Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.10.2007, Qupperneq 14
Tákrœn mynd, Steindor viö lestur í sólskálanum. JÓN EINARSSON frásteinum F. 28.7.1867 D.2L&I916 KVÆNTUR JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR F 29.8.1868 D1ÍÍI955 Stytta sem Grímur Marinó gerði af föður sínum. Kötturin Rósý situr í sófanum. í Vestmannaeyjum, á Rifi, í Kópavogi og víðar. Einnig er til mikið af innilistaverkum eftir Grím Marinó. Legsteinn foreldra Steindórs í kirkjugarðinu í Eyvindarhólum. Lýsing á Steindóri, eftir samferöamann hans, sem er mun yngri en vill ekki láta nafns síns getið „Hann var snjall viðgerðarmaður og mikill vinnuþjarkur. Steindór er mjög vel lesinn og á gott bókasafn. Hann keypti mikið af bókum og um hver mánaðamót komu sjálfsalamir, eins og hann kallaði bóksalana sem fóm á milli húsa og buðu bækur. Eg held að hann hafi keypt allar góðar bækur sem honum voru boðnar ef hann átti þær ekki fyrir. Hann á frumútgáfuna af bókum þeirra Kiljans og Þórbergs og fleiri góðra höfunda. Steindór er stálminnugur og hefur lesið mikið. A meðan sjónin var í lagi hafði hann oftast tvær bækur í gangi, aðra sem hann kallaði léttmeti og sagði að gott væri að hvíla sig á henni. Hann gat lesið bók, horft á sjónvarp og hlustað á útvarp, allt í einu, og mundi þaó allt. Það hef ég aldrei vitað neina aðra manneskju gera. Steindór er mjög mikill ættfræðingur, afar minnugur og kann ógrynni af vísum. Ég man að hann var í Kommúnistaflokknum og eini ekta kommúnistinn sem ég hef þekkt. Hann hefur alltaf verið að styrkja góð málefni. Það voru líka gömlu kunningjamir sem komu til hans þegar þeir áttu ekki neitt. Hann hjálpaði þeim öllum, Steindór getur ekki sagt nei. Orðatiltæki hans eru afskaplega skemmtileg, hann blótaði aldrei en ef honum þótti eitthvað sagði hann: „Ja, brennisteinn, Kolhreppur og Snældubeinsstaðir". Ég hef aldrei heyrt hann tala illa um nokkum mann en ef honum er ekki um einhvern gefíð, þá kallar hann viðkomandi púðurhlunk eða dratthalaspýting. Steindór hefúr kenndi mörgum samferðamanninum að meta góðar bókmenntir og eftir að hann veiktist af liðagigtinni sem var á mjög háu stigi, var hann mikið heima enda gat hann ekki unnið. Þegar hann fór að lagast af sjúkdóminum og gat farið á milli staða hjálparlaust, fór hann gjarnan í heimsókn til gömlu vinnufélaganna. Hann kom þá á Trabantinum, sem hann átti lengi eftir að Garganið lagði upp laupana. Á þessum árum var lítið um nýja bíla nema að þeir væru frá austantjaldslöndunum. En þeir vom oftast án miðstöðvar eða með mjög lélega miðstöð og þannig varTrabantinn. Steindór tók þá það ráð að hafa kósangas í bílnum þegar mikið frost var og þannig ók hann um allan bæ. Sem sagt, það var opinn eldur í bílnum en þetta var eina ráðið, því annars héluðu rúðurnar strax. Þetta með kósangasið var viðtekin venja hjá þeim sem áttu bíla frá austantjaldslöndunum. Gigtin fór illa með Steindór og hann gat lítið snúið til höfðinu. Ef hann hafði farþega í bílnum sem hann treysti, hafði hann það þannig að farþeginn átti að láta hann vita hvort það væri óhætt að beygja inn í hina eða þessa götuna. Þá sagði hann gjarnan: „Er nokkur sauðaþjófur þarna, hlandforuþulari eða fjöldamorðingi?" Steindór var oft að vinna á rennibekk úti í bílskúmum og þangað kom ég stundum. Eg man að hann smíðaði fyrir vinnufélaga sinn, Jón Halldórsson, sem var bílasmiður. Allt leikur í höndunum á honum og hann er hagur bæði á tré og jám. Steindór er mesti dýravinur sem ég hef kynnst. En þó að kettimir séu efstir á vinsældalistanum eiga aðrar dýrategundir greiðan aðgang að hjarta hans. En ef honum fellur sérstaklega vel við einhvem þá hefur hann þaó gjaman á orði aó hann sé um margt líkur ketti, segirþessi kunningi Steindórs. 494 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.