Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1952, Qupperneq 8

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1952, Qupperneq 8
8 Skógræktarstjóra ríkisins dreymdi þann draum, að honum þótti engill koma til sín, og var sá í hvítum klæðum, síðskeggjaður og hélt á lúðri í hendinni, Engillinn tvísteig japlandi frammi fyrir rúmstokki skógræktarstjóra nokkra stund, togaði síðan í skeggið svo segjandis ''Eg em spámaðurinn Habakúk. Gleðitíðindi færi ég þér; Land þitt skal verða skógi vaxið milli fjalls og fjöru, svo sem áður var, og apar munu leika sér í trjánum," Blés Hahakúk spámaður síðan í lúðurinn, blak- aði vængjunum og var á brott. Skógræktar- stjóra fannst þetta hið mesta undur sem von var, en enn meiri varð þó undrun hans nokkrum dögum síðar, er hann fékk sendar miklar birgðir af ókennilegu fræi, Hann var sannfærður um að hér stæðu æðri máttarvöld bak við og loksins hefði Drott- inn sóð aumur á þessu vesala landi sem svo lengi hafði skóglaust þreyð og þrauk-', að, Hann tok að ferðast um og prédika dýrð drottins og Habakúks, þess mikla garðyrkjumanns og skogræktarfrömuðs, Alls staðatr, í hverri sveit, hverju þorpi og hverjum kaupstað hélt hann samkomur og sagði draum sinn, Það þótti mönnum fárán- legur draumur og skógræktarstjóri var hvergi kallaður annað en Habakúk með drauminn. En alls staðar, sem skógræktar- stjóri fór, sáði hann fræjunum Habakúks- nautum og þau voru ótrúlega skæð með að komast alls staðar að. Þau hurfu ofan í moldina, milli kletta, upp á fjöll eða smugu beinlínis niður í sprungur í mal- bikuðum strætum kaupstaðanna, Þau voru alls staðar, NÚ var tekið fast að vora og sólríkir dagar fóru í hönd og því var eðlilegt, að hin nýsáðu fræ færu að láta til sín taka, Þau skutu öngum í allar áttir og aður en varði voru runnir úpp grænir luuidar víðs vegar um landið og brátt tóku þeir að sameinast í stóra skóga. Allar mann- byggðir hurfu í skóginn, þær stoðu ekki upp úr, Loftslagið varð heitt og milt og af skóginum lagði sætan þef, Alda léttúð- ar og lausungar fór um landið, enginn vildi veiða fisk, sla gras eða eiga við skepnur, Menn og kykvendi gengu nú sjalfala í skóginum, Kirkjurnar stóðu tómar, alþingismenn fóru í berjamó í staðinn fyrir að sitja á fundum, ríkis- stofnanir allar hurfu úr sögunni og hjónabönd lögðust niður. "Mennirnir eðla sig eins og skepnur í skóginum", sagði biskup landsins grátklökkur í utvarpsræðu, sem enginn hlustaði á, NÚ fannst beztu mönnum landsins að við svo buið mætti ekki lengur standa og fáein- ir æsingaseggir úr æskulýðsfélagsskap þeirra laumuðust eina nótt til skóg- ræktarstjóra, sem þeir kenndu umalla þessa vellíðan þjóðarinnar. (Eins og allir vita er stjornendum eins lands ekki eins illa við neitt og ánægju folksins). Þessir ungu verndarar sjálf- stæðisins réðust á skógræktarstjóra börðu hann og rökuðu koll hans og báru þar í tjöru, Síðan léku þeir hann á svipaðan hátt og farið var með fola, þegar hrossahald tíðkaðist enn hér á landi. Að því loknu var aumingjanum velt upp úrtjöru og fiðri að amerísk- um sið, en fátt dá vinir þjóðarinnar jafn mikið og ameríska siði. Síðan var honum sleppt og hann ráfaði grátandi út í skóg, vanaður maður og ætlaði að bera kveinstafi sína upp fyrir þjóðinni en þjóðin var þá að skemmta sér og vildi ekki hlusta á aumingjann. Þá prílaði hann upp í hátt tré og formælti þessari þjóð. Jahve og Habakúk spámaður urðu fok- vondir þegar þeir sáu hvílíka útreið sendimaður þeirra hafði fengið. Haba- kúk blés þunglega og varð það livirfil- bylur á landinu, en drottinn grét af reiði og syndaflóð beljaði um vesling- ana í skóginum. Síðan ákváðu þeir að lata höfuðskepnur sínar tortíma hinum synduga lýð. Samstundis reis hafið og flæddi inn á landið, eldfjöllin tóku að gjosa og stormar næddu. Öll óveður Frh, á bls. 16.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.