Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 10
vikugamalt bam. Konan mín var fremur heilsuveil, hún var á Vífílsstöðum um tíma. En hún var afar dugleg kona og lærði klæðskerasaum og vann þannig fyrir sér. Dóra dóttir okkar ólst upp frá fimm ára aldri, hjá bróður mínum Guðjóni Jónssyni og konu hans Rannveigu Eyjólfsdóttur. Eftir að við Þórunn skildum eignaðist hún son sem heitir Eirafh. Elann notar ekki sitt rétta föðumafn og skrifar sig Steindórsson. Það var alltaf mikill vinskapur á milli okkar Þómnnar þó svo að þannig færi að við bærum ekki gæfu til að vera áfram saman. Svo vildi til að Einar bróðir minn var verkstjóri við símann og ég fór að vinna hjá honum. Þá var síminn lagður ofan jarðar á háa símastaura til að fyrirbyggja að skepnur flæktu sig í línurnar og líka til að snjórinn sligaði ekki línumar. Þá var maður langdvölum að heiman. Eg vann aðallega við símalagningu á Vestljörðum og áNorðurlandi. Við lögðum síma yfír heiðina niður í Dynjanda og þaðan út í Grunnuvík. Þá var séra Jónmundur á Stað, mikið heljarmenni að kröftum. Ég vann við að leggja símann yfír Dalsheiði frá Unaðsdal. Þar vann ég sem smiður. Dalsheiðin er mjög grýtt og sumstaðar varð að byrja á því að bora með gömlu borunum, þá á ég við að allt var gert með handafli. Það var flutt smiðja upp á heiðina til að hægt væri að skerpa borana en það varð að hita jámið áður en boramir vom slegnir fram. Það eins með jámkarlana en oddurinn á þeim var fljótur að sljóvgast þegar var verið að gera holur í grýtta jörðina. Endinn var hitaður dumbrauður og síðan kældur með því að setja glóandi járnið á milli steina, best var ef þar var jarðleir. Það þurfti að gera djúpar holur fýrir endann á hverjum símastaur og setja jarðveginn sem 490 Heima er bezt Listaverk eftir Grím Marinó. þéttast að staumum svo að hann sæti fastur. Þegar búið var að setja stauranna niður og festa þá eins og þurfti var farið að valsa út línuna. Símavírinn kom á stómm rúllum sem oft voru notaðar fýrir borð í garða, svona seinna meir. Þessar rúllur voru stórar og það varð að setja þær á vagn sem hestar drógu en þar sem því var ekki komið við var það gert með handafli. Þegar búið var að valsa út línuna var henni lyft og línumenn fóm upp í staurana og festu hana á glerkúlur, sem vora efst á hveijum staur. Það var heilmikill vandi að vera línumaður. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá vora skómir sem línumennimir notuðu, með sterkum göddum sem gengu inn í tréð. Mennirnir sem voru niðri lyftu síðan línunni til mannsins sem var uppi í staumum. Svo var vírinn strengdur en það var gert með talíu og talsverður vandi, því vírinn varð að jgpt vera mátulega w' /. \ Marinó við eitt verka sinna. Feðgarnir Steindór og Grímur Marinó, við listaverkið Hanann í Bókasafni Kópavogs. Grímur Marinó við Vonina, listaverk eftir hann á Hellissandi.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.