Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 22
staðdeyfingu. Deyfilyfið lamar þá skyntaugabrautir sem flytja heilanum boð um sársauka. Oft er lyfinu dælt með holnál inn í aðgerðasvæðið, til dæmis við tannlækningar, en í mœnudeyfingu eru skyntaugar frá viðeigandi svæði deyfðar þar sem þær liggja inn í mænuna. Staðdeyfilyf em stundum blönduð öðrum efnum, svo sem adrenalíni sem herpir saman æðar svo deyfilyfíð dreifist síður út um líkamann. I langvarandi aðgerðum með staðdeyfingu fær sjúklingurinn líka oft róandi lyf svo hann er meðvitundarlítill. Suður-amerískir indíánar tuggðu öldtint saman lauf kókarunna (Erythroxylon) og juku með því úthald til erfiðisvinnu. Spænskir landvinningamenn fluttu laufin til Evrópu en neysla þeirra varð ekki almenn. Þetta breyttist eftir að þýskur efnafræðingur, Albert Niemann, ein- angraði árið 1859 úr laufunum virkt efni, kókaín. Landi hans, herlæknirinn Theodor Aschenbrandt, fór 1883 að gefa vígamönnum sínum í her Bæjaralands kókaín til að auka baráttuþrek þeirra. Skrif hans í læknarit um árangurinn vöktu athygli Sigmundar Freud sem fór að gefa lyfið sjúklingum og brúkaði það raunar sjálfur. Og í coca-cola var kókaín frá því byrjað var að framleiða drykkinn 1885 þartil 1905.' Kókaín er trúlega elsta staðdeyfilyfið. Frá miðri 19. öld, áður en efnið var einangrað, eru heimildir fyrir að safi úr kókalaufum hafi verið notaður við aðgerð í hálsi. Árið 1884 var kókaínlausn dreypt í auga sjúklings fyrir augnaðgerð. Næstu 20 árin var kókaín notað til staðdeyfíngar, ýmist borið á húð eða gefíð með spautu. En lyfíð hafði ýmsar skaðlegar aukaverkanir og margir urðu háðir því, enda er dreifing þess og neysla nú hvarvetna ólögleg. Var því farið að leita að efhi með deyfingarmátt kókaíns en minni aukaverkanir, og 1905 framleiddi þýskur efnafræðingur, Alfred Einhom, hið fyrsta af þessum efnum, prókaín eða nóvokaín, sem kom í stað kókaíns við staðdeyfíngu. Síðar hafa komið fram fleiri staódeyfílyf, meðal annars xylokaín eða lidokaín, sem sænskir lyfjafræðingar settu saman á fímmta tug 20. aldar. Það hefur ýmsa kosti fram yfír nóvokaín, veldur til dæmis sjaldnar ofnæmi. 1 Þóll samsetning coca-cola sé vist leyndarmál, mun stafest að í drykknum eru enn einhver efni úr kókataufum, önnur en kókaín. Cola-hluti nafnsins stendurfyrir kólahnetur, en í þeim er meðal annars kaffin. Þetta minnir á það að menn eru mismunandi, einnig varðandi áhrif lyfja á þá. Þrátt fyrir alla hátækni á bestu spítölum deyja alltaf einhverjir sjúklingar af völdum svæfíngar. (Hlutfallstalan er nú um 1:13.000 og hefur haldist nær óbreytt síðustu 15 árin.) Önnur áhrif lyfjanna em einnig breytileg, jafnt sú verkun sem eftir er leitað sem skaðlegar aukaverkanir, og koma þar bæði við sögu erfðir og umhverfi. Nýrra lyfja leitað I leitinni að áhrifúm ýmissa lyfja á miðtaugakerfið rannsaka menn nú taugavirkni í ýmsum hlutum miðtaugakerfisins með tækni eins og segulómun (Magnetic Resoncmce Imaging, MRI) og jáeindasniðmyndun (Positron Emission Tomography, PET). Menn hafa fengið fram öll þau svæfi- og deyfilyf sem nú eru í notkun, jafnt náttúruefni sem tilbúin verksmiðjuefni, af reynslu, með því að prófa sig áfram þar til fengin er æskileg verkun með viðunandi aukaverkunum. Hvers kyns deyfingu (þar með svæfmgu) tengjast fímm einkenni í misríkum mæli: Róun (sedation), óvit eða meðvitundarleysi (hypnosis), lömun (paralysis), tilfmninga- 502 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.