Heima er bezt - 01.10.2007, Side 6
---------------------------------------------------
g er fæddur 24. september 1908 að Gömlu-Steinum
iundir Eyjafjöllum. Steinar vom eins og lítið þorp og
v—y í manntali Páls Vídalíns og Áma Magnússonar voru
níu ábúendur á sömu stéttinni. Árið 1200 er getið um kirkju á
Steinum. Árið 1888 hljóp Steinalækur á bæina með miklum
grjótburði. Fækkaði þá fólki á bæjunum og Steinakirkja var
lögð niður um 1890. Bæimir voru þá fluttir austar þar sem
bensíndælan er núna, til að tryggja sig fyrir áhlaupi lækjarins, það
var kölluð Gata. Þar íyrir ofan er afskaplega fallegur sveitabær
sem heitir Hvoltunga og þar bjó merkiskonan Torfhildur og
afkomandi hennar er Davíð Oddsson Seðlabankastjóri.“
Hvað hétu foreldrar þínir?
„Jón Einarsson og Jóhanna Magnúsdóttir. Faðir minn var frá
Steinum en móðir mín var fædd í Fljótshlíðnni, dóttir Magnúsar
Þorvaldssonar frá Stóraklofa í Landsveit. Móðuramma mín
hafði atvinnu af því að vera pöntuð á bæina til að skemmta
fólki og segja sögur. Ekki er ég að segja að hún hafi verið
göldrótt. Hún var uppi á sama tíma og Ögmundur í Auraseli.
Hann var langafi Ása í Bæ. Ögmundur var talin göldróttur,
að minnstakosti sá hann álfa.“
Hvað áttu mörg systkini?
„Við vomm átta: Einar, sem lengi var símaverkstjóri, Bergþóra,
Magnús, Guðjón, Steinunn, hún lést á fyrsta ári, Guðni, ég
og Guðmundur. Guðni var faðir Karls Steinars forstjóra
Tryggingastofnunar Ríkisins.
Þú hefur heyrt talað um konu sem hét Steindór
Ásta og var alltaf kölluð Ásta málari, ungur að
við vomm systraböm.“ árum.
Þú elst upp á Steinum?
„Ætli ég hafí ekki verið níu ára þegar
við fómm þaðan. Ég fluttist með
foreldrum mínum að Rimhúsum sem
em undir Vestur-Eyjafjöllum. Þar
varégárið 1918. Ég minnist þess
sérstaklega vegna þess að þá var
móðurbróðir minn þar staddur en
hann var tepptur og komst ekki
neitt vegna þess aö þaö var svo
mikið öskufall frá Kötlu þegar hún
tók að gjósa.
Ég man að það var svo mikið
myrkur að það varð að kveikja ljós
um miðjan dag. Jóhanna, móðir
Katla tók til að gjósa 12. október og Steindórs.
það byrjaði með snörpum jarðskjálfta
um eða upp úr hádeginu.
Það var fremur hráslagalegt þennann
dag og himininn grár og þegar fór að líða á daginn sást þykkur
mökkur upp af Mýrdalsjökli.
Katla olli miklum skaða í nærsveitum en það varð algert
jarðbann fyrir allar skepnur. Ég man eftir því að snarpir
jarðskjálffakippir komu af og til. Þegar byrjaði að gjósa komu
miklir ljósglampar frá eldfjallinu.
Þá ungur ég var. Steindór uppábúinn við
lúxuskerruna.
í venjulegu árferði á vorin var féð rekið upp í
Þórsmörkina sem í daglegu tali var kallað Mörkin.
Þá var rekið upp hjá Skógum og yfir á Goðaland.
Það þykir fínt að ganga þarna núna.
Það var lítið um aðkeypt leikföng í þá daga og við krakkamir
lékum okkur að kjálkum úr kindum, leggjum og völum úr
kindafótum. Við höföum hnútur úr kindafótum fyrir hrúta.
Homin vom dýrmæt og notuð fyrir kindur, allir leikir snemst
um sveitabúskap enda þekktum við ekki annað. Við byggðum
bæi, gripahús og réttir fýrir búpeninginn okkar og komum
skepnunum á beit eins og aðrir góðir bændur.
Ég skal segja þér að það var tvennt sem Eyfellingar öfunduðu
Skaftfellinga af; annað var melurinn, en það var kom og rætumar
svo miklar og sterkar að það var búinn til úr þeim reiðingur
og það þótti afbragð. Svo voru það fjóstóftirnar, en svo var
það kallað þegar kýrnar vom hafðar undir baðstofupallinum.
Það munaði miklu hvað það var miklu hlýrra í bæjum þar
sem þannig hagaði til, þetta var allt annað líf að hafa ylinn
af kúnurn. Þá voru engir ofnar í híbýlum manna og eldað
á hlóðum. Notuð var skán til að halda eldinum við í þeim.
486 Heima er bezt