Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Page 11

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Page 11
SPURNINGAR TIL KENNARA HVERNIG TELJIÐ ÞÉR AÐ EIGI AÐ VELJA ÞÁ SEM GANGA EIGA MENNTAVEGINN ? Andrés Davíðsson svarar þannig : Þið eigið sjálfsa&t við, hvort landsprófið svonefnda sé fullgóður mælikvarði f þessum efnum. Það hefur til þessa jafnað aðstöðu nemenda til undirbúnings menntunar og fleytt mörgum yfir erfiðan þröskuld að æðri menntastofnunum, ef miðað er við ástand fyrri ára f menntamálum þjóðarinnar. Nú hefur sú ágæta þróun gerzt, að víðast hvar á landinu eru til fullboðlegir skólar, sem gegna slíku hlutverki þolanlega. Þess vegna er þegar farið að brydda á þeirri kröfu, að val á nemendum til framhaldsnáms byggist á fleiri atriðum en gallhörðu kunnáttuprófi. Kenningin um gáfnaljósið, sem gat leystöll vandamál samfélagsins við skrifborðið, hefur ekki staðizt og menn eru nú að öðlast meiri skilning á því en áður, að í samfélagi, þar sem velferð einstaklinganna byggist að miklu leyti á siðgæðisvitund og vel unnu starfi fjölda margra menntaðra manna, þá er greind og góðar námsgáfur ekki einhlítir eiginleik- ar. Greindur maður, en illa innrættur, er jafnan andstyggilegur persónuleiki, og hafi hann þar að auki klókindi og kunnáttu til að komast í mikla valdaaðstöðu, getur hann orðið stór- hættulegur. Hins vegar getur sterk siðgæðisvitund, eljusemi og góðvild til annarra manna fleytt meðalmanninum áfram við flest þjóðfélagsstörf, svo þau verði unnin öllum til gagns og heilla. Eiginleikar, sem mestu máli skipta fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið, koma tiltölulega snemma í ljós hjá ungu fólki. Ég tel, að kennarar verði þeirra áþreifanlega varir, oft af titlum tilefnum í samskiptum við nemendur sina 1 skólastarfinu. Þess vegna styð ég þær tillögur, sem komið hafa nokkuð vfða fram undanfarið, að umsögn skólanna um nemendur ráði að miklu leyti, hvort nemandi telst hæfur til framhaldsmenntunar, að vísu þannig, að lágmarkskröfum um kunnáttu sé fullnægt, þótt vægilegra væri farið í þær sakir en nú tiðkast við landsprófið. Ætti það að tryggja,að mannvænlegt fólk geti valið sér verkefni og lífs- störf eftir því. sem hugur þess stefnir að og þörf er fyrir. - 11 -

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.