Heima er bezt - 01.10.2007, Side 13
Steindór nírœður.
Ein af mörgam œvintýramyndum
Dóru.
Fallegar myndir tengdar þekktum
œvintýrum, sem Dóra málaði fyrir
börnin.
vinna á bílaverkstæði á Vatnsstíg 3 í Reykjavík. Það verkstæði var
stofnað um 1928 af Sveini Ásmundssyni og Sigurgeir Jónssyni,
„Bifreiðaverkstæði Sveins og Geira“. Þeir höfðu ekki lengi
viðdvöl á staðnum og fluttu sig á Hverfisgötu 78. Verkstæðið
var á þeim slóðum sem núna er bakhlið Kjörgarðs. Hann hét
Bergur Hallgrímsson sem átti þetta verkstæði á Vatnsstígnum.
Hann er einn af þeim mönnum sem ég minnist þegar ég heyri
góðs manns getið. Þegar ég byrjaði að vinna þarna vorum við
hjónin að skilja. Dóra dóttir okkar var hjá bróður mínum og
hans konu í Vestmannaeyjum, þar ólst hún að mestu upp. En
Grímur Marinó, sonur okkar, var á bamaheimilinu Vesturborg
og hjá Jóhönnu ömmu sinni, þegar hann var 10-11 ára, en svo
á Langsstöðum í Flóa.
Bergur sá um viðgerðir og eftirlit með langferðabílum og
nokkru eftir að ég kom á verkstæðið var ekki búið að skipta
fólksflutingabílunum í Norðurleið og Landleiðir. Eftir að Bretamir
fóm af landinu var verkstæðið flutti suður á Grímsstaðaholt
í einn af bröggunum sem þeir höfðu byggt. Þessi braggi var
gríðarlega stór og var skammt frá litla torfbænum við Suðurgötu,
en þar átti Eðvarð Sigurðsson, verkalýðsfrömuður, heima.
Á þessum tíma átti ég heima lengst inn á Laugavegi og átti
bíl sem ég kallaði Garganið. Það var góður bíll Chevrolett 30.
Bróðir Bergs smíðaði á hann hús og trog aftan á, ekki ólíkt
því sem í dag kallast „pikkupp“.
Dóra mín kom suður frá Vestmannaeyjum og ég fór með hana
á Alþingishátíðina 1944 í húóarrigningunni sem þá var. Við
fórunt á þessum bíl og síðan alla leið austur að Langsstöðum.
Þetta var heilmikið ævintýri og bíllinn dugði vel þó að allt
væru malarvegir.
Ágúst Hafberg var yfirmaður Landleiða og ég hélt áffam að
vinna hjá honum. Landleiðir fluttu síðan í nýbyggingu sem
var á móts við Þóroddsstaði sem nú teljast við Skógarhlíð.
Ágúst Hafberg sá góði maður lést um aldur fram.
Það voru góð ár sem ég átti meðan ég vann á bílaverkstæðinu
en það var meira spennandi að vinna við símann. Eg lærði
bifvélavirkjun en þá voru ekki eins strangar kröfúr í bóklegu
námi og eru núna svo að ég var á fullum launum við námið.
Fórstu kannski að skrifa eftir að þú þurftir að hœtta að
vinna vegna aldurs?
„Nei, ég skrifaði ekki neitt vegna þess að mér fannst ég ekki
hafa frá neinu að segja. En ég var nú að gera ýmislegt. Sonur
minn gaf mér kött en kisa mín var kettlingafull, hún eignaðist
eina tíu kettlinga og ég tímdi ekki að láta drepa þá.
Á sjötta áratugnum byggðum við hús í Kópavogi, ég og
sonur minn, Grímur Marinó. Það má segja að hann hafi lokið
við að byggja húsið og síðan var byggður bílskúr við það. En
mig dreymdi um að setja lúgu á austurvegginn á skúmum og
hafa hænsni. Mér var ofarlega í minni þegar ég var krakki,
hænsnin á Gömlu-Steinum, þar vom fjórir glæsilegir hanar.
Mig langaði nrikið til þess að eiga eins falleg hænsni og voru
þar. Jæja, en aldrei lét ég verða af því að fá mér hænsni.
Það var á þessum tíma sem ég veiktist af liðagigt og varð
óvinnufær í rúmt ár. Á meðan var ég í sambýli með syni
mínum og fyrrverandi konu hans, Rósu.
Grímur Marinó er listamaður og hann hefur málað mikið af
málverkum, einnig gerir hann listaverk úr málmi. Víða hafa
verið sett upp jámlistaverk eftir hann eins og minnisvarði um
Landpóstana við Stað í Hrútafirði, listaverk við innsiglinguna
Heima er bezt 493