Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Qupperneq 12

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Qupperneq 12
Gísli Gunnarsson svarar þannig : A sfðustu 80 árum hefur fslenzkt þjóðfélag breytzt úr bændaþjóðfélagi með frumstætt atvinnusnið f borgarþjóð- félag, sem krefst mikillar sérþekkingar á ýmsum sviðum. Andstætt þvf, sem áður var, „ er bókvitið nú látið f askana " , án menntunar þegnanna getur tækniþróað ríki ekki staðizt ; fræðslukerfi þess er ekki minna mikilvægt fyrir framfara- þróun og fjárfesting í mikilvægum atvinnugreinum. Mælikvarðinn á gagnsemi fræðslukerfis er þvf sá, hVersu mjög það samsvarar þörfum þjóðfélagsins. Þvf miður samsvarar núverandi fræðslukerfi þessu ekki nógu vel. Glöggt dæmi um þetta er þrfskipting skólakerfis okkar f barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla. Þessi þrjú skólastig hafa orðið til við ólíkar aðstæður og óháð hvort öðru. Fyrst var reynt að skapa sæmilega verkaskiptingu milli þeirra með fræðslulögunum 1946 ( og er landsprófið, tengsl gagnfræðaskóla og menntaskóla ) einn mikilvægasti þáttur þeirra. En ýmsir sérskólar eins og sjómannaskólar, iðnskólar, bændaskólar, verzlunarskólar og fleiri hafa samt aldrei raunverulega fallið inn f heildarmynd skólakerfisins. En hversu erfitt er að útskýra þrfskiptingu fræðslukerfisins og raunar allt fræðsiukerfið út frá núverandi aðstæðum,getum við sýnt með þvf að varpa fram nokkrum spurningum. Hvers vegna er t. d. þörf að skilja vandlega með skyndilegri breytingu á allri námstilhögun milli aldursskeiðisins 10 - 12 ára, þegar börn eru almennt orðin læs, og 13 - 14 ára aldurskeiðisins ? Hvf þarf að snarþyngja allt nám á 15 - 17 ára aldursstiginu ( 3.bekkur landspróf og 3.bekkur mennta- skóla ), miðað við fyrri ár ? Hvers vegna etu svonefndar lesgreinar svo stór þáttur f landsprófi og svo lftill þáttur f prófi 3.bekkjar menntaskóla ? Hversu stórt hlutverk hefur þjóðfélagið ætlað gagnfræðaprófinu ? Hvernig stendur á þvf, að aðeins u.þ.b. 10% æskulýðs lýkur stúdentsprófi en u. þ.b. 25% æskulýðs f landi eins og Svíþjóð ? Ég get þegar útilokað eina leið sem svar við spurningunni um hvernig velja á þá nemendur, sem ganga vilja menntaveginn. Að slíkt val gerist með einn til tveimur prófum á ákveðnu aldursstigi. Að vfsu er landsprófið f núver- andi formi ill nauðsyn miðað við allar núverandi aðstæður óbreyttar. En með allsherjarendurskoðun á öllu fræðslukerfinu, sem miðast að meiri samræmingu þess, á valið að verða miklu sveigjanlegra og taka lengri tfma, Mjög snemma á kennari barns að veita hæfileikum þess athygli á þvf skyni að athuga til hvers konar náms eða starfs það gæti verið hæfast. Sérfræðingar eiga að vera kennurum til aðstoðar. Við 11-12 ára aldur á að skipta börnum f mismunandi bekki með mismunandi námsefni f samræmi við hæfileika þeirra. Þó verði þess ávallt gætt, að hreyfan- leiki milli bekkja verði ávallt mikill. Smám saman verði mismunur á námsefni aukinn. Gætt verði vandlega, að náms- kröfur ffá ári til árs aukist f samræmi við þroska nemandans en taki engum skyndilegum breytingum. fþeim bekkjum, þar sem nemendur virðast færastir til „ verklegra starfa " verði verknám snemma mikilvægur þáttur f náminu og aukist sá þáttur, þegar tfmar lfða. Sérhæfing f bóklegu námi hefjist eins fljótt og auðið er. Þannig mætti þjálfa suma bekki f greinum, sem koma við verzlunarfræðum. Taki slíkir bekkir að miklu leyti við svipuðu hlutverki og sérskólar á þeim sviðum hafa núna. Aðrir bekkir fari snemma ( t.d. við 15 - 16 ára aldur ) að leggja mikla áherzlu á tungumála- greinar, aðrir á raunvfsindagreinar ( stærðfræði, eðlisfræði og náttúrufræði, enn aðrir á þjóðfélagsgreinar) ( sögu, félagsfræði, hagfræði, sálfræði ). En aftur skal tekið &am : Hreyfanleiki milli bekkja verði hafður eins mikill og kostur er á. Kennarar, starfsvalssérfræðingar og sálftæðingar fylgist vel með árangri nemandans, getu hans og áhuga ; þannig verði t. d. komið á persónulegu sambandi milli einstaks nemanda og ákveðins kennara. Skólaskylda nái til 16 ára aldurs. Þá geta þeir, sem hyggja á iðnnám, t.d. yfirgefið skólann, með góðan undir- búning fyrir iðnnámið f vegarnesti. Núverandi miðaldakerfi f iðnnámi, 4 ára „ fræðsla ” meistara, hverfi, en f staðinn verði iðnnámið raunverulegt nám, sem færi að mestu leyti ffarn f skóla. Eftlr það gæfist iðnaðarmanninum tækifæri til tæknináms, sem væri með próf af ýmsum tegundum, t.d. gæti ein leiðin veitt rétt til verkfræðináms fháskóla. Aðrir nemendur yfirgefi skólann 16 - 18 ára, t. d. þeir, sem ætla að leggja fyrir sig skrifstofu- og verzlunarstörf, hjúkrunarstörf o. fl. Inntökupróf f háskóla verði að jafnaði tekið við 19 ára aldur. Þau verði samræmd sem mest yfir allt landið; sama gildi úm mörg önnur próf, sem veita réttindi utan skólanns. A sfðustu 2 árum fyrir inntökupróf f háskóla verði aðaláherzla lögð á örfáar greinar, t. d. 3, og velji nemandi sér háskólanám f samræmi við þær greinar. Próf verði sem mest f áföngum, þannig að nemandi geti tekið „ lokapróf ” f mismunandi greinum á mismunandi tfma. - 12 -

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.