Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Blaðsíða 23
Sú breyting hefur verið gjörð á landsprófi að fái nemandi óviðunandi einkunn
f einhverju fagi, þá fær hann kost á að þreyta próf á ný að hausti.
Þó fylgdi böggullþar skammrifi, því að landsprófsnefnd hefur í hyggju að
sleppa prófi í einhverri grein, þetta getur komið sér ákaflega illa fyrir ein-
staka nemendur, að sleppa prófi x fagi sem þeir ei*u öruggir með einkunn
allt að 9.
Tökum nú dæmi : nemandi gengst undir landspróf og er framúrskarandi
duglegur f sögu en f landafræði frekar slappur. Nú er söguprófinu sleppt
svo að landafræðin dregur mannin niður úr öllu valdi og hlýtur ekki
framhaldseinkuxm.
Förum nú eitt ár til baka, en þá var þetta fyrirkomulag ekki komið á. Það
sama gerist, að nemandi fær 9 í sögu, en 5 f landafræði. Þessi maður
nær landsprófi. Er hægt að flokka þetta undir framfarir??
Upp hafa komið raddir um að okkar virðuiega ríkisstjórn hafi nú í hyggju
sparnaðaráætlanir miklar, og gott er nú það.
En af hverju að láta það bitna á landsprófinu. Er það sparnaðaráætlun að
fella niður próf í einhverju fagi ? Nú,sama skeður og áður var sagt,nem-
andi fær lágt og tekur próf aðhausti. Getur það verið að prófdómarar
vinni kauplaust á haustin, mér er spurn?
Þá ráðstöfun landsprófsnefndar að gefa aðeins f heilum tölum tel ég vera
mjög varhugaverða. Það getur orðið manni að falli að fá 6.4 í öllum
greinum nema einni en fá 5,4 í henni og fái maður 8,6 og annar 9,4 þá
ertiltjóns aðþeir fái báðir 9. Er það boðlegt?
Að mínu áliti er sú ráðstöfun, að feila niður próf í einhverju fagi, þó
það sé gjört í sparnaðarskyni algjörlega óhæf.
Vilhjálmur Ragnarsson.
3 - X.
23