Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Blaðsíða 11

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Blaðsíða 11
Foreldradaguc Við borðið situr kennarinn. Ljótur er á honum svipurinn. Inn þá gengur faðirinn til að tala um drenginn sinn. Upp þá stendur kennari Páll "Er þinn sonur ekki Njáll?" "Jú, hann Njáll er sonur minn en má ég komast alla leið inn." "Eg er kennari Njáls, þvf miður, en komdu hérna og seztu niður. Um stráksa helzt það vill ég segja: þú asttir að kenna honum að þegja. I ensku landsprófi hann aldrei nær. Að sjá hann skrifa stfl. í gær. Af orðunum sem voru tíu, hafði drengsi vitlaus níu. Heima hann les ekki landafræði. Þekkir ekki land frá græði telur Nigeriu svæði þróað þó að mönnum sé þar lógað. A morgnana í eðlisfræði sefur hann í ró og næði. En verstar eru loturnar, er heyrast í honum hroturnar. Þegar Njáll fór að vélrita blaut þá varð hún Helga af svita. Rauk hún upp til handa og fóta og rak hann út til áramóta. I íslenzku hann hefur hátt, setur Guðlaug út á gátt. Guðlaugur þá hrópa fer, "hvað ert þú að gera hér?" Og undir þetta vil ég taka hann ætti að draga sig til baka. En sjálfumglaður segir hann "Þetta kann ég alltsaman." Drúpti nú höfði dapur maður var nú ekki lengur glaður, en titra fór hægri höndin, hann hlakkaði til að ná f vöndinn. Þ.B.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.