Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Page 27

Heima er bezt - 01.10.2007, Page 27
Munni fyrstu lestarganganna, sem voru opnuð 1559. Námulestin, sem flytur ferða- langa niður göng saltnámunnar að trérennibrautinni, sem frá segir í greininni. sem lestin fer eftir séu víð eða há, og verður að gæta þess að hvorki rétta út hendi eða rísa upp af bekknum, á meðan á ferðinni stendur, því þá rekast menn óðara utan í gangavegginn eða loftið. Og ekki er laust við að örlítil innilokunarkennd geri vart við sig á meðan ekið er niður svona þröng göng, nánast í algeru myrkri, og ekki virðist vera nein leið til þess að snúa við áþessu augnabliki. En svo er skyndilega komið í víðan og mikinn sal djúpt niðri í jörðinni þar sem víða loga ljós, og má þá segja að nú höfúm við gengið í kletta og menn fara að velta vöngum yfir því hvort ekki liggi næst fyrir að koma auga á huldufólkið sem þama hljóti að búa, ef marka má íslenskar þjóðsögur. En ekki fer nú svo að þama birtist það sjónum. Enn skal haldið niður á við og nú verða fyrir okkur nokkurs konar rennibrautir, sem gerðar em úr tveim samliggjandi um það bil hálfs meters háum trébitum, sem liggja eitthvað áfram niður í dýpi fjallsins. Er manni gert að setjast klofvega á þær, rassinn í bilið á milli þeiira og fætumir lagðir út yfir sitt hvom bjálkann. Ekki er hætta á að maður fái þama flís í rassinn, því bjálkamir em vel slípaðir eftir ótal renniferðir námumanna niður eftir þeim í gegnum aldimar. Sniðug aðferð til þess að flýta för námumannanna niður á vinnslustaðinn. Ýmsir hljóðuðu og hvíuðu þegar af stað var komið, því brautin er býsna brött og ferðin mikil á mannskapnum. Við efri endann var starfsmaður sem stjómaði því að fölkið færi ekki of ört niður og rækist hvert á annað. Gjaman fóm tveir saman í einu. En þegar koniið er neðst í rennibrautina, réttir úr henni og hefur maður um 5 metra til þess að hægja ferðina og stöðva, sem eðlilega gerist nánast af sjálfú sér. Og nú er komið niður á sjálft vinnslusvæði saltsins, sem reynist vera gríðarstórt vatn, sem þar myndast við það að vatnið drýpur niður í gegnum salt bergið og þama sjáum við menn sem em að vinna saltið úr vatninu. Rökkvað er þama niðri en svæðið er lýst upp meðal annars með „salt-ljósum“ eða lömpum, sem gefa frá sér hlýlega og þægilega birtu. Ekki þurftum við að ganga alla leið upp aftur, því nú var farið með lyftu upp á pallinn þar sem lestin beið okkar og flutti okkur aftur út í dagsbirtuna, sem var vel þegin, eftir þessa ferð inn í rökkvuð iður jarðarinnar, ef svo má að orði komast. Berchtesgaden býður upp á margt fleira áhugavert til skoðunar, sem of langt mál yrði að telja hér, og svæðið sjálft og fegurð þess, þama við þýsku Alpana, eitt og sér, Horft til Arnarhreiðursins, neðan frá Berchtesgaden. Rútur með ferðamenn á leið upp veginn til Kehlsteinhaus, eins og Arnarhreiðrið heitir í dag. Þar er nú rekið veitingahús. Heima er bezt 507

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.