Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.10.2007, Blaðsíða 40
Þjóðflutningarnir miklu Rómverska heimsríkið hélt velli um aldir, en um síðir liöaðist það sundur og leið undir lok. Til þess lágu fjölmargar orsakir og þar á meðal var þrálát ásókn villiþjóða sem herjuðu á landamæri ríkisins og eirðu engu. Var þar einkum um að ræða germanska þjóðflokka sem þá voru á faraldsfæti víða í Evrópu. Þess vegna tölum við um germönsku þjóðflutningana sem stóðu yfír við lok fornaldar og fram á miðaldir. Rómverjar höfðu haslað sér völl á síóustu öldum fyrir Krist og náð yfirráðum í öllum þeim löndum Evrópu, Asíu og Afríku sem liggja að Miðjarðarhafí. Fyrir norðan lönd Rómverja í Evrópu bjuggu á þeim tíma íjölmennir keltneskir þjóðflokkar og höfðu þeir einkum sest að í Alpalöndum og Gallíu, þar sem síðar nefndist Frakkland, sem og á Bretlandseyjum. En norðan við heimkynni Keltanna voru Germanir og höfðu þeir einkum sest aö löndum þeim sem nú heita Þýskaland, Fiolland, Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Við vitum ekki mikið um þessa germönsku forfeður okkar, þótt sitthvað hafí komið fram við fornleifarannsóknir. Einnig eru til allnokkrar ritaðar heimildir um þá frá fornöld. Ber þar hæst rit Cæsars um Gallastríðin frá miðri síðustu öld f. Kr. og bókina Germaníu, sem rómverski sagnritarinn Tacitus skrifaði um einni öld e. Kr. Germönsku þjóóflutningarnir stóðu yfír frá þriðju til sjöttu aldar. Þá flæddu þessir þjóðflokkar í stríðum strau- mum suður um Evrópu og stóð fátt fyrir þeim. Rómaveldi var þá komið á fallanda fót. Það stóðst ekki þessi áhlaup og leið undir lok. Það átti þó aðeins við um vesturhlu- ta þessa forna ríkis. Germönsku þjóðflokkarnir stofnuðu síðan mörg ríki í iöndum Rómaverja, en þau urðu þó flest skammlíf. Germanirnir voru yfirleitt miklu fámennari en þjóðir þær sem fyrir voru í þeim löndum þar sem þeir settust að og því glötuðu þeir fljótlega sérkennum sínum og tungu. Undantekning frá þeirri reglu að nokkru eru England og Frakkland, sem enn bera nöfn og svipmót frá þjóðflutningatímanum. Helstu germönsku þjóðflokkarnir sem stofnuðu ríki í löndum þeim sem Rómverjar höfðu áður ráðið, voru Vestgotar, Austgotar, Vandalir, Búrgundar, Engilsaxar, Frankar og Langbarðar. Gotar munu í öndverðu hafa tekið sig upp frá Svíþjóð og sest að í strandhéruðunum fyrir sunnan Eystrasalt um 100 e. Kr. Þaðan hófu þeir langferð suður í lönd og um 200 e. Kr. eru þeir komnir suður undir Svartahaf, þar sem þeir stofnuðu ríki. Þaðan herjuðu þeir á lönd Rómverja í vestri og lögðu undir sig skattlandið Dacíu sem nú er hluti af Rúmeníu. Þeir sem þar settust að voru nefndir Vestgotar. Tóku þeir brátt kristna trú og lærdómsmaðurinn Wúlfíla í þeirra hópi sneri Biblíunni á gotneska tungu. Mjög frægt eintak þeir- rar bókar er nú varðveitt í háskólabókasafninu í Uppsölum í Svíþjóð og kallast það Silfurbiblían. Svo gerðist það um 370 e. Kr. að Mongólaþjóðin Húnar fíæddi inn á slétturnar norðan við Svartahaf og síðan vestur um Evrópu. Þjóðir Gota voru ýmist undirokaðar eða þær flýðu. Þannig komst hluti Austgota suður á Krímskaga og hélt sér þar lengi sem sérstök þjóð. Vestgotar flúðu hinsvegar inn fyrir landamæri austrómverska ríkisins og dvöldu þar um skeið. Þeir bárust síðar til Ítalíu þar sem þeir rændu sjálfa Rómaborg undir forystu Alariks konungs árið 410. Eftir fráfall Alariks bárust þeir til Gallíu og áttu þar ríki um árabil. Síðar fluttust þeir svo suður yfir Píreneatjöll og lögðu Spán undir sig. Stóð þetta spænska Gotaríki til ársins 711, þegar Arabar komu sunnan yfír Gíbraltarsund og unnu ríki þeirra á skömmum tíma. Vestgotar hurfu þá úr sögunni, en landsheitið Kata- lonía sem í öndverðu hét Gotalonía vitnar enn í dag um ríki þeirra á Píreneaskaga. Þá ritaði Vestgotinn Jórdanes sögu þjóðar sinnar á sjöttu öld og er það dýrmæt heimild um þessa norrænu farandmenn. Vandalir nefndist annar germanskur þjóðfíokkur sem um aldamótin 400 tók að herja á Rómaveldi og fór hratt yfir. Þeir voru taldir frændur Gota og upprunnir á svipuðum slóðum. Fyrst héldu þeir vesturyfír Rín og dvöldust í Gallíu um skeið. 520 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.