Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Blaðsíða 15
Kvennarökvis i
Anna hafði sjálf séð lotningarsvipinn, sem kom á frú Pálínu, þegar
hún skýrði henni frá því, að Jói væri í þjónustu bæjarfélagsins.
"Hugsa sér, kominn í þjónustu bæjarfélagsins... Og hann er varla
hálfþrítugur! "
"Ekki nema 23 ára," leiðrétti Anna. Hún og Jói höfðu verið gift í
mánuð, og nú sá hún ekki lengur eftir því að hafa tekið Jóa - þrátt fyrir
allt. Hvað gat annars hafa komið fyrir Jóa. Klukkan var að verða sjö.
Anna fór að fmynda sér öll hugsanleg slys, en svo heyrði hún Jóa
stinga lyklinum í skrána og þaut á mðti honum.
Hann virtist vera f sjöimda himni og veifaði kvöldblaðinu.
"Hér skaltu sjá dálítið merkilegt! " sagði hann brosandi og rétti
henni blaðið - og rétt á eftir lagði hann þykkan bvrnka af peningaseðlum
á borðið fyrir framan hana.
"Fimmtíu þúsimd krónur," sagði hann með sigurgleði í röddinni.
"Fimdarlavm! "
En Anna leit ekki upp úr blaðinu.
"Sorphreinsunarmaður finnur demantshring í sorptunnu," stóð þar.
Og auk þess tveggja dálka mynd af Jöa.
"Þú skalt fá pels - og við kaupum okkur sjónvarpstækið, sem þig
langar svo í," sagði Jói.