Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 39
Gisting við góða hljótum, góðmetis einnig njótum. Hýritm hjá Hala-snótum höldum við til. Safnið hans Þórbergs sjáum; síðan við eflaust fáum fræðslu af fýrum knáum; flestu gerð skil. Þórbergs á sælu setri samtvinnum þáttinn betri. Þetta með Ijóðaletri lœt ganga' á þrykk. Þar með við Þórberg hyllum, þjóðskáldið okkar gyllum. Honum á háhest stillum, - hver eftir skikk. Minningar mœtar eigum, mjöðinn hinn dýra teygum. Krýnum þá sigursveigum, sem vinna til. Þórberg og Steinþór styðjum; stafar af þessum iðjum heill, - og þess heitt við biðjum! - Hér verða skil. Mér finnst fara vel á því að láta þennan dægurljóðaþátt bera nokkum svip af Þórbergi ffá Hala. Ekki vegna þess að ég sé hræddur um að hann gleymist. Hann á áreiðanlega eftir að lifa í vitund þjóðarinnar lengi. Vil þó minna á, að allt á sín endamörk. Þórbergur var nokkurt ástaskáld, þó að hann verði ekki nafnkenndastur vegna þess sem skáld og rithöfundur. Hér fer á eftir Ijóð er hann nefnir. Ég er aumingi. Eg er mikið mœðugrey, má því sáran gráta - af því forðum ungri mey unni ég framúr máta. Aldrei sé aftur þá, sem unni' ég í bernskuhögum. Bakvið fjöllin blá og há bíður hún öllum dögum. Ef ég kœmist eitthvert sinn yfir fjallasalinn, svifi ég til þín, svanni minn, með sólskin niðrí dalinn. En efég kemst nú ekki fet, elskulega Stína, eg skal éta eins og ket endurminning þína. Annað ástarljóð eftir Þórberg leyfi ég mér að birta hér. Það ber einkenni hans. Þórbergi var í mun að koma mönnum á óvart. Athugasemdir hans hittu í mark. Hér er ljóð hans: Munarljóð III Eg elskaði forðum yngismey, svo undraföla' á kinn, og hún kvaðst œtla' að eiga mig, eina geislann sinn. En þá kom trúfifl sunnanmeð sjó og sagði: Gœttu þín, því höggormar og Jjandafans þig fifla, góða mín. Hún fann það brátt, hin föla mær, að fjandinn bjó í mér. Með heimskum ieirhaus lagðist hún og lifði guði og sér. Og þar sem Þórbergur var einn af fremstu boðberum tungumálsins esperanto hérlendis, fínnst mér ekki rangt að staðið að birta eitt erindi á esperanto hér, þýðingu á ljóði, eftir Steingrím Thorsteinsson (1831-1913) og ber yfirskriftina Svanasöngur á heiði. Eg reið um sumaraftan einn á eyðilegri heiði. Þá styttist leiðin löng og ströng, því Ijúfan heyrði ég svanasöng, já, svanasöng á heiði. Sigurðar Kristófer Pétursson, sjúklingur á Holdsveikraspítalanum í Laugamesi (1882-1925) þýddi þetta erindi þannig á esperanto: Mi rajdis so/a je vesper' en tre dezerta stepo. L 'enua voj' ne tedis, zar min carmis kanto del' cignar' la cigna kant' en stepo. Orðalisti: rajdi (ríða á hesti); sola (einn, einmana); vespero (kvöld); dezerto (eyðimörk); stepo (steppa); enui (þykja e-ð leiðinlegt), vojo (leið); tedi (leiðast); carmi (heilla); kanto (söngur); cigno (svanur). Ég hef verið esperantisti í meira en sex áratugi. Það hefur veitt mér mikla lífsfyllingu á langri ævi. Ef einhver lesenda minna skyldi fá áhuga á þessu merkilega tungumáli við lestur þessa þáttar, gleddi það mig. Með kveðju. Saluton! Auðunn Bragi Sveinsson. Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavik audbras@simnet. is Heima er bezt 519

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.