Heima er bezt - 01.10.2007, Qupperneq 43
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Víðifjöróur glitrar í kvöldskini hnígandi vorsólar. Bláar,
lognkyrrar öldur líða mjúklega upp að ströndinni og ljóða létt
við fjörusandinn. Hin háreistu fjöll beggja megin fjarðarins
minnast í þögulli tign sinni við gullofinn sæinn. Á þeirri svipmiklu
spegilmynd siglir stórt strandferðaskip inn Víðifjörð. Guðbjörg
Jónsdóttir hjúkrunarkona stendur á þilfari skipsins og horfir til
lands. Hið stórfenglega útsýni, ofið í yndisleik vorkvöldsins,
vekur hrifningu og aðdáun í sál hennar. í faðmi ijallanna við
mynni fjarðarins rís kaupstaðurinn, framtíðarborgin, þar sem
hún ætlar að eyða kröftum sínum. En hrifningin í sál ungu
hjúkrunarkonunnar blandast sársauka. í rauninni er hún að flýja
í þennan afskekkta íjörð. Hún neitaði góðri stöðu í Reykjavík af
ótta við að hin kaldlynda örlagagyðja léti þau mætast þar á ný,
Hauk lækni og hana. En hér hlýtur hún að geta starfað örugg og
óhult. Skipið rennur upp að hafnargarðinum. Fjöldi fólks fagnar
komu þess. Páll, héraðslæknirinn í Víðifirði, tekur á móti nýju
hjúkrunarkonunni og býður hana velkomna. Hann er gamall og
virðulegurmaður. Þau fylgjast að heim í læknishúsið. í hlýiri
og vistlegri stofú sest Guðbjörg að kvöldverði. Páll læknir og
Þórunn kona hans bjóða henni að gista hjá sér í nótt. Á morgun
er svo nógur tími fyrir hana að flytja sig á sjúkrahúsið.
Guðbjörg tekur boði þeirra með þökkum. Hlýja og alúð
einkennir viðmót þessara gömlu, virðulegu læknishjóna, og
sársaukinn og einstæðingskenndin í sál ungu hjúkmnarkonunnar
þokar íyrir hlýrri tilfinningu í návist þeirra. Guðbjörg hefur lokið
við að borða. Þórunn býr um hana á legubekknum í stofunni,
hjónin bjóða henni góða nótt og ganga í burtu. Guðbjörg er ein.
Hún háttar, fegin hvíldinni effir langt ferðalag, en svefninn fær
ekki sigrað vitund hennar strax. í hljóðri kyrrð næturinnar á
þessum ókunna stað vakna í sál hennar endurminningar liðinna
ára, allt frá þeirri stundu, sem hún eignaðist þá hugsjón, sem
nú er orðin að veruleika í lífi hennar. Með deginum, sem rís
úr skauti þessarar hljóðu nætur, byrjar hún starfið, sem hún
ætlar að fóma öllum sínunt kröftum. Ábyrgðin, sem því fylgir,
hefur aldrei verið henni eins augljós og nú. í djúpri lotningu
tilbeiðslunnar stígur sál hennar upp til höfundar lífsins, í heitri
klökkri bæn fyrir framtíðarstarfmu, og honum, sem það er
helgað, í ódauðlegri endurminningu. Friður og öryggi streymir
í sál ungu hjúkrunarkonunnar, vemleikinn fjarlægist smátt og
smátt og hverfur að lokum. Bjartar dísir hljóðrar vomætur
vagga þreyttum jarðarbömum inn í faðm svefnsins.
***
Nýir dagar rísa úr skauti tímans. Guðbjörg hjúkrunarkona
hefur strax nóg að starfa. Páli lækni er það ljóst að hún er mjög
fúllkomin í starfi sínu og með þeim er hin bezta samvinna.
Heimili læknishjónanna stendur Guðbjörgu opið hvenær sem
hún hefúr frístund, og þar nýtur hún hinnar sönnu vináttu í ríkum
mæli. Unga hjúkrunarkonan vinnur ást og virðingu sjúklinga
sinna og þeima, sem með henni starfa. Frá sál hennar streymir
hinn fórnandi kærleikur til allra, sem þjást og líða, og svæfir
hennar eigin sorgir. Hún lifir fyrir starfið.
***
Vorsólin hellir geislaflóði sínu yfir sveitina. Læknishjónin
á Sólvangi sitja saman í hinni vistlegu dagstofú sinni og njóta
hvíldar að loknum hádegisverði. Á borði fyrir framan þau
liggur stór bunki af sendibréfum, tímaritum og dagblöðum,
sem pósturinn færði þeim fyrir stundu síðan. Sveinn læknirtekur
efsta dagblaðið í bunkanum og byrjar að lesa það, en Ragnhildur
leitar um stund í sendibréfununt. Loks tekur hún eitt bréfið af
borðinu, og bros líður yfir andlit hennar. Hún þekkir rithönd
dóttur sinnar utan á því, vonandi færir það henni einhveijar góðar
fréttír af Agnesi, sent dvalið hefur í Reykjavík að undanfomu
sér til skemmtunar. Ragnhildur opnar bréfið og les:
Elskit mamma!
Egþakka bréfið þitt síðast. Nú sest ég niður til að skrifa
þér miklarfréttir, en ef til vill áttarþúþig ekki ífyrstu áþví,
hve góðarþær eru. Eg hef nú loksins fundið hina varanlegu
hamingju í lífinu. Síðastliðið laugardagskvöid opinberaði
ég trúlofun mína með Val Dalbergforstjóra. Pabbiþekkir
fólkið hans. Valur er alveg dásamlegur, mamma, og ég
er svo óumræðilega hamingjusöm. Foreldrar hans óska
eftirþví, að brúðkaup okkarfari jram í nœsta mánuði, því
þá á móðir hans fimmtugsafinæli, og þeim finnst tiivalið
að sameina brúðkaups og afmœlisfagnaðinn, og auðvitað
erumvið Valur hjartanlega samþykkþví. Valur ogforeldrar
hans sendaykkur pabba beztu kveðju sína, og við biðjum
ykkur öll að koma hingað til Reykjavíkur um miðjan næsta
mánuð til þess að sitja bniðkaupið og afmœlisfagnaðinn,
Heima er bezt 523