Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Side 22
njósnir. Vegna þess að honum hafði verið kennt að landamærin væru
annars staðar en þau eru. Að lokum yrðu Islendingar stimplaðir
sem algjörir fáráðlingar á alþjóða vettvangi. Allt vegna stöðnunar í
kennsluháttum barnaskólanna og öll þeirra starfsemi er vægast sagt á frum-
stigi ( eftir öll þessi ár ). Eignist þjóðin eitthvað barn ( börn ) sem eru
frábrugðin öðrum börnum,hvað áhrærir vitsmuni, verður það að gjöra svo
vel að dúsa millum fólks sem hefur greindarvísitölu fyrir neðan 50-60 en
hefur svo sjálft 130.
Sömubækurerunotaðarsvoaðsegjaallanbarnaskólann. Ritasfingar, reikningsbók
Elíasar Bjarnasonar og málfræði eru þó vinsælastar, því að í gegnum þær er
pælt á hverju ári, nema málfræðina þar er aldrei farið aftur fyrir blaðsíðu
35, því að það er víst nóg fyrir 12 ára börn að kunna að skipta f atkvæði,
raða f stafrófsröð og fallbeygja. Þó er til að nemendur viti mun á sögnum,
fallorðum og smá orðum, er þau koma í gagnfræðaskóla.
Til eru dæmi um 12 ára bekk þar sem einkunin 3-4 í lestri var alsríkjandi
á barnaprófi. Að vísu eru þetta börn sem eru treggáfuð. En ekki er hægt
að hola öllu þessu fólki á skútu eða f öskuna, hvað verður um þetta fólk er
það vex. Hvernig væri að fá sálfræðinga til kennslu svona fólki. Og skað-
laust væri að hjá svona fólki væri barnaskólinn aðeins lengri en öðruín.
Þeir nemendur. sem gáfaðri eru ættu að fá kost á að ljúka barnaskóla á
3-5 árum. Einnig væri skaðlaust að veita þeim undirstöðumenntun í stærð-
fræði öðru en deilingu og tugabrotum. Tungumálakennsla ætti einnig að
hefjast fyrr hjá þessum nemendum og leggja meiri áherzlu á málfræði.
I sambandi við landspróf vildi óg láta eftirfarandi koma fram:
Landspróf ætti að skiptast í 3 deildir. I einni deildinni væri fólk, sem hefði
hug á að fara f máladeild menntaskóla, f 2. væru þeir, sem hefðu hug á
stærðfræði deild og í þeirri 3. væri fólk er ætlaði f einhverja aðra skóla
t.d. tækniskóla, kennaraskóla o.fl.
22