýgur sígarettur, þig mun svíða reykurinn, og þú styttir líf þitt stórum. Það er staðreynd, vinur minn! Eiginlegt átthagaljóð hef ég ekki að bjóða ykkur, lesendur góðir, en þar sem vorið og sumarið er yfir okkur, fínnst mér fara vel á að birta ljóð eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, sem er tengt átthögum hans. Þú kemur heim í vor, þegar vetrarhríðum slotar og vötnin niða frjálslega maíglaðan brag, en upp úr mosa og sinunni gœgjast grœnir sprotar, sem geislakossinn vekur og býður góðan dag. Þú kemur heim í vor, er úr vetrarhúsum ganga og vitja aftur dalanna hestar, lömb og ær. Þú kemur heim í vor, þegar hrjóstrug holtin anga og himinninn er dýpstur og blessuð jörðin grær. Þú kemur heim í vor, þegar vanrækt sveitin kallar með vorsins glaða rómi á týndu börnin sín, er mildi vorsins lykur um hjartans óskir allar og ævintýraljómi um gamlar tóttir skín. Þú kemur heim í vor, þegar allt eryndi oggaman, er œskugleðin sigrar og mótar lífsins spor, er gróðurdrauma vorsins er gott að njóta saman, og gleðja sig í þránni. - Þú kemur heim I vor. Ég býð ykkur ekki nema sómasamlega ort ljóð. Þau þurfa að fullnægja ljóðhefð og vera sönghæf. Eins og ég sagði eitt sinn um ljóðin: A því verður aldrei reyndar of mjög klifað, að þess vegna fékk þjóðin lifað, að það var sífellt ort og skrifað. Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík audbras@simnet. is Heima er bezt 327

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.