Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 9
Steindór með langafa börnum sínum, afkomendum Dóru og Þorvaldar, talið
frá vinstri: Styrmir, sem nú er í stjórnmálafræði í Bandaríkjunum, Þorvaldur
nemi í lögfrœði í H.Í., Símon stúdent frá HM, Andriþyrluflugmaður, Hlynur
skákmeistari unglinga og Guðrún sálfrœöingur.
Fimm œttliðir; Steindór, Dóra, Inga
Hrönn, Andri og Viktor Leví.
stólpum út í sjóinn en það var gert til þess að hægara væri að
skola fiskinn og sjórinn tekin upp um lúgu sem var á gólfinu.
Þegar ég var krakki tíndum við krakkarnir lifur sem varð eftir
undir pöllunum í aðgerðarhúsinu. Þá var hátt verð á lifrinni
og við fengum þónokkra aura fyrir.
Það var margt að gerast í Vestmannaeyjum á þessum árum.
Það mátti ekki setja slorið í sjóinn, það var harðbannað, en
ég er hræddur um að það hafi nú stundum verið gert. Það
átti að keyra það austur, meðfram sjónum, þar sem þá voru
eintómar klappir og þegar ræktunaráhuginn byrjaði var slorið
keyrt þangað, þar sem var verið að rækta túnin.
Það voru líka beinaverksmiðjur í Eyjum og það voru tveir
Norðmenn, hvor í sínu lagi, sem ráku þessar verksmiðjur. Þeir
kepptu við hvom annan um að fá sem mest af beinum. Beinin
voru þurrkuð í svokölluðum Brimhólum. Krakkar og konur
fengu vinnu við að snúa beinunum við svo að þau þomuðu
jafnt báðu megin. Bílstjórar höfðu mikla vinnu af því að keyra
beinin. Á þessum tíma var ágætt að vera á bíl og nóg vinna.
Brynjólfur kaupmaður var organisti í kirkjunni og mikill
tónlistannaður. Páll sonur prestsins var með konubúð í Eyjum
og seldi kvenfatnað, efni og allt mögulegt. Páll var mikill
ræktunarmaður og hann dreif í því að rækta tún í Brimhólum
og kallaði staðinn síðan Oddgeirshóla. Svo var hann líka með
ræktun suður undir Víkinni fyi ir neðan Höfðann. Hann hafði
líka útgerð.
Hvar kynntist þú konunni þinni?
„Það var á meðan ég var í Vestmannaeyjum. Hún hét Þómnn
Benediktsdóttir og var ættuð úr Skaftafel Issýslu. Við áttum bæði
ættir að rekja til hans Einars gamla í Kerlingardal í Skaftafellssýslu,
en hann var bróðir Bjarna amtmanns. Sonur Bjama var Steingrímur
Thorsteinsson. Konan mín var uppalin á Felli, þar var prestssetur.
Við eignuðumst þrjú börn og komum upp tveimur, Dóru og
Grími Marinó. Við urðum fyrir mikilli sorg þegar við misstum
§5 RSkj' - jrtjj Wfk 9 m' a.VQk}
• / ],
Fimm œttliðir; Steindór, Dóra, Steinunn, Styrmir og
Dóra Hrönn.
Dóra Steindórsdóttir og Þorvaldur Ingólfsson ásamt
dœlrum sínum, Ingu Hrönn og Steinunni Jóhönnu.
Heima er bezt 489