Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Qupperneq 16

Heima er bezt - 01.10.2007, Qupperneq 16
 var góður förunautur. Bestur sá, sem hvíslaði að mér að fá hann. Hélt ég svo eins og leið lá yfír Ulfarsfellsá, í þrengslum kallað Mjódd. Hún er allsstaðar grýtt og straumhörð. Þar reyndi á stafinn - og eitthvað meira. Sama er að segja um Örlygsstaðaá, nema hún er breiðari. Þá bað ég um styrk til þess að geta lokið þessari ferð, eins og nauðsyn vará. Kársstaðaá er þeirra best að því leyti, að hún er víða slétt í botninn. En djúp var hún. Þegar yfir hana var komið fannst mér þrautin unnin. Seinasti áfanginn var heim túnið á Kársstöðum. Bærinn var ólokaður þegar ég kom í hlað. Ég sá undrunar- og þakklætissvip á Ingibjörgu þegar ég kom inn með meðölin. Sigurður sat með Jófiiði litlu. Þar sá ég engin svipbrigði. Ég var sannarlega sæll. Fann að ég hafði gert skyldu mína og þá var hægt að lina þjáningar blessaðrar litlu stúlkunnar. Jófríður varð því miður ekki gömul. Hún var myndarleg og falleg stúlka og góð. Giftist Bjama Sveinbjamarsyni og bjuggu þau uppi á loftinu hjá Hansínu og Sigurði Marinó, sem nú er Skólastígur 16. Þau áttu eina dóttur, Bimu, og annað bam var á leiðinni. Þá er það í febrúar 1943 að hún er að hita upp um moiguninn. Setur olíu í eldinn og allt springur framan í hana. Hún hleypur með ofsa niður stigann og fötin loga. Hansína, sem ein var niðri, nær í vatn og slekkur þannig í fötunum. En þá var holdið brunnið það mikið að þó allt væri gert til að bjaiga lífi hennar, lést hún eftir miðnætti þessa dags og var öllum mikill hanndauði. Dóttirhennar, Bima, var nærstödd og fékk þetta svo á hana að hún jafnaði sig aldrei að fúllu eftir þetta áfall. Bima giftist Sveinbimi Sveinssyni og þau komu upp nafhi Jóffíðar heitínnar. Ingibjörg Daðadóttir Stykkishólmi hefir sagt mér eftirfarandi sögu: Þegar ég var að alast upp á Dröngum á Skógarströnd, var vinnukona hjá móður minni stúlka að nafni Guðlín Magnúsdóttir. Hún var alin upp á Fellsströndinni, en haföi áður en hún kom til mömmu, verið víðar í Dalasýslu. Hún sá ýmislegt sem aðrir ekki sáu, eða eins og sagt var, þá var hún skyggn. Bar töluvert á þessu meðan við vomm saman og fannst mér maigt einkennilegt sem hún sagði mér. Ég man eftir því að ég spurði hana hvemig hún gæti séð allt þetta, og þá sagði hún mér eftírfarandi: Það var ekki löngu eftír fermingu að mig dreymdi einu sinni að til mín kom maður, sem bað mig um að fylgja sér eftir og hjálpa konu sinni, sem væri komin að því að fæða. Ég sagði honum að slíkt heföi ég aldrei fengist við, en hann sagði að ekki væri annað en fara um hana höndum, þá væri þetta allt í lagi. Kvaðst ég þá myndi koma með honum, klæddi mig í fötin og svo héldum við af stað. Við fórum sem Ieið liggur í áttina að hóli eða réttara sagt lítilli klettaborg, sem ekki var langt fiá bænum og við bömin lékum okkur oft við. En þegar þangað kom varð hún að stóm og fallegu húsi og þar gengum við inn. Þar var kona á gólfi og beið fæðingar. Ég gerði eins og maðurinn bað mig, fór höndum um konuna og fæddi hún þá myndarlegt bam. Ég þóttist lauga það og ganga þannig frá eins og ég haföi séð ljósmóður gera. Þegar því var lokið kom maðurinn með einhvem vökva í glasi og bað mig bera í augu bamsins. Ég gerði það en hugsaði sem svo að gaman væri að bera svolítið á annað auga mitt, það ætti ekki að gera til, og ef svo vildi til að ég blindaðist á því þá heföi ég alltaf annað augað heilt. Gerði ég þetta. En það varð tíl þess að með þessu auga fór ég að sjá ýmislegt, sem ég haföi ekki séð áður og þannig er þetta til komið. Konan, sem Ingibjöig minnist á, hét Guðlína Magnúsdóttir, fædd að Teigi í Hvammssveit, dáin í Brokey 1900. Faðir hannar Magnús, bjó lengst af í Teigi. Guðlína hefir verið fædd um 1850. Móðir Guðlínu var Guðlaug Jónsdóttir fra Litla Dunhaga í Eyjafjarðarsýslu. Magnús og Guðlaug áttu 7 böm, Guðlaugu, d. 1862, f. 1804, Magnús, f. 1866. (Sjá Dalamenn II, bls. 87). 496 Heima er bezt í októbermánuði 1957 serndu menn r fyrsta sinn hiut á braut um jörð. í nÓTemb§rljefti ba'ndaríska tímaritsins Sciéntific Americán var ' þessa minnst í stuttri frétt (sgm endtirprentuð er í óktóberheftinu núíár): • •••. . . ' '• .~r——■ .■ —--------- „Fyrsti fylgihnötturinn sem.menn hafa smíðað, sputnik („fö.runautur“ á rússnesku), var sendur út í géiminn um miðnætti (á Moskvutíma)* hinii 4* okfóber. Sovétmenn létu ekkert uppi um áform sín fyrr en að geimskoti loknu. og voru raunar fámálir um spútnik sinn fyrstu dagana sem hann var á lofti. „Fuglinn“ var kúla, 58 cm að þvermáli (eöa um 23 tommur), og í honum fv'ö útvarpsscpditæki. Ekki er í fréttatilkynningum getið um önnur tæki, en sovéskif vísindmenn hafa greint frá því að gjervitunglið skrái hitastig, og bandarískir vísindamenn eru þess fullvissir að frá því berht dulkóðuð merki.“ örnóifur Thorlacius tók saman Sputnik. ’

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.