Heima er bezt - 01.10.2007, Qupperneq 35
Eggjataka var mikil í Grímsey. Hér er ungur sveinn við
hrúgu af eggjum.
heimili í Grímsey og auk þess allgóðan vísi að bókasafni,
meðal annars með skákritum ýmiss konar, og loks gildan
sjóð til viðhalds og aukningar á bókasafninu. Hefur gjöf þessi
komið í góðar þarfir og stytt mörgum stundir í landlegum og á
löngum vetrarkvöldum. Ekki mun nú skákíþróttin jafn mikið
stunduð og áður fyrr, og valda því breyttir lifnaðarhættir,
útvarpið o. fl.
Grímsey hefur um aldaraðir verið eitt afskekktasta byggðarlag
íslands og með fádæmum erfitt um aðdrætti alla og samgöngur
við land á meðan ekki var til annarra farartækja að leita en
róðrarbáta einna. Setti þessi einangrun að sjálfsögðu nokkurn
svip á líf, hugsanagang og atvinnuhætti íbúanna. En nú er
þegar orðin á þessu gagnger breyting, síðan vélamenningin
komst til valda og má þar nefna vélskip og flugvélar, sem
í einni svipan hafa rofið einangrunina og fært Grímsey og
íbúa hennar inn í straumiðu menningarinnar.
En þrátt fyrir þetta og með tilliti til þess, hve stutt er síðan
vélainenningin náði út í hina afskekktu byggð, þá getur
þar enn að líta einkenni fornra atvinnuhátta, sem víðast
hvar annars staðar eru horfnir eóa eru að hverfa úr íslenzku
þjóðlífí.
Má þar nefna bjargsigið, fuglaveiðar á flekum, auk gamaldags
vinnubragða við heyannir o. fl. Þá má þess og geta, að á
llestum bæjum í Grímsey sækir fólk vatn í brunna Og ber
það oft langan veg í fötum með vatnsgrind um öxl.
Vatn er yfirleitt ekki til í Grímsey, nerna nokkrar leirtjarnir,
sem flestar þoma upp í langvarandi þurrkum. Grafa bændurnir
brunnana sem næst bæjum sínum, og síast vatnið í þá gegnum
jarðveginn úr tjörnunum. I þurrkatíð horfír stundum til
vandræða með neyzluvatn, því að þá þorna sumir brunnarnir
með öllu upp.
Saga eyjarinnar
Litlar sagnir eru um elztu byggð Grímseyjar. Hvergi er
getið um fund hennar, en sagnir herma, að sá, sem fann
hana fyrstur, hafi Grímur heitið og að þannig sé nafn hennar
til komið. Grímur þessi átti að hafa verið bróðir Kolbeins
þess, er Kolbeinsey er við kennd. Sagt er, að Grímur hafi
byggt hof í Grímsey, að bænum Grenivík. Seinna fauk hoflð
í ofviðri og var þá flutt að Miðgörðum. Þegar kristni var
lögtekin, var kirkja byggð á sama stað, og hefur hún verið
þar síðan.
I fornsögum er Grímseyjar nokkrum sinnum getið, og af
þeim má ráða, að í Grímsey hafi verið byggð í lok 10. aldar.
Ennfremur að þá skömmu síðar hafí verið þar fískiúthald
mikið, trjáreki og hvalreki, sem höfðingjar í landi áttu.
í Sturlungu kemur Grímsey oft við sögu, en þó hvað mest í
sambandi við sögu Guðmundar biskups góða, en hann flýði,
sem kunnugt er, til Grímseyjar árið 1222 ásamt 70 manna
liði vopnfærra manna og 30 kvenna og stafkarla. Sturlungar
sóttu að biskupi út í Grímsey til að koma fram hefndum
á honum og höfðu hálfan ljórða tug skipa. Biskupsmenn
gerðu allt hvað þeir gátu til að verja þeim landgönguna, en
fengu ekki við ráðið, enda var var biskupsliðið hugdeigt og
illa búið og auk þess liðsmunur verulegur. Var Guðmundur
biskup þá tekinn höndum og fluttur til lands, en á leiðinni
hrepptu skipin veður mikið og týndust þá sum skip þeirra
feðga, Sighvats og Sturlu.
Að lokinni Flugumýrarbrennu voru nokkrir brennumenn
eltir út til Grímseyjar, og kom þar til bardaga, en frá því á
Sturlungaöld fara litlar sögur af manndrápum eða hryðjuverkum
í Grímsey, að undanskildu því, sem þjóðsögur herma. Reyndar
segir Hannes Pálsson í skýrslu sinni, að Englendingar hafi
haft í frammi rán og óspektir í Grímsey árið 1423. Rændu
þeir í kirkjunni kaleikum, bókum og skrúða og meira að
segja kirkjuklukkum líka, fólk börðu þeir og særðu og
svívirtu konur. - Þjóðsagan segir svo frá þessum atburði,
að þann dag, sem Englendingar komu til Grímseyjar, hati
eyjarskeggjar verið rónir til fískjar austur af eynni en þó
ekki svo langt, að þeir sæi ekki til eyjarinnar. Jafnskjótt og
ræningjarnir lentu var kona send út á bjargbrún, þar sem
eyjan rís hæst, og skyldi hún breiða á hvíta voð til merkis
um að hætta vofði yfír. Sáu eyjarskeggjar merkið og hröðuðu
sér heim. Lentu þeir á afviknum stað við eyna, öfluðu sér
barefía og fóru mikinn til bæja. Höfðu ræningjarnir þá gert
usla, þar sem þeir gátu komið því við, meðal annars rænt og
ruplað Grímseyjarkirkju og misþyrmt konum, eins og áður er
sagt. En áður en þeir höfðu meiri spellvirki í frammi komu
eyjarmenn í opið flasið á þeim og sló þá þegar i bardaga,
sem lauk með sigri Grímseyinga.
Heima er bezt 515