Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Page 21

Heima er bezt - 01.10.2007, Page 21
öndunargrímu sem í var hellt eter -eöa, svo öllu sé til haga haldið, díetíleter eða etoxíetan, (C2H5)20. Menn höfðu öldum saman þekkt eter, sem er rokgjam, eldfímur vökvi, og einkum notað hann sem nautnalyf er framkallaði vímu við innöndun. Ekki er að sjá sem nokkrum hafi dottið í hug að nota efnið til lækninga á undan Morton. Hann prófaði etergrímu sína fyrst á hundi og síðan á aðstoðarmanni sínum, sem báðir sofnuðu og vöknuðu síðan sér að meinalausu. Þá var tímabært að prófa efnið við læknisaðgerð. Morton taldi frægan skurðlækni, John Collin Warren, á að reyna tæknina á sjúklingi, og hinn 16. október 1846 fjarlægði læknirinn æxli af hálsi tvítugs málara í Boston, sem Gilbert Abbott hét. Aðgerðin fór fram á stóru sjúkrahúsi, Massachusetts General Hospital, að viðstöddum fjölda forvitinna skurðlækna. Skemmst er frá því að segja að upp- skurðurinn tókst ágætlega. Að honum loknum rétti skurðlæknirinn úr sér og mælti við áhorfendur sína: „Herrar mínir, þetta er engin tískubóla “(Gentlemen, this is no humbug.) Sjúklingurinn bærði ekki á sér og staðfesti þegar hann vaknaði að hann hefði ekki fundið fyrir neinu. Skurðlæknir sem viðstaddur var, kallaði þetta „hið stórkostlegasta sem sést hefði á skurðstofu“. Fregnin barst eins og eldur í sinu um heiminn og brátt varð svæfmg fastur liður í öllum meiriháttar skurðaðgerðum. Auk eters var annað rokgjamt efni, klóróform -þríklórmetan eða metílþríklóríð, CHC13 -um skeið mikið notað sem svæfilyf. Það er með öllu óeldfimt, sem kom sér vel fyrir daga raflýsingar, meðan skurðstofur vom lýstar með gaslömpum. Eftir það dró úr vinsældum klórófonns, enda kom í ljós að dauðsföll af völdum þess voru tíðari en við etersvæfingu. Önnur svæfilyf Það er óþægilegt að anda að sér eter á þeim tíma sem líður áður en maður missir meðvitund, og ákafúr þorsti og önnur vanlíðan sækir á sjúklinginn alllengi eftir að hann vaknar, enda hefúr eterinn þokað fyrir öðmm svæfilyfjum. Sumt em þetta gastegundir sem sjúklingar anda að sér, en óþægilegar aukaverkanir em minni en af eter. Auk þess em algeng svæfilyf sem sprautað er í æð og verka á örfáum sekúndum. Stundum er sprautusvæfmgu beitt við alla aðgerðina en í öðrurn tilvikum tekur gassvæfing við eftir að sjúklingurinn er sofnaður. Með nútímatækni er hægt að fylgjast óslitið með ástandi sjúklings meðan á aðgerð stendur og breyta skammti svæfilyfs ef þörf krefur. Staðdeyfing Auk svæfilyfja, sem svipta sjúklinginn meðvitund, er við ýmsar aðgerðir beitt Heima er bezt 501

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.