Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1952, Qupperneq 17

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1952, Qupperneq 17
I - 17 Kollega var Jafet eður Faxi birti ný- j lega viðtal við Elías Guðnundsson formann' skólafélagsins og varð viðtal þetta frægt| á sínum tíma. Til að standast samkeppn- ina við kollega birtun ver núna viðtal við annan starfsmann skólans og eigi ómerkari,'nefnilega Magnús Sverrisson hringjara. Ver hittum Magns, er hann hefur ný- lokið hinni fræknlegustu hringingu, og litum á hann með viðurkenningarhrosi hins reynda heimsmanns. - Bærilega tókst þer núna, Magnús minn, segjum ver, ÞÚ ert nú meiri snilldar- hringjarinn. Magnús brosir hreykinn og oss verður það greinilega ljóst að hann þarf bæði að bursta tennurnar og raka sig. Samt látum vór á engu ber'a, en spyrjum. - Hvað geturðu sagt oss fróttnæmt af sjálfum þór? - Ég er fæddur í Reykjavík árið 1935 og ■ hef verið við nám hór í skólanum í tvö ár. Annars hef ég víða verið og margt raunamæddur og niðurdreginn, að ver sjáum oss þann kost vænstan að vík^a að því málinu, sem honum er hjartfolgn- ast, skáldskapnum. - ÞÚ ku vera óskaplega mikið skáld og rithöfundur, Magnús minn, segjum ver eins blíðlega og oss er unnt. - já, já, segir Magnús og það lifnar sýnilega yfir honum. Ég sem bsði sma- sögur og yrki ljóð, Ég held að margt atómskáldið só lólegra en óg. - Ver höfum nú þegar kynnzt smasögum þínum, segjurn vór, og vonandi munu les- endur vorir eiga eftir að sjá margar^ slíkar. En hvers konar Ijóð yrkir þu aðallega? - Mestmegnis eru það tækifærisvísur og ástaljóð, segir skáldið og roðnar eins og ungmær í reyfara. - ÞÚ ættir að láta oss heyra eitthvað af þeim, segjum vór ísmeygilega og klöppum kauða blíðlega á bakið. Magnús glottir eins og api og kveður draugslegri röddu: gert. - HÓr hafa þór hlotnast margvíslegar trúnaðarstöður eða er ekki svo? - JÚ, Fyrst og fremst hef óg verið hringja.ri báða veturna og eflaust verður : farið að kjósa mig £ fleiri og virðulegri; embstti, áður en langt um líður. - Hvernig eru námshæfileikar þínir? - Ja, óg hef nú alltaf vitlaus verið og versna heldur með aldrinum, svo að ekki er von á góðu. - Það var nú það. Einhverja hæfileika hlýturðu samt að hafa. - Onei, það held óg bara ekki. Ekki minnist eg þess að minnsta kosti. - ÞÚ getur þó alltaf hringt, mannskratti segjum vór og stöppum í gólfið. - Ojá', sera Ingimar segir að óg hafi vaxandi tækni og komi líklega til með aldrinum, Ég held hann hljóti að vera óskaplega góður hringjari, hann sóra Ingimar. Magnus, vinur vor, er orðinn svo Magnús heitir hringjari, það er svaka fýr. Einatt stendur hann uppí sal og bjallar. VÓr þökkum Magnúsi fyrir kveðskapinn og spyrjum að síðustus - Kver heldur þú að verði næsti for- seti, Magnús skáld. - Ég er víst ekki orðinn nógu gamall, segir hann, svo að óg held það verði bara hann sóra Ingimar. - Svo þú heldur það, segjum ver og ! setjum upp vantrúayglottið. Svo þú heldur það. NÚ eru frímínúturnar bún- L ar og Magnús þrífur bjölluna og býst | til að hringja, en vór flýtum oss burt til 3,ð forða eyrum vorum frá óverð- skulduðum óþægindum, En bak við oss stendur Magnús bíspertur og hringir sem ákafast. - Mikill hringjari er Magnús. ð.J.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.