Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2007, Page 46

Heima er bezt - 01.10.2007, Page 46
- Jæja. Eigum við ekki að halda áfram að skoða sjúkrahúsið? - Eg er tilbúinn að fylgja yður. Aftur nær áhuginn fyrir starfinu tökum á unga lækninum. Hann fylgist með hinum aldna embættisbróður sínum inn í hverja sjúkrastofuna af annarri og kynnir sig fyrir tilvonandi sjúklingum sínum. I hvert sinn, sem ný sjúkrastofa opnast unga lækninum, leita augu hans hinnar ókunnu hjúkrunarkonu í djúpri óviðráðanlegri þrá eftir því að sjá hana þar, en hún verður hvergi á vegi hans. Læknamir hafa skoðað allt sjúkrahúsið og nema staðar á lækningastofunni. Páll afhendir eftirmanni sínum ýmis verkfæri, skýrslur og ffeira viðkomandi starfmu og skýrir honum frá rekstri sjúkrahússins. Því er öllu lokið, og læknarnir taka sér báðir sæti. Páll segir: - Þá er starfsferill minn við þetta sjúkrahús á enda, og ég fel yður hérað mitt í góðu trausti, ungi embættisbróðir, gæfan fylgi yður í gifluríku starfí um langa framtíð. - Eg þakka yður innilega, Páll læknir. - Hvernig lízt yður nú yfirleitt á starfsskilyrðin hér? - Vel, og mikið betur en ég bjóst við á svona afskekktum stað. Sjúkrahúsið er stórt og vistlegt og allur aðbúnaður mjög góður að sjá. Hafíð þér starfað lengi í þessu læknishéraði? - Rúm tuttugu ár. - Svo lengi. Þér hafið sjálfsagt margs að minnast frá svo löngum starfsferli hér. Betri heyrn - bætt lífsgæði Lifðu lífinu lifandi og njóttu þess að eiga góð samskipti við fjölskyldu og vini á efri árunum. Tíma- Pantan/r . ’síma 6« 6880 I boði ei Sigurbros færist yfír andlit gamla læknisins. - Já, víst er um það, og dýrmætt er nú að eiga ríkulegan sjóð bjartra minninga við leiðarlokin, en oft hefur verið telft djarft, og átök við hinn íslenzka vetur tíðum verið hörð og óblíð í dimmu skammdegisins á löngum fjallvegum, því hann er breiður og erfíður yfirferðar, Víðifjarðarhálsinn, en allt hefur farið vel, og margur glæstur sigur unnizt yfir sjúkdómi og heljaröflum vetursins. Eg er forsjóninni innilega þakklátur fyrir ævistarfið. - Ég samgleðst yður, Páll læknir, og óska yður langra lífdaga við arineld bjartra minninga, þar sem hver sigurboginn rís af öðmm yfír löngu, fómarríku starfi í þjónustu við sjúka meðbræður. Slíkar minningar eru gullinu dýrri. - Ég þakka yðar hlýju orð, ungi vinur. Gæfan fylgi ávallt mínu kæra læknishéraði og öllum þeim, sem vinna að heill þess. Ég hef verið svo heppinn frá því fyrsta að fá hingað valið starfsfólk í þjónustu sjúkrahússins, og eins vona ég að verði í framtíðinni. Síðastliðið vor varð ég og sjúkrahúsið svo fyrir því mikla láni, að þessi góða og fjölhæfa hjúkrunarkona skyldi ráða sig hingað, og ég óska og vona, að hún starfí hér sem lengst. - Er hún mikið menntuð í sinni grein. - Já, hún hefur lokið þeim lærdómi í hjúkrun, sem veittur er hér á landi, með bezta vitnisburði, sem hægt er að gefa, en þó er mest um vert, að samfara mikilli tjölhæfni í starfmu er hún svo auðug af sannri hjartagöfgi, að á betra verður ekki kosið. - Vitið þér hvaðan hún er ættuð, þessi hjúkrunarkona? - Nei, því miður veit ég það ekki, hún er yfírleitt mjög fáorð um sína hagi og einkamál. - Svo. Haukur læknir situr þögull um stund. Orð Páls og hin bjarta mynd ungu hjúkrunarkonunnar fylla huga hans. Páll veitir nána athygli hverju svipbrigði á andliti unga læknisins, og hann verður ennþá vissari í þeirri ágizkun sinni, að einhver ævintýralegur leyndardómur tengi saman fortíð þeirra Guðbjargar hjúkrunarkonu og Hauks læknis. Páli langar ósegjanlega mikið til þess að skyggnast dýpra inn í þann leyndardóm, ef slíkt mættí verða til blessunar á einhvem hátt. Haukur læknir rís snögglega á fætur. Hann hefur gleymt tímanum eftir samræðumar við fyrirrennara sinn, og nú má hann ekki sitja lengur. Páll stendur einnig upp úr sætí sínu. Hann lítur á úrið sitt og segir: - Viljið þér ekki gjöra svo vel, Haukur læknir, að koma heim til mín og snæða kvoldverð með okkur hjónunum? - Jú, ég þakka yður fyrir. Þeir ganga heim í hús gamla læknisins. Þómnn, kona Páls, tekur þeim alúðlega, og framreiddur kvöldverður bíður þeirra í vistlegri stofu. Læknamir setjast að borðum og Þómnn með þeim. Hinn ljúffengi kvöldverður er framreiddur fyrir fjóra, en ljórða persónan er hvergi sjáanleg. Páll lítur á konu sína og segir: - Kemur Guðbjörg hjúkmnarkona ekki til að borða með okkur eins og um var talað? Framhald í næsta blaði. 526 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.