Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Side 11

Heima er bezt - 01.10.2007, Side 11
Listaverkið 2000, við Fjarðarkaup, eftir Grím Marinó. strengdur. Hann var síðan festur mér sérstökum koparvír við kúlumar. Kona Einars bróður míns var kokkur á sumrin og hafði bömin með sér, en þegar fór að líða að hausti þurfti hún að fara heim til að koma krökkunum í skólann. Eftir það var ég brúkaður fyrir kokk. Eldað var á prímusi með tveimur hausum og það gekk ágætlega. A haustin, eftir að tók að kólna, voru aukaprímusar hafðir í tjöldunum á kvöldin til að hita upp áður en menn fóm að sofa. Steinolíutunna var geymd í nágrenni við tjöldin en prímusar brenna steinolíu. Sofið var á beddum sem var hægt að leggja saman yfir daginn. Það var of kalt að liggja á dýnum á jörðinni, sérstaklega eftir að tók að hausta. Þegar við þurftum að flytja tjöldin til var allt flutt á hestum og þá þurfti að leggja beddana saman sem síðan voru settir á klakk enda ekki aðrir möguleikar við flutning á heiðum og íjöllum í þá daga. Við höfðum skrínukost yfir daginn en þegar við komum heim af línunni á kvöldin fengum við heitan mat. Það var eldað í sérstöku tjaldi sem var kallað kokkatjaldið. A þessum tíma var afskaplega ódýrt kjötið, þetta var nokkuð löngu fýrir stríð og ekki komin nein mæðiveiki í sauðféð. Við keyptum kjötið beint af bændunum og lambsskrokkurinn var mátulegur í tvær máltíðir. Eg man að ég lenti einu sinni illa í því. Ég var að lesa bók um leið og ég var að skola saltkjöt sem átti að hafa í matinn um kvöldið. Það vildi oft gerast að það var mikið af hárum á kjötinu enda heimaslátrað. Síðan setti ég kjötið í dall og hvolfdi öðrum dalli yfír. En þetta síðdegi hafði ég fengið lánaða bók sem var spennandi og uggði ekki að mér. Þegar Einar bróðir kemur af línunni mætir hann nokkrum hundum sem allir voru með kjötbita í Listaverkið Súlur við innsiglinguna í Vestmannaeyjum. .;3i — SiÍBKaS -4^.,, Steindór, stoltur faöir við listaverk sonar síns í Eyjum. Minnismerki sjomanna i Stykkishólmi, eftir Gnm Marinó. Heima er bezt 491

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.