Heima er bezt - 01.10.2007, Side 15
Ur fórum
samferðarfólks
Ágúst Lárusson hefir sagt mér
eftirfarandi:
Það var veturinn 1917-1918, frostaveturinn,
að ég er á Kársstöðum í Helgafellssveit,
kauplaus vinnumaður hjá Sigurði Magnússyni
og Ingibjörgu Daðadóttur. Ég er þá 15 ára.
Þau áttu þá fjórar dætur í bemsku. Sú yngsta
Jófríður, varð ársgömul 13. des. 1913. Á
bolludaginn fór Sigurður til Stykkishólms
með sleða og var að sækja nauðsynjar til
heimilisins. Frost höfðu verið nokkuð lengi
og var Álflafjörður allagður út undir eyjar. Á
sprengidag, þegar ég er að enda við útiverkin,
kemur hann heim og er sleðalaus. Segir mér
að leggja hnakk á gömlu Brúnku, sem ég
var fljótur að. Þá kom Sigiu'ður úr bænum
með kaffiflösku í sokki og smápakka með.
Hann tók mig með sér og héldum við eins
og leið lá ofan að Álftafírði. En þar var þá
sleðinn ásamt öllu því sem á hann var látið
í Stykkishólmi og hjá honurn lá Olafúr
Jónasson aðffamkominn af þreytu en hann
hafði Sigurður fengið í Hólminum til þess að
draga með sér sleðann. Olafur var kvæntur
Ólínu Pétursdóttur ffá Svefneyjum og áttu
þau saman 13 böm. Þau bjuggu þá utarlega
í Hólniinum.
Ólafiir drakk kaffið úr flöskunni og borðaði
brauðið og svo var honum hjálpað á bak
Brúnku. Sigurður teymdi Brímku en ég var
látinn teyma sleðann með öllu saman. Þegar
heim kom létég Bmnku inn í hesthúsið, en
Ólafur var látinn fara ofan í rúm.
Ingibjörg setti síðan upp lítinn jámpott á
þrem fótum, og sauð í honum kjöt. Þegar
það var soðið tók hún pottinn af eldavélinni
Arni Helgason
fv. stöðvarstjóri Pósts
og síma í Stykkishólmi:
og lét hann á gólfið við suðurgafl í eldhúsinu,
neðan undir glugganum. Á pottinum var
tréhlemmur. Þá kom Jófríður allt í einu að
honum og styður hendinni á hlemminn.
Hann féll á rönd ofan í pottinn og Jófríður
rak þá höndina niður í pottinn og upp að
olnboga, ofan í sjóðandi vatnið og heitt soðið
og skaðbrenndist. Ingibjörg hljóp til, færði
bamið úr fötunum að ofanverðu. Þetta vom
ullarföt, pþónuð, en skinnið af handleggnum
fór með. Ekki var neitt til að bera á þetta og
ég gleymi aldrei kvalahljóðum bamsins.
Nóttin líður svo og fram undir hádegi á
öskudag. Það rigndi nokkuð um nóttina.
Nú er Ólafúr kominn á fætur óþreyttur
og ferðbúinn og er mér sagt að fara með
honum í Hólminn til að sækja þangað
lyf og umbúðir til læknisins. Við héldum
stystu og beinustu leið út ísinn á Álftalirði,
en nú var alveg fljúgandi hálka og vatn á
honum eftir rigninguna um nóttina. Og við
vomm staflausir. Við fömm svo eftir ísnum
og stefndum á Helgafellsnes, gengum svo
Nesvog á ísi, þar sem við komum að honum
og síðan í bæinn. Þegar í Hólminn var komið
fór Ólafúr strax til læknisins og í apótekið en
sagði mér að fara strax heim til konu sinnar.
Þau bjuggu þá þar sem Hólmgarður er nú.
Þar fékk ég konunglegar móttökur af litlum
efnum.
Þegar Ólafúr svo kom með lyfin var orðið
næm hálfdimmt og kominn á sunnan stormur.
Ég sá strax að ekki var nokkurt vit í, fyrir mig
staflausan og broddalausan, að fara sömu leið
og við Ólafúr komum, svo ég held eins og
leið liggur eftir þjóðveginum, upp sveitina,
með storminn í fangið. Veður harðnaði alltaf
eftir því sem ofar dró í sveitina, rigningin
var mikil og ég varð fljótt gegnblautur. Ég
sá dauf ljós í bæjunum sem ég fór framhjá.
Þau vom mér leiðarstjömur í óveðrinu og
náttmyrkrinu. Ég stefirdi að einu Ijósi, Ijósinu
HEIM A, þar sem litla stúlkan beið effir því
sem ég fékk hjá lækninum og apótekinu í
Hólminum. Mér fannst ég alltaf heyra
gráthljóðin hennar í anda. En meðölin áttu
að lina þjáningar hennar.
Aðeins ein brú var á leiðinni, á Svelgsá,
en allar hinar á leið minni óbrúaðai'.
Yfir þær treysti ég mér ekki staflaus og
kom því við á Hrísakoti og bað þar um staf.
Ég held að fólkið hafi verið hissa á ferð minni
í þessu veðri, því konan vildi endilega að ég
kæmi inn og jafhvel yrði um nóttina. Það
kom ekki til mála.
Ég varð að komast þetta sem fyrst.
Ég fékk sauðskinn utan um lyfin og
batt pakkann á bak mér, svo ég gæti haft
báðarhendurá stafnum. Bóndinn, Kristján
Einarsson, kom með mér að Þórsá og sá til
mín yfir hana. Á henni var gott og slétt vað.
En djúp var hún og þá sá ég hve stafúrinn
Heima er bezt 495