Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Page 7

Heima er bezt - 01.10.2007, Page 7
Steindór og Þórunn Benediktsdóttir. Þórunn Benediktsdóttir. Steindór og Þórunn með börnin. Skánin varð til á þann hátt aö taðið úr ljárhúsinu var borið út á túnið og dreift og látið þorrna og síðan teknar stærstu skánirnar og notaðar í hlóðimar. Afgangurinn var mulinn ofan í túnið svo að sprettan yrði betri. Þú veist það kannski að það rignir alltaf lóðrétt undir Eyjafjöllum og það var erfitt að gera torfþök þannig úr garði aö þau lækju ekki. Aður en þakjárnið kom var farið inn á heiðar og teknar flatar steinhellur sem raðað var á þökin á gripahúsunum og síðan tyrft yfir“. Manstu eftir fráfœrum ? „Já, ég rétt man eftir þeim en ég var of lítill til þess að vera smali. Kýrnar lágu úti á sumrin, voru mjólkaðar úti. Það má segja að á Gömlu-Steinum hafi verið gósenlend og svo var þaö Ósinn, en þar gekk upp sjóbirtingur. Eg man vel erftir því þegar var verið að draga á. Sjóbirtingur var mikið lostæti, soðinn, steiktur og reyktur.“ llvar varstu í skóla? „Bamafræðsla var á þessum tímum lítil. Ég var haltur og þegar ég var níu ára fór mamma með mig í hestvagni austan undan Eyjafjöllum og til Reykjavíkur að leita mér lækninga. Ég man ekki hvað þessi læknir hét sem mamma fór með mig til. Ég gekk við hækju um tíma, það var talið að eitthvað væri að mér í hnénu en svo kom í ljós við skoðun hjá lækni að þetta var í mjöðminni. Síðan þegar ég átti að sleppa hækjunni var fóturinn orðinn styttri en hinn. Það var spítali á Stórólfshvoli, og þá var ekki eitt einasta íbúðarhús þar. Það heitir núna Hvolsvöllur. Á spítalanum á Stórólfshvoli var ég látinn liggja í rúminu og bundið band um fótinn á mér og síðan aftur fyrir gaflinn á rúminu til að teygja fótinn til þess að reyna að ná honum jafnlöngum hinum fætinum. Þetta var ekki notalegt en maður lét sig hafa það enda ekki um annað að ræða. Ég held að fætumir hafí síðan orðið nokkuð jafnir en ég var alltaf haltur en hef þó gengið mikið um landið. Þórunn Já, eins og ég sagði var ekki á þessum Benediktsdóttir. árum byijað að myndast þorp á Hvolsvelli. Það var bara bærinn Stórólfshvoll og spítalinn. Eitt sinn bjó þar Stórólfur og sonur hans Ormur, mikið heljarmenni.“ „Ég hlaut bamafræðslu í farskóla sem var á Ysta-Skála, en Skálabæimir eru þrír. Fyrir vestan Ysta-Skála er írafoss. Ég var vetrarpart í Vallnatúni, hjónin þar höfðu fengið kött hjá foreldrum mínum. Það var þannig að sóst var eftir köttum af þessu kyni en þeir voru sérstaklega góðir veiðikettir. En mér leiddist þar og vildi heldur vera heima. Ég verð að segja þér dálítið um hann Guðmund, sem fékk viðumefnið plógur. Það var vegna þess að hann var fyrsti maður sem kom með nothæfan plóg undir Fjöllin. Hann notaði hesta til þess að draga póginn. Á vorin fór hann um sveitina og plægði garða fyrir bændur. Guðmundur bjó á Hellnatúni og þar var afar mikið af huldufólki og margar konur héldu varla geðheilsu þar. Konan hans Guðmundar var mikil merkiskona en hún átti afar erfitt andlega. Það var voðalegt fyrir Guðmund þegar konan lést fyrir eigin hendi. Þetta var kennt huldufólkinu. Guðmundur plógur átti ágætar engjar en þær vom langt Heima er bezt 487

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.