Heima er bezt - 01.10.2007, Side 30
og voru reistar sérstakar vinnubúðir við
fjallið f'yrir allan þann hóp. Vegagerðin var
afar vandasöm og ekki auðveld miðað við
þá tækni og verkþekkingu sem til staðar
var á þessum tíma. Vegurinn liggur í
gegnum 5 jarðgöng á leiðinni upp á topp
á aðalbílastæðið sem var í tæplega 1700
metra hæð. Frá bílastæðinu vom svo bomð
eða sprengd lyftugöng beint upp í gegnum
fjallið, 123 metrará hæð, og lágu þau beint
inn í Amarhreiðrið.
Eftir þeim gekk lyfta og gengur enn,
sem búin er grænum leðursætum, með
látúnsspeglum á veggjunum
Amarhreiðrið var búið dýrmætum
húsgögnum og öðrum toppþægindum
síns tíma.
Reyndar mun Hitler aldrei hafa verið neitt
sérlega spenntur fyrir þessari fímmtugs-
afmælisgjöf sinni og dvaldi ekki oft í húsinu.
Hann notaði það eitthvað fyrir móttöku
ýmissa þjóðhöfðngja, en annars mun það
aðallega hafa verið Eva Braun, ástkona
hans, sem nýtti sér húsið. Henni var hins
vegar alltaf gert að víkja af svæðinu,
þegar foringinn þurfti að nota húsið fyrir
móttökur sínar.
Sagt var að Bormann hafi orðið fyrir
Hitler med gesti á svöhim Arnar-
hreiðursins að virða fyrir sér
útsýnið. Það var einn aðaltil-
gangur hans með því að bjóða
gestum þangað, að fá þá til að
falla í staft yfir húsinu, staðsetn-
ingu þess og útsýni. Og það mun
ekki ósjaldan hafa tekist.
Merkilegt var það, að eftir loft-
árásir Bandamanna á Ohersah-
berg, þar sem lystihús nasista
voru, þá varð eftir þessi skugga-
mynd á húsi Hitlers, sem er nánast
eins og táknmynd dauðans.
Útsýni úr einum opnanlegu gluggum
Arnarhreiðursins, en hœgt var að
renna honum ö/lum niður.
nokkmm vonbrigðum með áhugaleysi
Hitlers á húsinu og hafi hann beðið Evu
Braun að tala alltaf vel um það og hrósa
því í hástert þegar Hitler heyrði tii.
Tilfellið var líka að Hitler var lofthræddur
og leið illa á háum stöðum. Þá er sagt að
hann hafi minnst á það við Bormann að
vegna þess hvað loftið væri þunnt þama
uppi þá gæti hann einungis komið í húsið
stöku sinnum. Hann var líka smeykur við
lyftuna, og taldi mjög áhætíusamt að ferðast
Einn gangurinn í byrginu.
Hér er hurð til hægri í neðanjarð-
arbyrginu, sem liggur að göngum
sem lágu upp að húsi Hitlers. Vinstra
megin má sjá rimla fyrir álmu, sem
œtluð var fyrir hunda hans.
Götin við einn stigann, þar sem í
gegn var stungið hlaupum vélbyssa
hermanna, sem vörðu innganga
þess.
H/iðargöng eða herbergi neðan-
jarðarbyrgisins voru ótrúlega vel
búin húsögnum ogjafnvel teppum,
og útbúnaðurinn á við sœmilegustu
hótel.
510 Heima er bezt