Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Síða 14

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1966, Síða 14
 Ég er búinn að fá mér nýjan bíl. Ekki lítinn tveggja dyra, fjögra manna bíl með löngu úreltri fótgírstöng, heldur mjög stóran super-super amerískan " kagga " með SILVER BIRD CRUSH-PROOF aftur- brettum, Power Switch Go-easy No Hands gírskiptingu. Cloud Ride DC 8-Control gangstilli, Frost-Away All Weather Syst- em með 500 öðrum góðum eiginleikum, sem mun taka of mikið pláss að telja upp hór. Lofið mér í allri minni hófsemi að segja ykkur, að þetta er hreint barnaleik- fang í gegn, bfl.1, sem stendur í sama veðri nú, eins og manni hefði nægt í gamla daga, til þess að kaupa járbrautarstöð með járn- brautarlest sporum og fl. „ Nú er maður hættur að ganga ” , sagði óg, þegar óg renndi upp bflskúrs- hurðinni og sýndi vini mínum gripinn. Hann átti sjálfur hundgamlan /64 bfl með Super Flash Special Syncromesh, 4-Speed, ALL-in-one-easy to-push Overgear og World-Wide Svm Panorama Auto-O-Scope Full-Wiew framrúðu, eitthvað sem er orðið úrelt fyrir nokkrum mánuðum, en hann hefur auðvitað ekki ráð á að skipta blessaður ( Hann er í verzlunardeildinni ). Hann lítur vel út játaði hann. Er hann átta " gata " ? Atta gata veinaði ég, heldur þú að þetta sé saumavél ? Þetta er auðvitað tvisvar sinnum fastback and Forth Fool- proof Full Speed, Glide-Out, Built-7n Swing-up Go-go-down Super Extra Dry 12 " gata " Royal High Fidelity vel í V-V- and-V-Form með sjálfvirkum Close to hand Blowot-Safe Silver Prop-Jet Long life kveikju með Philcolex King Sise Filt- er tip og korkmunnstykki. Sem sagt það mundi taka of mikið pláss að segja frá þessu öllu hér, en flottur er hann. Ég skal játa það að fyrstu sólar- hringana var ekki hægt að fá mig út úr skúrnum eina einustu mínútu. „ Komdu inn. Það er háttatími ” , kallaði pabbi oft, án þess þó að ég gegndi. Að síðustu kom hann þó sjálfur og sótti mig. „ Hefur þú heyrt í flautunni ” ? spurði ég. „ Já, já vinur. Eg hef heyrt í henni” . „ Er það alveg öruggt ” ? Ertu alveg viss um að það sé rétt. Hún er átta tóna. Hlustaðu ' ” Eg snerti hnapp í þessari 14 -

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.