Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Blaðsíða 18

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Blaðsíða 18
ekki mikinn tíma til þess, því síminn hringdi aftur. "Er þetta P. H. J. Malakoff’,' var spurt. "Sá er maðurinn," svaraði Malakoff. "Eg ætlaði bara að tilkynna um morð," var sagt. ,rKem í hvelli," svaraði hinn mikli leynilögreglumaður" og henti frá sér tólinu. Þegar Malakoff kom á staðinn, var honum vísað inn um bakdyr, inn í stofu eina mikla. Ekkert lík sá hann, en í hinum enda stofunnar sat maður í stoppuðum leiðurstól. Hann hélt á lampaskern^ í annarri hendi. Hann tók til máls: "Þér eruð glöggur, herra Malakoff. Eg varð alveg hissa á því, hvað þér voruð fljótur að "fatta morðvopnið." Maðurinn hló, og hélt áfram. "En það gagnar yður ekki hót, því þér eruð dauðans matur. Þetta herbergi er einangrað frá mnheimimnn með gildrum og vopnuðum mönmnn, og engin von er til þess að þér sleppið út. Og nú megið þér biðja fyrir yður." Því næst framdi maðurinn sjálfsmorð á hinn hryllilegasta hátt með lampaskerminum. Hinn mikli lejmilögreglumaður hló, og sagði: "Einu gleymdirðu vinurinn." Síðan gekk hann að símanum. "Halló, lögreglan, þetta er P.H.J. Malakoff, ég er héma í slæmri klípu........." Hundaklyfberinn. /

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.