Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Síða 19

Heima er bezt - 01.10.2007, Síða 19
Michael Ancher: Sjómevm á Skagen. Þau vörðu ftítíma sínum með Michael Ancher og vinum hans. Þetta leiddi til nánari kynna og þau Anna og Michael giftu sig á 21. afrnælisdegi Önnu og settust að á Skagen þar sem þau bjuggu síðan alla tíð, lengst í rauðmáluðu húsi við Markvej 2. Hjónin gerðust bæði afkastamMir málarar. Michael er þekktastur fyrir sjómannamyndir sínar og gerði hann stórskomum og veðurbitnum hversdagshetjum byggðarlagsins góð skil. Anna og Micahel eignuðust eina dóttur, Helgu, sem var einbimi. Þau máluðu margar myndir af henni og einnig hvort af öðm. Anna málaði t. d. mynd af eiginmanninum þar sem Þessa mynd teiknaði Michael af Önnu skömmu eftir fyrstu kynni þeirra. hann situr nokkuð búralegur og virðir lýrir sér glæný veiðistígvél. Sagt hefúr verið að Anna kæmist aldrei langt frá eldluisinu í list sinni. Um það ber fegurst vitni Stúlkan í eldhúsinu. Stúlka í rauðu pilsi og svörtum jakka stendur við eldhúsbekk og snýr baki í áhorfendur. A lágu hliðarborði liggj a bústnir hvítkálshausar. Dempuð biita bei'st inn um gluggann sem hulinn er að mestu af gulu tjaldi sem bærist fyrir mildri golu. Ein bjartasta og glaðasta mynd Ónnu er af Helgu litlu þar sem hún situr í stofu ömmu sinnar og er að hekla. Sólin skín skáhallt inn um gluggann og lýsir upp glóbjart hár bamsins og myndar stóran ljósblett á veggnum. Ancherhjónin létu stækka húsakynni sín og byggðu eiginlega annað rautt hús sem tengt var hinu gamla með lágri byggingu sem þau gerðu að borðstofu. I nýbyggingunni fengu þau bæði stórar vinnustofiir. Anna var alsæl með sína og bjó hana sem best hún gat Anægðust var hún með ljósbláu gluggatjöldin sem náðu alveg niður á gólf og málaði þekkta mynd af þessum glugga. Ancherhjónin vom afar gestrisin og hús þeirra stóð opið gestum og gangandi. Þekktar vom garðveislur þeirra og allra þekktastar aftnælisveislur Önnu ár hvert 18. ágúst. Af einni þeirra málaði Kröjer alþekkta mynd sem neftíd er Hip, hip hurra. Þar af dregur naftí aldeilis prýðileg kvikmynd um Skagamálarana sem sýnd hefiir verið hér á landi. Leikstjóri er Kjell Grede. Knud Voss segir um Önnu Ancher í bók sinni Skagensmaleme: “Sólin, kyrrðin og fólkið hjá henni er eins og djúpt ker þaðan sem maður getur sífellt ausið upp hinum fegursta skáldskap.“ Sænski málarinn Oscar Björk sagði um Önnu: „Hún var sem sólskin“. Eina fegurstu mynd sem eiginmaður heftír málað af konu sinni tel ég vera mynd Michaels af Önnu, þar sem hún kemur heim úr gönguferð um engið eða akurinn og heldur á stómm vendi gulra blóma. Guli liturinn er ríkjandi í myndinni. Allur akurinn bylgjast eins og gult haf, Anna er með gulan sólhatt og sólskinið myndar fagurt mynstur ftíllþroska komaxa á kjól hennar. Þess má að lokum geta að á Hirschsprung- safninu í Kaupmannahöftí erpiýðilegt saftí Skagamálverka. Heima er bezt 499

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.