Heima er bezt - 01.10.2007, Page 31
með henni. Hann óttaðist að eldingu gæti
lostið niður í húsið þegar þannig viðraði.
Reyndar haföi það gerst tvisvar á meðan á
byggingu þess stóð, svo sá ótti var kannski
ekki alveg ástæðulaus. Eftir að stríðið
braust út kom hann aðeins einu sinni í
Amarhreiðrið (sem Bandamenn munu
hafa iyrstir kallað því naíni), í október
1940, og síðan aldrei eftir það.
Svo vandaður var vegurinn og göngin
sem gerð voru upp fjallið að hann er enn í
dag í ágætu gildi og hefur ekki þurft neinna
breytinga við.
Árið 1943 voru bandamenn famir að
gera meiriháttar loftárásir á þýskar
borgir, og fóru nasistar nú að iiuga
að því að efla loftvamir sínar á
svæðinu. Þrátt fyrir áróður Göbbels
um algjöran sigur, þá gátu menn
ekki lengur, þegar þar var komið
sögu, horft framhjá þeirri staðreynd
að farið var að halla vemlega undan
fæti hjá þriðja ríkinu, og jafnvel
hilla undir ósigur. Bandamenn
vom einnig famir að stefha árásum
sínum að Berchtesgaden því þeir töldu um
tíma að lokaomistan um Þýskaland myndi
jafnvel fara þar fram. Staðreynd mun það
og vera að Hitler hafði íhugað það alvarlega
að flytja höfuðstöðvar sínar þangað, þegar
mest fór að ganga á í Berlín, og mun m.a.
hafa verið búinn að flytja um 80 manns af
starfsliði sínu til Berchtesgaden. En svo fékk
hann bakþanka, af þeirri ástæðu að honum
mun ekki hafa þótt nógu hetjulegt að renna
af hólmi frá her- og stuðningsmönnum
sínum í höfúðstöóvum flokksins og ákvað
þvf að berjast til loka í Berlín.
Nasistarnir hófú árið 1943 að byggja
heljarmikið neðanjarðarbyrgi í fjallinu
fyrir ofan Obersalzberg, og var það að
sjálfsögðu afar leynileg aðgerð. Henni
stjómuðu þýskir verkfræðingar og fengnir
vom verkamenn frá Italíu og Tékkóslóvakíu.
I neðanjarðarbyrginu var að fínna alla
nýjustu tækni sem til var á þessum tíma,
svo sem til þess að fleyta burt skolpi, stýra
loftræstingu, hitun og rafmagni. Alls eru
göngin um 2800 metrar og tengja saman
um 80 herbergi. Sum voru eingöngu búin
tækjum en önnur fínustu húsgögnum.
Við ferðalangarnir, sem vomm þama á
ferð á vordögum 2006, áttum þess kost að
skoða þessi neöanjarðargöng. Verður að
segjast sem er að þau em ótrúlega vel gerð
og margslungin, öll múrhúðuð að innan.
Helmingur þeirra mun hafa fundist strax
undir lok stríðsins en ekki munu vera nema
um 15-20 ár síðan að seinni helmingurinn
uppgötvaðist, svo vel varðveitt leyndarmál
voru þessi göng.
Við fórum niður í þau innanhúss í hótelinu
sem áður er nefnt og kallaðist Tyrkinn, á
sínum tíma. Fyrst þegar komið er niður
í göngin er gengið niður fjöldan allan af
tröppum, rúmlega hundrað talsins. Og allan
tímann á meðan gengið er niður tröppumar
blasa við manni neðst, þijú göt á veggnum,
sem vom gerð fyrir hlaup vélbyssa, sem
verðir beindu gegn þeim sem inn komu,
ef ske kynni að það væru óvelkomnir
gestir. Þegar komið er svo nióur að þessum
hríðskotagötum, liggja göngin aðeins til
hliðar og aftur taka við tröppur niður á
við, þar sem annað vélbyssuhreiður bíður
með sama hætti. Það heföi því ekki verið
heiglum hent að reyna að komast inn í þetta
byrgi á sínum tíma. Og þama gengur maður
framhjá herbergi eftir herbergi, sem búið
erað merkja ferðamönnum til upplýsingar,
og má þar nefna ýmis birgðaherbergi,
fundaherbergi, svefnherbergi, og meira
Hótel Tiirken, þaðan sem farið er
niður í neðanjarðarbyrgið í fjallinu í
dag.
að segja má á einum stað fínna sérstakt
herbergi fyrir hunda Hitlers. Álmur lágu
svo upp undir hús helstu foringjanna, svo
sem Bormanns, Görings, Speers, Göbbels
og að sjálfsögðu Hitlers.
Ef á þurfti að halda gátu þeir semsagt
komist ofan í göngin beint úr húsum
sínum.
Bandamenn reiknuðu með að fást við
SS hersveitir í Berchtesgaden sem væm
þar að veija ýmsa embættismenn nasista
og vom amerískar og ffanskar hersveitir
sendar þangaó sérstaklega. En þegar til
kom þá reyndist andstaðan engin á svæðinu
og var það hertekið án þess að til orrustu
kæmi.
En áður höföu bandamenn gert miklar
loftárásir á Berchtesgaden til að undirbúa
hertöku sveita sinna. Aðeins fáir íbúar
fómst í þeim árásum, þar sem þeir gátu
nýtt sér neðanjarðargöng nasistanna sem
loflvamarbyrgi, en þeir vom flúnir af
svæðinu,.
Öll hús nasistaforingjanna eyöilögðust
í loftárásunum en Amarhreiðrið varð ekki
fyrir sprengjum. Eftir stríðið vom uppi
áfonn um að eyðileggja allar byggingar sem
reistar höföu verið af nasistum á svæðinu.
En það varð ofan á að hlífa Amarhreiðrinu,
sem í dag heitir Kehlsteinhaus og er rekið
sem veitingahús. Öll önnur ummerki um
vem nasistanna vom hins vegar eyðilögð
og vom restar húsa þeirra sprengdar í loft
upp árið 1952.
Húsið, þar sem íslensku ferða-
langarnir gistu á meðan þeir dvöldu í
Berchtesgaden, hjá þeim Helgu Þóru
og Peter Eder.
Heima er bezt 511